
Mynd: Ágúst Elí Ágústsson
Winter Wonderland & Ísland Winner sýning, þar sem gefin voru Norðurlandameistarastig og Crufts qualification, fór fram helgina 29.-30. nóvember en cavalier var sýndur á sunnudeginum. Dómari var Sara Nordin frá Svíþjóð sem sjálf er ræktandi í tegundinni. Meiriháttar skráning var hjá okkur eða samtals 61 hundur, þó einhver forföll hafi orðið. Þrír ræktunarhópar voru einnig sýndir. Vonandi heldur deildin áfram að fjölmenna svona á sýningar næsta árs. Dýrabær sem er okkar trausti styrktaraðili gaf verðlaunabikara eins og áður.
Besti hundur tegundar og einnig 4. besti hundur í tegundahópi 9 var C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24-25 VOLW-25 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock. Best af gagnstæðu kyni með íslenskt og Norðurlandameistarastig var Snjallar Silfraða Sylgja. Bæði fá þau titilinn Ísland Winner ‘25 og Crufts qualification. Íslenska rakkameistarastigið gekk niður til ISJCh VOLJW-25 Bonitos Companeros Jailbreak og Norðurlandameistarstigið til C.I.B. C.I.B.-J NOCh DKCh SECh ISCh Pecassa’s Mister Power Of Sprudle, sem verður þar með Norðurlandameistari.
Besti ungliði tegundar var ISJCh VOLJW-25 Bonitos Companeros Jailbreak og besta ungliðatík ISJCh Hafnarfjalls Elsu Emma. Bæði með Norðurlanda-ungliðameistarastig, titilinn ISJW-25 og Crufts qualification. Bonitos Companeros Jailbreak var að fá sitt annað Norðurlandastig og verður því Norðurlanda-ungliðameistari. Hann varð einnig í 4. sæti í keppni um besta ungliða tegundahóps 9.
Besti ræktunarhópur tegundar var frá Hafnarfjalls ræktun. Nánari úrslit má sjá hér að neðan:
Lesa áfram Winter Wonderland sýning 30. nóvember 2025





