Alþjóðleg sýning sept. 2013

Úrslit af alþjóðlegri sýningu HRFÍ 7. – 8. september 2013

28 cavalierar voru skráðir á septembersýningu HRFÍ, þar af 4 hvolpar, en alls voru skráðir til þátttöku 720 hundar af 86 hundategundum. Þetta eru töluvert færri cavalierar en undanfarin ár á sama tíma. Vonandi verður betri skráning á nóvembersýninguna.  Sex dómarar frá jafnmörgum löndum dæmdu en okkar dómari kom frá Noregi, Svein Helgesen. Grúppu 9 dæmdi Hans Van den Berg frá Hollandi

Úrslit voru þannig:

Hvolpar  4 – 6 mánaða (1)

Tíkur (1)

1 hv Drauma Embla, eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir. Drauma Embla varð besti hvolpur tegundar en komst ekki í úrslit dagsins í þessum flokki.

Hvolpar 6 – 9 mánaða (3)

Tíkur (3)

1 hv. Yndisauka Heimasæta, eig. og rækt. Berglind Ásta Jónsdóttir.

2 Klettalilju Perla Dís, eig. Þórunn A. Pétursdóttir, rækt. Helga María Stefánsdóttir

3 Klettalilju Ísabella Dimmalimm, eig. Kristín Bjarnadóttir/Berglind Helgadóttir, rækt. Helga María Stefánsdóttir

Yndisauka Heimasæta varð besti hvolpur tegundar en komst ekki í úrslit um besta hvolp sýningar.   

Rakkar (11)

11 rakkar voru skráðir í þremur flokkum. 7 fengu excellent, 4 very good og 1 good.  Dómarinn gaf 6 rökkum meistaraefni.

Ungliðaflokkur (2)

1. sæti ex. meistaraefni Drauma Bassi, eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

2. sæti ex. Ljúflings Húni, eig. Ragnheiður Sigurðardóttir, rækt. María Tómasdóttir

Opinn flokkur (8)

1. sæti ex.meistaraefni Hrísnes Krummi Nói, eig. Guðbjörg Björnsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir

2. sæti ex.meistaraefni Bjargar Kaldi, eig. Guðrún B.Jörgensen, rækt. Ásta Björg Guðjónsdótir

3. sæti ex.meistaraefni Kolbeinsstaðar Svanur Svali, eig. Ragnheiður Sara Grímsdóttir, rækt. Harpa Barkar Barkardóttir

4. sæti ex.meistaraefni Hlínar Erró, eig. Bryndís Óskarsdóttir, rækt. Edda Hlín Hallsdóttir

Meistaraflokkur (1)

1. sæti ex. meistaraefni RW-13 ISCh Ljúflings Dýri, eig. og rækt. María Tómasdóttir

Úrslit – bestu rakkar tegundar

  1. RW-13 ISCh Ljúflings Dýri, – Cacib
  2. Hrísnes Krummi Nói – meistarastig, v-Cacib
  3. Drauma Bassi
  4. Bjargar Kaldi

Þetta var fjórða Cacib stig Ljúflings Dýra og verður hann því alþjóðlegur meistari C.I.B. eftir staðfestingu FCI. Hrísnes Krummi Nói fékk 3. meistarastigið og er því orðinn íslenskur meistari.

TÍKUR (13-1)

13 tíkur voru skráðar í 4 flokkum, 10 fengu excellent, 2 very good en ein mætti ekki. 5 fengu meistaraefni.

Ungliðaflokkur (5- 1)

1. sæti ex. meistaraefni Ljúflings Hetja, eig. og rækt. María Tómasdóttir

2. sæti ex. meistaraefni Mjallar Von, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested

3. sæti ex. Eldlilju Melkorka, eig. og rækt. Þórunn A. Pétursdóttir

3. sæti vg. Brellu Dimma, eig. og rækt. Valka Jónsdóttir

Unghundaflokkur (2)

1.sæti ex. meistaraefni Drauma Twiggy, eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

2.sæti ex. meistaraefni Sandasels París, eig.Halldóra Konráðsdóttir, rækt. Kolbrún Þórlindsdóttir

Opinn flokkur (5)

1.sæti ex. meistaraefni Eldlilju Ugla, eig. og rækt. Þórunn A.Pétursdóttir

2.sæti ex. Ljúflings Czabrina, eig. og rækt. María Tómasdóttir

3.sæti ex. Grettlu Tinu Salka, eig. Elín Sigurgeirsdóttir, rækt. Elísabet Grettisdóttir

4.sæti ex. Drauma Þoka, eig. Þórdís Gunnarsdóttir, rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

Meistaraflokkur (1)

1. sæti ex. meistaraefni ISCh Sandasels Kvika, eig. og rækt. Kolbrún Þórlindsdóttir

Úrslit – bestu tíkur tegundar

  1. Ljúflings Hetja, meistarastig
  2. ISCh Sandasels Kvika – Cacib
  3. Mjallar Von
  4. Drauma Twiggy – v-Cacib 

Þar sem ekki er hægt að vinna Cacib stig á hunda sem sýndir eru í ungliðaflokki, kom Cacib stigið í hlut Sandasels Kviku og er það fjórða stigið hennar, þannig að hún fær titilinn alþjóðlegur meistari C.I.B. eftir staðfestingu FCI. Þetta var fyrsta meistarastig Ljúflings Hetju.

Besti hundur tegundar (BOB) var RW-13 ISCh Ljúflings Dýri og best af gagnstæðu kyni (BOS) Ljúflings HetjaLjúflings Dýri keppti síðan í grúppu 9 og náði þar 4. sætinu.  

Ekki hægt að segja annað en deildin hafi uppskorið vel á þessari sýningu, eignaðist tvo alþjóðlega meistara og einn íslenskan sýningarmeistara.

Cavalierdeildin gaf eignarbikarana en farandbikarar eru frá Ljúflings – og Mjallar ræktun.

Deildin óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn. Birt með fyrirvara um mögulegar villur, vinsamlega tilkynnið ef einhverjar eru!