Flokkaskipt greinasafn: Úrslit sýninga

Reykjavík Winner Norðurlandasýning 21. júní 2025

BOB og BOS – C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock og NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers

Laugardaginn 21. júní fór fram Reykjavík Winner Norðurlandasýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Samtals mættu 49 cavalier hundar til leiks; 9 hvolpar, 16 rakkar og 24 tíkur, auk þriggja ræktunarhópa. Dómari var Jan Törnblom frá Svíþjóð sem hefur sjálfur ræktað cavalier undir ræktunarnafninu Hackensack. Dýrabær gaf verðlaun og þátttökumedalíur hvolpa.

Besti hundur tegundar var C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock og besta tík NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers, þau fá titilinn RW-25. Meistarastigin gengu niður til Navenda’s Charm of Diamonds, sem var að fá sitt þriðja stig og verður því íslenskur meistari, og Totally True Love Femme Fatale. Þau fengu einnig Norðurlandameistarastig.

Besti ungliði tegundar var Hafnarfjalls Karlottu Ísabella með íslenskt og Norðurlanda-ungliðameistarastig, þetta var hennar annað íslenska stig og hún því nýr ungliðameistari. Hún fær auk þess titilinn RJW-25. Besti öldungur tegundar var ISJCh Eldlilju Kastani Coffee með íslenskt og Norðurlanda-öldungameistarastig. Hún fær titilinn RVW-25 og fékk einnig síðasta stigið upp í íslenskan öldungameistaratitil á þessari sýningu.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Hafnarfjalls Elsu Alex og besti hvolpur 6-9 mánaða Miðkots Tía. Besti ræktunarhópur tegundar kom frá Hafnarfjalls ræktun.

Úrslit í öllum flokkum má sjá hér að neðan:

Lesa áfram Reykjavík Winner Norðurlandasýning 21. júní 2025

Deildarsýning 11. maí 2025

BOB og BOS -ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers og Totally True Love Femme Fatale

Helgina 10.-11. maí var haldin tvöföld deildarsýning í tilefni 30 ára afmælis Cavalierdeildar, sem var formlega stofnuð þann 14. maí 1995. Sýningin fór fram í húsnæði HRFÍ í Hafnarfirði og var mjög góð skráning báða dagana.

Á sunnudeginum voru sýndir 17 hvolpar, 23 rakkar og 32 tíkur, auk þriggja ræktunarhópa, afkvæmahóps og tveggja para. Dómari var Miyuki Kotani frá Írlandi. Sýningarstjóri og hringstjóri var Sóley Halla Möller, ritarar og utanumhald á verðlaunum Anja Björg Kristinsdóttir og Erla Heiðrún Benediktsdóttir, ljósmyndari Ágúst Elí Ágústsson. Deildin færir þeim allra bestu þakkir fyrir störf sín.

Vinningshafar í hverjum flokki og öll fjögur sætin í keppni um bestu tík og besta rakka fengu rósettur og mjög veglega gjafapoka frá Dýrabæ, sérstakar rósettur voru einnig fyrir BOB og BOS. Bestu hvolpar, ungliðar, besti öldungur, besta tík og rakki fengu bikara og hvolpar fengu þátttökumedalíur, en öll verðlaun voru gefin af Dýrabæ.

BH hönnun sá um skreytingar og Dýrabær styrkti deildina á ýmsan hátt. Ekki er mögulegt að halda svona veglega sýningu og hvað þá tvöfalda, án þess að hafa góðan styrktaraðila og þökkum við Dýrabæ kærlega fyrir gott samstarf.

Á sunnudeginum fór einnig fram keppni ungra sýnenda sem Brynja Kristín Magnúsdóttir dæmdi. Dýrabær gaf þátttakendum rósettur, gjafapoka og medalíur.

Besti hundur tegundar og þá jafnframt besti hundur sýningar seinni daginn var ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers en meistarastigið gekk niður til þriðja besta rakka, Gasekær’s Black Beautiful Gino. Þar sem Eros varð BOB fékk hann afhentan nýjan farandbikar deildarinnar sem mun framvegis verða notaður á deildarsýningum. Bikarinn hefur fengið nafnið Maríubikar til heiðurs Maríu Tómasdóttur (Ljúflings ræktun), sem flutti fyrstu cavalier hundana til landsins og hóf hér ræktun árið 1993. Gefendur bikarsins eru Rúnar Már Sverrisson og Guðbjörg Björnsdóttir (Ljúflings Ísarr Logi og Ljúflings Merlin Logi). Besta tík tegundar var Totally True Love Femme Fatale með íslenskt meistarastig.

