Vorsýning 5. – 6. mars 2005

Úrslit á vorsýningu HRFÍ 5. – 6. mars 2005

Dómarar: Trudy Walsh, Diane Anderson og Moa Person.   

Skráðir til keppni voru 65 hundar, þar af 11 ungviði og 6 hvolpar 6 – 9 mánaða og er þetta mesta þátttaka tegundarinnar til þessa, fyrir utan deildarsýningar.

Ungviði 4 – 6 mánaða, dómari Diane Anderson frá  Bandaríkjunum.

Besta ungv.1 hv. Kjarna Sylvia Shy, eig. og rækt. Anna Karen Kristjánsdóttir.

Besta ungv.2 hv. Askur, rækt. Charlotta Ingadóttir, eig. Björg Stefánsdóttir.   

Hvolpar 6 – 9 mánaða, dómari Trudy Walsh frá Írlandi.  

Bhv1 hv. Óseyrar Amor, rækt. Hugborg Sigurðardóttir, eig. Ragnheiður Ása Ingiþórsdóttir.

Bhv2 hv. Óseyrar Anja, rækt. Hugborg Sigurðardóttir, eig. Eiríka Ásgrímsdóttir.

48 cavalierar mættu til leiks eldsnemma á laugardagsmorgni og mættu dómara sínum  Mou Person.  Moa er góður en mjög strangur og nákvæmur dómari, sem þuldi samviskusamlega upp alla kosti og galla hvers hunds svo hratt að ritari hafði varla við að skrifa, enda dæmdi hún alla hundana á tveimur tímum í stað þeirra rúmlega þriggja tíma sem henni voru ætlaðir. Meirihlutinn fékk þó fyrstu einkunn, en 6 rakkar fengu 2. einkunn og 1 þriðju og 12 tíkur fengu aðra einkunn.   

Rakkar

BH1 m.stig  og cacib Tibama´s Capteins Pride, eig. Bjarney Sigurðardóttir, rækt. Aud og Oystein Holtskog.  

BH2 m.efni og v-cacib Skutuls Marel, eig. Kristjana Daníelsdóttir, rækt. Bjarney Sigurðardóttir..

BH3 m.efni Fuzzyheimen´s Norwegian Sky Trooper, eig. Halldóra Friðriksdóttir, rækt. Rose Lill Jonassen.

Besti öldungur

BÖT Gæða Jörfi, eig. Helga Dögg Snorradóttir, rækt. Ásdís Gissuradóttir.  Jörfi tók þátt í úrslitum ásamt fjölda glæsilegra öldunga af öllum tegundum. Hann stóð sig frábærlega og varð annar besti öldungur sýningar.

Tíkur

BT1 m.efni og cacib  Hnoðra Tekla, eig. og ræktandi Þórdís Gunnarsdóttir.

BT2 m.efni  og v-cacib Drauma Vera, eig. og ræktandi Ingibjörg Halldórsdóttir.   

Besti hundur tegundar var Tibama´s Capteins Pride og varð hann í öðru sæti í tegundahópi 9 en það gerði hann líka á síðustu sýningu, svo hann fer líklega að eigna sér þetta sæti.