
Laugardaginn 21. júní fór fram Reykjavík Winner Norðurlandasýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Samtals mættu 49 cavalier hundar til leiks; 9 hvolpar, 16 rakkar og 24 tíkur, auk þriggja ræktunarhópa. Dómari var Jan Törnblom frá Svíþjóð sem hefur sjálfur ræktað cavalier undir ræktunarnafninu Hackensack. Dýrabær gaf verðlaun og þátttökumedalíur hvolpa.
Besti hundur tegundar var C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock og besta tík NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers, þau fá titilinn RW-25. Meistarastigin gengu niður til Navenda’s Charm of Diamonds, sem var að fá sitt þriðja stig og verður því íslenskur meistari, og Totally True Love Femme Fatale. Þau fengu einnig Norðurlandameistarastig.
Besti ungliði tegundar var Hafnarfjalls Karlottu Ísabella með íslenskt og Norðurlanda-ungliðameistarastig, þetta var hennar annað íslenska stig og hún því nýr ungliðameistari. Hún fær auk þess titilinn RJW-25. Besti öldungur tegundar var ISJCh Eldlilju Kastani Coffee með íslenskt og Norðurlanda-öldungameistarastig. Hún fær titilinn RVW-25 og fékk einnig síðasta stigið upp í íslenskan öldungameistaratitil á þessari sýningu.
Besti hvolpur 4-6 mánaða var Hafnarfjalls Elsu Alex og besti hvolpur 6-9 mánaða Miðkots Tía. Besti ræktunarhópur tegundar kom frá Hafnarfjalls ræktun.
Úrslit í öllum flokkum má sjá hér að neðan:
Lesa áfram Reykjavík Winner Norðurlandasýning 21. júní 2025





