Ýmsir sjúkdómar

Hér á eftir er samantekt um flesta sjúkdóma og kvilla sem hafa verið staðfestir í cavalierhundum hér á landi.  Sumir eru arfgengir, aðrir meðfæddir og enn aðrir einfaldlega tilfallandi hjá hundum af þessari tegund, rétt eins og hjá hundum af öðrum tegundum.  

Hjarta

Míturmurr (Cronic Mitral Valve Disease)

er arfgengur sjúkdómur í míturlokum hjartans og getur, andstætt hjá öðrum hundategundum, komið í ljós hjá ungum einstaklingum. Hjartað er heilbrigt við fæðingu, þ.e.a.s. sjúkdómurinn er ekki meðfæddur.

Með árunum kemur fram bilun í hjartaloku, míturlokunni, sem er lokan á milli vinstri gáttar og slegils.

Sem betur fer greinist sjúkdómurinn oftast ekki fyrr en hundurinn hefur náð miðjum aldri (> 5 ára) og þá eru líka allar líkur á að hann geti lifað ágætu lífi fram á gamals aldur.

Míturmurrið er misalvarlegt og er greint í 6 stig þar sem 5. og 6. stig eru lokastig sjúkdómsins. Sjúkdómurinn er alvarlegri því yngri sem hundurinn er þegar lokurnar bila sem getur því miður takmarkað lífslíkur hans.

1 stig – barely audible

2 stig – Can consistenly be heard with a stethoscope

3 stig – Can be heard as soon as the stethoscope is applied

Stig 4 – Very audible barely touching chest (can be felt with hand)

Stig 5 – Very loud, audible without stethoscope

Stig 6 – So loud it can be heard without a stethoscope

Augu

Lípíð í glæru (Corneal Dystrofi)

Hvíti bletturinn er mjög greinilegur á glærunni

er algengur fundur við augnskoðun. Þá sjást misstórir, kringlóttir hvítir flekkir á glærunni, oftast á báðum augum.

Um er að ræða útfellingu krystalla (kolesterols) oftast af óþekktri ástæðu, þó undirliggjandi sjúkdómar, eins og vanstarfsemi skjaldkirtils, geti verið orsökin.

Engin þekkt lækning er til nema þá helzt að reyna að minnka fituinnihald fóðurs. Reynslan sýnir að í mörgum tilfellum hverfa blettirnir.

Starblinda  (Cataract)

Aðeins hafa tvö tilfelli starblindu verið staðfest og í öðru tilfellinu var starblindan meðfædd. Á síðasta ári greindist svo ung tík með starblindu sem hafði leitt til blindu. (grein frá Helgu Finnsdóttir, frá 2005)

Innhverfing augnloks (Entropion)

er óalgeng, en í einstaka  tilfellum má sjá lítinn hluta neðra augnloksins verpast smávægilega inn. Í augnskoðun finnast öðru hverju tvísett augnhár (Distchiasis) sem vaxa inn á við.

Stoðkerfi

Liðhlaup í hnéskel

Mjaðmalos: Hér sést greinilega að lærleggskúlan fellur ekki vel í augnkarlinn.

var þekkt vandamál í stofninum áður fyrr og áður en cavalierhundar bárust hingað til lands. Með markvissu ræktunarátaki tókst að losna við það, þó enn greinist einstaka hundur með lausar hnéskeljar.

Stjórn cavalierdeildarinnar ákvað þó að kanna tíðni á liðhlaupi í hnéskeljum í stofninum hér á landi svo nú eru hnéskeljarnar skoðaðar um leið og hjartaskoðun fer fram.

Mjaðmalos

Mjaðmalos er mjög sjaldgæft í cavalierhundum þó það finnist hjá  einstaka hundi í undartekningartilfellum.

Ónæmiskerfi

Holdgunarhnúðar í munnholi

eða með öðru orði „oralt eosinofilt granulom“ eru breytingar á slímhúð í koki beggja megin við tungurótina og myndast þá upphleypt afmörkuð sár.

Þetta er nokkuð algengur kvilli sem getur valdið hundinum verulegum óþægindum. Ástæðan er sennilega einhvers konar ofnæmi eða óþol.

Húð

Eyrnabólga

er nokkuð algengur kvilli og geta ástæður hennar verið margvíslegar. Stundum er ástæðan kuldi, vatn eða ryk og stundum getur orsökin undirliggjandi sjúkdómur tengdur ónæmiskerfi eða hormónatruflunum.

Slæm eyrnabólga getur verið afar sársaukafull.

Naflaslit

er ekki óalgengt en er yfirleitt alveg vandræðalaus kvilli. Þegar hundurinn stækkar og feldurinn eykst ber minna á því. Naflakviðslit er venjulegast alveg vandræðalaus kvilli.

Endaþarmssekkir

Bólga og sýking í endaþarmssekkjum getur verið til hinna mestu vandræða og eru ekki óalgengir kvillar í cavalierhundum. Oftast er um að ræða stíflaðan endaþarmssekk sem getur valdið óþægindum og það stundum verulegum, en hlaupi sýking í bólginn endaþarmssekk er það afar sársaukafullt.