Besti öldungur var ISCh ISVetCh RW-17-21 ISVW-24 Ljúflings Merlin Logi og best af gagnstæðu kyni ISJCh Eldlilju Kastani Coffee, bæði fengu þau öldungameistarastig. Besti hvolpur 3-6 mánaða var Miðkots Tía og besti rakki í sama aldursflokki Hafnarfjalls Elsu Alex. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Eldlukku Möndlu Mía Rós.

Besti ræktunarhópur kom frá Mjallar ræktun, besti afkvæmahópur var Hafnarfjalls Selmu Karlotta ásamt afkvæmum og besta parið Hafnarfjalls Unu Tinna og Hafnarfjalls Unu Flóki.

Nánari úrslit í öllum flokkum má sjá hér að neðan:

Lesa áfram Deildarsýning 11. maí 2025

Deildarsýning 10. maí 2025

BOB og BOS – Snjallar Hrafntinnu Viska og ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers

Helgina 10.-11. maí var haldin tvöföld deildarsýning í tilefni 30 ára afmælis Cavalierdeildar, sem var formlega stofnuð þann 14. maí 1995. Sýningin fór fram í húsnæði HRFÍ í Hafnarfirði og var mjög góð skráning báða dagana.

Á laugardeginum voru sýndir 18 hvolpar, 23 rakkar og 33 tíkur, auk þriggja ræktunarhópa, afkvæmahóps og tveggja para. Dómari var Nadja Lafontaine frá Danmörku. Sýningarstjóri og hringstjóri var Sóley Halla Möller, ritarar og utanumhald á verðlaunum Anja Björg Kristinsdóttir og Erla Heiðrún Benediktsdóttir, ljósmyndari Ágúst Elí Ágústsson. Deildin færir þeim allra bestu þakkir fyrir störf sín.

Vinningshafar í hverjum flokki og öll fjögur sætin í keppni um bestu tík og besta rakka fengu rósettur og mjög veglega gjafapoka frá Dýrabæ, sérstakar rósettur voru einnig fyrir BOB og BOS. Bestu hvolpar, ungliðar, besti öldungur, besta tík og rakki fengu bikara og hvolpar fengu þátttökumedalíur, en öll verðlaun voru gefin af Dýrabæ.

BH hönnun sá um skreytingar og Dýrabær styrkti deildina á ýmsan hátt. Ekki er mögulegt að halda svona veglega sýningu og hvað þá tvöfalda, án þess að hafa góðan styrktaraðila og þökkum við Dýrabæ kærlega fyrir gott samstarf.

Besti hundur tegundar og þá einnig besti hundur sýningar á laugardeginum var Snjallar Hrafntinnu Viska með íslenskt meistarastig. Hún fékk auk þess afhentan nýjan farandbikar deildarinnar sem mun framvegis verða notaður á deildarsýningum. Bikarinn hefur fengið nafnið Maríubikar til heiðurs Maríu Tómasdóttur (Ljúflings ræktun), sem flutti fyrstu cavalier hundana til landsins og hóf hér ræktun árið 1993. Gefendur bikarsins eru Rúnar Már Sverrisson og Guðbjörg Björnsdóttir (Ljúflings Ísarr Logi og Ljúflings Merlin Logi). Bestur af gagnstæðu kyni var ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers en meistarastigið gekk niður til annars besta rakka, Navenda’s Charm of diamonds.

Besti ungliði var Esju Nætur Viktoría með ungliðameistarastig. Besti öldungur var ISJCh Eldlilju Kastani Coffee og besti öldungarakki ISCh ISVetCh RW-17-21 ISVW-24 Ljúflings Merlin Logi, bæði með öldungameistarastig. Besti hvolpur 3-6 mánaða var Miðkots Tía og besti rakki í sama aldursflokki Mánaljóss Ecco. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Eldlukku Netta Blásól.

Besti ræktunarhópur kom frá Mjallar ræktun, besti afkvæmahópur var Hafnarfjalls Selmu Karlotta ásamt afkvæmum og besta parið Esju Dare To Dream James Bond og Esju Nætur Viktoría.

Úrslit í öllum flokkum má sjá hér að neðan:

Lesa áfram Deildarsýning 10. maí 2025

Hvolpasýning 12. apríl 2025

BOB og BOS 3-6 mánaða: Hafnarfjalls Elsu Alex og Miðkots Lauma
BOB og BOS 6-9 mánaða: Eldlukku Möndlu Mía Rós og Eldlukku Netti Hnoðri Eldur

HRFÍ stóð fyrir hvolpasýningu með íslenskum dómurum laugardaginn 12. apríl. Sýningin fór fram í reiðhöll Fáks í Víðidal og voru rúmlega 180 hvolpar á aldrinum 3-9 mánaða skráðir. 

