Flokkaskipt greinasafn: Úrslit sýninga

Winter Wonderland sýning 30. nóvember 2025

BOB og BIG4 – C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24-25 VOLW-25 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock
Mynd: Ágúst Elí Ágústsson

Winter Wonderland & Ísland Winner sýning, þar sem gefin voru Norðurlandameistarastig og Crufts qualification, fór fram helgina 29.-30. nóvember en cavalier var sýndur á sunnudeginum. Dómari var Sara Nordin frá Svíþjóð sem sjálf er ræktandi í tegundinni. Meiriháttar skráning var hjá okkur eða samtals 61 hundur, þó einhver forföll hafi orðið. Þrír ræktunarhópar voru einnig sýndir. Vonandi heldur deildin áfram að fjölmenna svona á sýningar næsta árs. Dýrabær sem er okkar trausti styrktaraðili gaf verðlaunabikara eins og áður.

Besti hundur tegundar og einnig 4. besti hundur í tegundahópi 9 var C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24-25 VOLW-25 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock. Best af gagnstæðu kyni með íslenskt og Norðurlandameistarastig var Snjallar Silfraða Sylgja. Bæði fá þau titilinn Ísland Winner ‘25 og Crufts qualification. Íslenska rakkameistarastigið gekk niður til ISJCh VOLJW-25 Bonitos Companeros Jailbreak og Norðurlandameistarstigið til C.I.B. C.I.B.-J NOCh DKCh SECh ISCh Pecassa’s Mister Power Of Sprudle, sem verður þar með Norðurlandameistari.

Besti ungliði tegundar var ISJCh VOLJW-25 Bonitos Companeros Jailbreak og besta ungliðatík ISJCh Hafnarfjalls Elsu Emma. Bæði með Norðurlanda-ungliðameistarastig, titilinn ISJW-25 og Crufts qualification. Bonitos Companeros Jailbreak var að fá sitt annað Norðurlandastig og verður því Norðurlanda-ungliðameistari. Hann varð einnig í 4. sæti í keppni um besta ungliða tegundahóps 9.

Besti ræktunarhópur tegundar var frá Hafnarfjalls ræktun. Nánari úrslit má sjá hér að neðan:

Lesa áfram Winter Wonderland sýning 30. nóvember 2025

Hvolpasýning 28. nóvember 2025

BOB 6-9 mán – Miðkots Esja

Þann 28. nóvember var haldin hvolpasýning í reiðhöll Fáks í Víðidal. Samtals voru 9 cavalier hvolpar skráðir og dómari var Sara Nordin frá Svíþjóð. Dýrabær gaf verðlaun og þátttökumedalíur.

Besti hvolpur 6-9 mánaða var Miðkots Esja sem komst einnig í 6 hvolpa úrtak í úrslitum um besta hvolp sýningar. Einn rakki var skráður í flokk 3-6 mánaða og 3 í flokk 3-6 mánaða en Sara Nordin var nokkuð ströng í dómum og fengu þeir allir einkunnina lofandi. Henni leist betur á tíkur 6-9 mánaða og þar var sætaröðun eftirfarandi:

Tíkur 6-9 mánaða (5)

  1. sæti SL Miðkots Esja, eig. María Árnadóttir, rækt. Sunna Gautadóttir
  2. sæti SL Miðkots Askja, eig. og rækt. Sunna Gautadóttir
  3. sæti SL Hafnarfjalls Birtu Bára, eig. Stefanía Vilhjálmsd. Reykdal, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  4. sæti SL Snjallar Silfraða Snælda, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir

Opin sýning 25. október 2025

BOB og BIS-3
ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers
Ljósmyndari: Hildur Pálsdóttir

Laugardaginn 25. október fór fram opin æfingasýning á vegum sýningadómaranefndar HRFÍ í reiðhöll Fáks í Víðidal. Þar fengu tilvonandi dómaranemar að spreyta sig og var góð skráning á sýninguna, samtals 160 hundar. Cavalierdeild lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og voru skráðir 18 cavalier hundar.

Besti hundur tegundar var ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers, dómari Sigríður Margrét Jónsdóttir. Best af gagnstæðu kyni var ISJCh VOLJW-25 Esju Nætur Viktoría. Úrslit um besta hund sýningar dæmdi síðan María Björg Tamimi og varð Eros þriðji besti hundur sýningar.

Besti hvolpur 3-6 mánaða var Eldlukku Töru Ögri. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Miðkots Askja og besti rakki í sama aldursflokki Brellu Sahara Þinur Dropi.