Endaþarmssekkirnir eru tveir litlir kirtlar á stærð við stóra baun 4 og 8 sé miðað við úr skífu. Innihald þeirra eru seigfljótandi og brúnleitir vakar (secret) sem seytast frá fitukirtlum og svitakirtlum í sekkjunum. Þegar hundurinn hefur hægðir þrýstist innihald sekkjanna, sem er ótrúlega illa lyktandi, út um stutt og þröng göng upp á yfirborðið nálægt endaþarmsopinu.

Höfundur: Helga Finnsdóttir  / 9. september 2005 

Hér má finna ýtarlegri grein eftir Helgu Finnsdóttur dýralækni á endaþarmssekkjum.

Episodic falling í cavalierum


Árið 2006 greindust tveir cavalierar með það sem kallast „episodic falling“. Einkenni koma oftast í ljós um 5 mánaða aldur og geta verið misalvarleg. Í mjög vægum tilfellum verða afturfætur stífir smástund en hundurinn verður síðan eðlilegur. Í verri tilfellum fær hann krampa aðallega í afturfætur og getur jafnvel dottið um koll en stendur síðan upp eins og ekkert hafi í skorist.
Í verstu tilfellum fær hann krampa mörgum sinnum á dag og oft er það einhvers konar æsingur sem er undanfari krampanna. Hundurinn missir ekki meðvitund og að því leyti er þetta ólíkt flogaveiki.

Sjúkdómurinn erfist með víkjandi geni frá báðum foreldrum. Mikilvægt er að láta ræktanda og deildina vita ef grunur er um sjúkdóminn.

Allar upplýsingar um þennan sjúkdóm (á ensku), myndband o.fl. á www.episodicfalling.com

(Tekið saman 1. nóvember 2006 af Maríu Tómasdóttur.)

Hér má finna lauslega þýðingu Maríu Tómasdóttur úr enskri grein frá árinu 2006.

Curly coat syndrome/terrier feldur

Ichthyosis Keratoconjunctivitis Sicca

Dry eye/curly coat (þurr augu og grófur feldur)

Nokkrir cavalierhvolpar fæddust hér á landi árið 2002 með einkennilega stríðan og grófan feld. Þeir sem lifðu þrifust ekki eins vel og hvolpar almennt og þegar augun höfðu opnast kom í ljós að þeir fengu stöðugar sýkingar í augun og jafnvel sár, sem greru illa. Einnig kubbuðust klær í sundur og sár mynduðust á þófum.  Þetta reyndist vera galli í ónæmiskerfinu (auto immune disease) sem engin lækning er til við. Stöðug vandamál og vanlíðan hjá þeim hundum sem lifðu, orsökuðu að þeim var lógað við 1 til 3ja ára aldur.  Ein tík var þó með heilbrigð augu og lifir því enn. Sjúkdómurinn er þekktur í öðrum tegundum en cavalierinn virðist vera eina tegundin þar sem þurr augu eru samfara þessum grófa feldi þ.e. “dry eye and curly coat syndrome”.

2003 fæddust fleiri svona hvolpar og í einu goti voru allir hvolparnir sýktir. Þeim var öllum lógað fljótlega eftir fæðingu.

2004 – 2006 fæddust engir “curly coat” hvolpar en sumarið 2007 voru 2 sýktir hvolpar í 6 hvolpa goti á Akureyri.  Þekktir berar eru á bak við báða foreldrana sem hafa verið teknir úr ræktun.

Sjúkdómurinn er talinn erfast víkjandi og þurfa báðir foreldrar að vera berar til að hann komi í ljós.  Þekktir berar eiga ekki að notast í ræktun og gæta þarf þess að mögulegir berar séu ekki paraðir saman. Ræktendur ættu því að kynna sér vel hvort um slíkt geti verið að ræða áður en þeir ákveða hvaða hundar eru paraðir saman.

Þar sem hægt er að greina sjúkdóminn strax við fæðingu (feldur er aðeins liðaður og grófur og andlitshúð mjög þurr) og engin lækning eða meðferð til staðar er mannúðlegast að lóga hvolpunum strax til að koma í veg fyrir óþarfa þjáningu.

Hafin er rannsókn og leit á geni/genum sem gætu orsakað sjúkdóminn (Dr.Kathryn Mellersh) (AGM 2006)

Results: Animal Genetics offers DNA testing for Curly Coat Dry Eye Syndrome (CCDE) in King Charles Spaniels. The genetic test verifies the presence of the recessive mutation and presents results as one of the following:

CCDE/CCDEAffectedThe dog carries two copies of the mutant gene and is homozygous for the FAM83H gene mutation associated with Curly Coat Dry Eye Syndrome. The dog will always pass a copy of the mutation to its offspring.
N/CCDECarrierOne copy of the FAM83H gene mutation associated with Curly Coat Dry Eye Syndrome. Dog is a carrier and can pass on a copy of the defective gene to its offspring 50% 0f the time.
N/NClearSample tested negative for the FAM83H mutation associated with Curly Coat Dry Eye Syndrome, and will not pass on the defective gene to its offspring.
Syringomyelia – Holmæna

Mjög góð grein um þennan sjúkdóm eftir Helgu Finnsdóttur, dýralækni er að finna á heimasíðu hennar www.dyralaeknir.com