Góð skráning var hjá cavalier eða 13 hvolpar og dómari var Ágústa Pétursdóttir. Besti hvolpur 3-6 mánaða var Hafnarfjalls Elsu Alex og besta tík í sama aldursflokki Miðkots Lauma. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Eldlukku Möndlu Mía Rós og besti rakkahvolpur Eldlukku Netti Hnoðri Eldur. Dýrabær gaf verðlaunabikara og þátttökumedalíur.

Nánari úrslit urðu eftirfarandi:

Lesa áfram Hvolpasýning 12. apríl 2025

Alþjóðleg Norðurljósasýning 1. mars 2025

BOB og BOS – C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock og NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers

Sýningaárið 2025 fór af stað með krafti um síðastliðna helgi 1.-2. mars, þegar alþjóðleg Norðurljósasýning fór fram í Samskipahöllinni í Kópavogi. Mjög góð skráning var hjá cavalier á laugardeginum eða samtals 13 hvolpar, 20 rakkar, 28 tíkur og 4 ræktunarhópar, en 3 rakkar mættu ekki. Dómari var Eva Liljekvist Borg frá Svíþjóð. Verðlaun voru að hluta til frá Dýrabæ og að hluta til endurnýttir bikarar sem deildin hefur fengið að gjöf.

BOB og 4. besti hundur í tegundahópi 9 var C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock, BOS var NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers, með alþjóðlegt meistarastig. Þar sem Mr. Spock er nú þegar orðinn alþjóðlegur meistari gekk alþjóðlega rakkameistarastigið niður til ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers sem varð annar besti rakki. Íslensku meistarastigin gengu niður til Hafnarfjalls Karlottu Tómasar (þriðja besta rakka) og Mjallar Gnár sem varð þriðja besta tík. 

Besti ungliði var Hafnarfjalls Karlottu Ísabella með íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig. Hún náði í 6 hunda úrtak í keppni um besta ungliða í tegundahópi 9. Besti öldungur var ISCh ISVetCh RW-17-21 ISVW-24 Ljúflings Merlin Logi með íslenskt og alþjóðlegt öldungameistarastig, sem var hans þriðja og verður hann því alþjóðlegur öldungameistari eftir staðfestingu.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Eldlukku Möndlu Mía Rós og bestur af gagnstæðu kyni Eldlukku Netti Hnoðri Eldur. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Llapsttam’s Fastlove sem komst í 6 hvolpa úrtak í úrslitum dagsins. Besta tík í hvolpaflokki var Mjallar Gyðja Mánadís.

Besti ræktunarhópur kom frá Hafnarfjalls ræktun. Nánari úrslit má sjá hér að neðan:

Lesa áfram Alþjóðleg Norðurljósasýning 1. mars 2025

Winter Wonderland 24. nóvember 2024

BOB og BIS-4 NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23 RW-24 Bonitos Companeros Mr. Spock

Winter Wonderland & Ísland Winner sýning HRFÍ var haldin í reiðhöll Spretts í Kópavogi 23.-24. nóvember. Sýndir voru samtals 51 cavalier hundar; 7 hvolpar, 19 rakkar og 25 tíkur, auk þriggja ræktunarhópa. Dómari var Veli-Pekka Kumpumäki frá Finnlandi og Dýrabær gaf verðlaun.

Þó dómarnir innan tegundarinnar hafi verið mismunandi, nokkuð margir Very good og fjórir Disqualified sem sjaldan er gripið til, þá batnaði dagurinn heldur betur þegar á leið! Við áttum fulltrúa í úrtaki og/eða toppsætum í öllum úrslitum dagsins en þau eru nánar útlistuð hér að neðan. Cavalier hundar hafa aldrei náð eins góðum heildarárangri í úrslitum áður, stórkostlegur endir á sýningaárinu fyrir tegundina okkar.

Besti hundur tegundar var NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23 RW-24 Bonitos Companeros Mr. Spock og besta tík ISJCh RW-23-24 ISJW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers, bæði fengu þau titilinn Ísland Winner (ISW-24) og Crufts Qualification. Mr. Spock rúllaði síðan upp keppni í tegundahópi 9 og ekki nóg með það heldur endaði hann sem fjórði besti hundur sýningar af rúmlega 1.000 hundum, stórglæsilegur árangur! Cavalier hefur ekki oft unnið grúppu 9 í gegnum tíðina og ennþá sjaldan náð sæti í keppni um besta hund sýningar, en það gerðist síðast í febrúar 2011 þegar C.I.B. ISCh Drauma Abraham varð annar besti hundur sýningar.