Nánari úrslit:

Lesa áfram Opin sýning 25. október 2025

Alþjóðleg haustsýning 4. október 2025

BOB og BOS – C.I.B. NOCH DKCH SECH CIB-J ISCh Pecassa’s Mister Power Of Sprudle og NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24-25 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers

Helgina 4.-5. október var haldin alþjóðleg haustsýning HRFÍ, að þessu sinni í reiðhöll Fáks í Víðidal. Um 850 hundar voru skráðir og þar af voru flestir cavalier eða 62 hundar ásamt 4 ræktunarhópum. Frábært að sjá þessa góðu þátttöku hjá deildinni og vonandi heldur þetta svona áfram. Dómari var Mikael Nilsson frá Svíþjóð og Dýrabær gaf verðlaun.

Besti hundur tegundar var C.I.B. NOCH DKCH SECH CIB-J ISCh Pecassa’s Mister Power Of Sprudle og besta tík tegundar NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24-25 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers. Alþjóðlega rakkameistarastigið nýttist ekki í þetta sinn þar sem bæði besti og annar besti rakki eru nú þegar alþjóðlegir meistarar. Elixir var hins vegar að fá sitt fjórða alþjóðlega stig og verður því alþjóðlegur meistari eftir staðfestingu frá FCI. Íslensku meistarastigin gengu niður til ISJCh VOLJW-25 Esju Nætur Viktoríu og ISJCh VOLJW-25 Bonitos Companeros Jailbreak.

Besti ungliði tegundar var ISJCh VOLJW-25 Esju Nætur Viktoría og besti ungliðarakki ISJCh VOLJW-25 Bonitos Companeros Jailbreak, bæði með alþjóðleg ungliðameistarastig. Viktoría var að fá sitt þriðja stig og verður því alþjóðlegur ungliðameistari en hún er fyrsti cavalier hundurinn ræktaður á Íslandi sem nær þeim árangri. Hafnarfjalls Elsu Emma fékk íslenskt ungliðameistarastig sem var hennar annað stig og hún því orðin íslenskur ungliðameistari.

Besti ræktunarhópur tegundar var frá Hafnarfjalls ræktun og náði þeim frábæra árangri í úrslitum dagsins að verða 3. besti ræktunarhópur.

Hér að neðan má sjá úrslit í öllum flokkum:

Lesa áfram Alþjóðleg haustsýning 4. október 2025

Hvolpasýning 3. október 2025

BOB og BOS 3-6 mán: Miðkots Askja og Brellu Sahara Þinur Dropi
BOB og BOS 6-9 mán: Hafnarfjalls Birtu Bára og Hafnarfjalls Birtu Már

Föstudagskvöldið 3. október fór fram hvolpasýning HRFÍ í reiðhöllinni Víðidal þar sem rúmlega 160 hvolpar voru skráðir, en sýndir voru 6 cavalier hvolpar í yngri flokki og 3 í þeim eldri. Dómari var Mikael Nilsson frá Svíþjóð. 

Besti hvolpur 3-6 mánaða var Miðkots Askja og bestur af gagnstæðu kyni Brellu Sahara Þinur Dropi. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Hafnarfjalls Birtu Bára og besti rakki í sama aldursflokki Hafnarfjalls Birtu Már. Dýrabær gaf verðlaunabikara og þátttökumedalíur.

Nánari úrslit:

Lesa áfram Hvolpasýning 3. október 2025

Alþjóðleg sýning 17. ágúst 2025

BOB og BOS – NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24-25 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers og VOLJW-25 Bonitos Companeros Jailbreak

Á sunnudeginum 17. ágúst fór fram alþjóðleg sýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði og voru sýndir 11 cavalier hvolpar, 13 rakkar, 23 tíkur og 3 ræktunarhópar. Dómari var Joakim Ohlsson frá Svíþjóð sem var áður cavalier ræktandi. Dýrabær gaf verðlaun og hvolpamedalíur.

Besti hundur tegundar var NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24-25 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers með alþjóðlegt meistarastig, íslenska stigið gekk niður til VOLW-25 Snjallar Hrafntinnu Visku. Elixir náði síðan þeim frábæra árangri að landa 2. sæti í sterkri keppni í grúppu 9. 

Bestur af gagnstæðu kyni og einnig besti ungliði tegundar var VOLJW-25 Bonitos Companeros Jailbreak með íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig, einnig íslenskt meistarastig en er of ungur fyrir það alþjóðlega. Þetta var hans annað íslenska ungliðastig og verður hann því íslenskur ungliðameistari. Hann varð í 4. sæti í úrslitum um besta ungliða í grúppu 9. Besta ungliðatík var ISJCh VOLJW-25 Esju Nætur Viktoría með íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Hafnarfjalls Birtu Bára og bestur af gagnstæðu kyni Hafnarfjalls Birtu Már. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Miðkots Tía og besti rakki 6-9 mánaða Cavalion (FCI) Mr Wolf. Besti ræktunarhópur var frá Hafnarfjalls ræktun.