Íslensku og Norðurlandameistarastigin gengu niður til Cavalion Blues Brothers og Hafnarfjalls Selmu Karlottu sem urðu í 2. sæti í keppni um besta rakka og bestu tík tegundar. Cavalion Blues Brothers var að fá sitt þriðja íslenska stig og verður því íslenskur meistari.

Besti ungliði tegundar var Mjallar Garpur og besta ungliðatík Seljudals Ósk, bæði með íslenskt og Norðurlanda-ungliðameistarastig, einnig titilinn Ísland Junior Winner (ISJW-24). Mjallar Garpur varð síðan í 3. sæti í úrslitum ungliða í tegundahópi 9.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Esju Nætur Viktoría og besti rakki í sama aldursflokki Mjallar Gotti Cosmo. Viktoría gerði sér svo lítið fyrir og varð besti hvolpur dagsins af öllum tegundum. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Snjallar Tjaldur og landaði hann 4. sætinu í úrslitum allra tegunda. Heldur betur góð byrjun á sýningaferli þeirra. Besti öldungur tegundar var ISCh ISVetCh RW-17-21 Ljúflings Merlin Logi með Norðurlanda-öldungameistarstig og titilinn ISVW-24, hann náði svo í 7 hunda úrtak í úrslitum.

Besti ræktunarhópur tegundar kom frá Hafnarfjalls ræktun og enn og aftur gerði tegundin okkar það gott í úrslitum, besti ræktunarhópur dagsins af samtals 12 hópum. Þessi sýning mun seint gleymast og verður gaman að sjá hvað næsta sýningaár ber í skauti sér.

Ítarlegri úrslit að neðan:

Lesa áfram Winter Wonderland 24. nóvember 2024

Hvolpasýning 27. október 2024

BOB og BOS 3-6 mánaða
Mjallar Gyðja Mánadís og Mjallar Gotti Cosmo

Hundaræktarfélag Íslands hélt í hefðina og fór fram sérstök hvolpasýning með íslenskum dómurum og dómaranemum þann 27. október síðastliðinn. Sýningin var haldin í reiðhöll Fáks í Víðidal og voru rúmlega 150 hvolpar á aldrinum 3-9 mánaða skráðir. 

Anna Guðjónsdóttir dæmdi cavalier sem voru samtals 11. Besti hvolpur 3-6 mánaða var Mjallar Gyðja Mánadís og bestur af gagnstæðu kyni Mjallar Gotti Cosmo. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Snjallar Tjaldur. Dýrabær gaf verðlaunabikara og þátttökumedalíur.

Nánari úrslit urðu eftirfarandi:

Lesa áfram Hvolpasýning 27. október 2024

Alþjóðleg sýning 29. september 2024

BOB og BOS – ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá og
NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23 RW-24 Bonitos Companeros Mr. Spock

Alþjóðleg haustsýning HRFÍ var haldin í reiðhöll Spretts í Kópavogi helgina 28.-29. september. Cavalier var sýndur á sunnudeginum og dómari var Saija Juutilainen frá Finnlandi. Samtals voru 8 hvolpar, 16 rakkar og 17 tíkur. Dýrabær gaf bikara og þátttökumedalíur í hvolpaflokkum.

BOB var ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Þetta var hennar þriðja íslenska meistarastig og hún fær því titilinn íslenskur meistari. BOS var NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23 RW-24 Bonitos Companeros Mr. Spock með alþjóðlegt meistarastig sem var jafnframt hans fjórða og hann verður því alþjóðlegur meistari eftir staðfestingu frá FCI. Íslenska meistarstigið gekk niður til Eldlukku Káta Seifs sem varð annar besti rakki.

Besti ungliði tegundar var Mjallar Gná og besti ungliðarakki Hafnarfjalls Birtu Mói, bæði með íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig. 

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Esju Nætur Viktoría og besti hvolpur 6-9 mánaða Hafnarfjalls Karlottu Ísabella. Besti öldungur var ISCh RW-17-21 Ljúflings Merlin Logi með alþjóðlegt öldungameistarastig og sitt þriðja íslenska öldungastig, titillinn íslenskur öldungameistari er þar með í höfn.

Besti ræktunarhópur var frá Hafnarfjalls ræktun.

Nánari úrslit:

Lesa áfram Alþjóðleg sýning 29. september 2024