Nánari úrslit:

Lesa áfram Alþjóðleg sýning 17. ágúst 2025

Volcano Winner Norðurlandasýning 16. ágúst 2025

BOB og BOS – C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock og Snjallar Hrafntinnu Viska

Þann 16. ágúst var haldin Norðurlandasýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði og nú í fyrsta sinn undir nafninu Volcano Winner. Þetta er nýr titill sem verður framvegis veittur á ágústsýningum félagsins, nafnbótina hljóta besta tík og besti rakki í hverri tegund, auk bestu ungliða og bestu öldunga af hvoru kyni.

Í okkar tegund voru sýndir 11 hvolpar, 14 rakkar, 24 tíkur og 4 ræktunarhópar. Dómari var Ligita Zake frá Lettlandi og er hún sjálf cavalier eigandi. Dýrabær gaf verðlaun og þátttökumedalíur hvolpa.

Besti hundur tegundar var C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock með titilinn Volcano Winner. Íslenska stigið gekk niður til CIB NOCH DKCH SECH CIB-J Pecassa’s Mister Power Of Sprudle og varð hann þar með íslenskur meistari, hann fékk einnig Norðurlandastigið. Besta tík tegundar með íslenskt og Norðurlandameistarastig, auk titilsins Volcaco Winner, var Snjallar Hrafntinnu Viska.

Besti ungliði tegundar var Bonitos Companeros Jailbreak með íslenskt og Norðurlanda-ungliðameistarastig, einnig titilinn Volcano Junior Winner. Hann náði einnig 3. sæti í keppni um besta ungliða í grúppu 9. Best af gagnstæðu kyni var ISJCh Esju Nætur Viktoría með Norðurlandameistarastig og titilinn Volcano Junior Winner. Íslenska ungliðameistarastigið gekk niður til Hafnarfjalls Elsu Emmu. Besti öldungur tegundar var C.I.B.-V ISCh ISVetCh RW-17-21 ISVW-24 Ljúflings Merlin Logi með sitt þriðja Norðurlanda-öldungameistarastig og verður því Norðurlanda-öldungameistari, auk þess að fá titilinn Volcano Veteran Winner. Best af gagnstæðu kyni var Eldlukku Salínu Sunshine Sera með íslenskt og Norðurlanda-öldungameistarastig, auk nafnbótarinnar Volcano Vet. Winner.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Hafnarfjalls Birtu Brá og besti rakki í sama aldursflokki Hafnarfjalls Birtu Már. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Hafnarfjalls Elsu Alex og best af gagnstæðu kyni Miðkots Tía. Besti ræktunarhópur tegundar var frá Mjallar ræktun.

Nánari úrslit:

Lesa áfram Volcano Winner Norðurlandasýning 16. ágúst 2025

Alþjóðleg sýning 22. júní 2025

BOB og BOS – Mjallar Gná og ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers

Sunnudaginn 22. júní var haldin alþjóðleg sýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði og sýndu sig 8 cavalier hvolpar, 14 rakkar og 23 tíkur. Einnig voru þrír ræktunarhópar. Dómari var Alexandra Drott Staedler frá Svíþjóð og Dýrabær gaf verðlaun.

Besti hundur tegundar var Mjallar Gná með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Bestur af gagnstæðu kyni var ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers með alþjóðlegt meistarastig, íslenska stigið gekk niður til Hafnarfjalls Karlottu Tómasar sem fékk þar með sitt síðasta stig til þess að verða íslenskur meistari. 

Besti ungliði tegundar var Esju Nætur Viktoría með íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig, sitt annað íslenska stig og verður því íslenskur ungliðameistari. Besti öldungur tegundar var C.I.B.-V ISCh ISVetCh RW-17-21 ISVW-24 Ljúflings Merlin Logi með íslenskt og alþjóðlegt öldungameistarastig. Besta öldungatík var ISJCh ISVetCh RVW-25 Eldlilju Kastani Coffee, einnig með íslenskt og alþjóðlegt öldungameistarastig.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Hafnarfjalls Elsu Alex og besti hvolpur 6-9 mánaða var Miðkots Tía. Besti ræktunarhópur var frá Mjallar ræktun.

Nánari úrslit:

Lesa áfram Alþjóðleg sýning 22. júní 2025