2. Stjórnarfundur 2013

Mættar: María, Ingibjörg, Guðríður, Edda Hlín og Elísabet

1.  Sýningardómar á maísýningu HRFÍ

Mjög fáir cavalierar voru skráðir á vorsýningu HRFÍ 25. maí eða aðeins 18. Á þessari sýningu var hægt að vinna nýjan titil þ.e. RWK-WINNER.  Farið var yfir dómana og virtist dómarinn Lena Stalhandske vera vel að sér um tegundina  og voru dómarnir í samræmi við það. BOB var Ljúflings Dýri og BOS Mjallar Björt sem nú skarta bæði þessum nýja titli. Ljúflings Dýri komst í 7 hunda úrslit í grúppu 9 og Yndisauka Heimasæta, sem var besti hvolpur 4 – 6 mánaða, varð annar besti hvolpur sýningar.

2. Uppgjör og kostnaður vegna cavaliersýningarinnar

Lokauppgjör fyrir cavaliersýninguna hefur farið fram og varð hagnaður tæpar 10 þúsund krónur og var stjórnin nokkuð sátt með það. Kostnaður til HRFÍ var rúmar 75 þúsund krónur, sem samanstendur af grunnkostnaði sem er kr. 21.000.- og síðan kr. 670.- pr. hund (kr. 54.270.-). Til að sýning standi undir sér þurfa því  u.þ.b.a.m.k. 75 – 80 hundar að taka þátt.  Deildin á 20 ára afmæli  2015 og því tilefni til afmælissýningar það ár, en nógur tími til að huga að því síðar.

3. Augnskoðun

Farið yfir niðurstöður síðustu augnskoðunar. 17 cavalierar mættu í skoðunina, 10 tíkur og 7 rakkar. Þrjár tíkur voru með cornea dystrophi og einn rakki. Fjórar tíkur voru með tvísett augnhár og ein með Kerat. SICCA – dry eye og þarf að koma aftur þar sem hún fékk ekki fullgilt vottorð. Einn rakki mætti í endurskoðun vegna cortical cataract og var það staðfest og verður hann ekki notaður í ræktun. Einn blenheim rakki bætist á rakkalistann eftir þessa skoðun.

4. Hjartareglan

Komið hefur í ljós að HRFÍ túlkar regluna um hjartaskoðun ekki eins og til var ætlast þegar hún var sett. Ákveðið var að breyta orðalaginu aðeins þannig að reglan yrði skýrari og þjónaði þar með tilgangi sínum. Ákveðið var að óska eftir staðfestingu HRFÍ á breytingunni. Nýja reglan mundi þá hljóða þannig: Vottorð undaneldishunda má ekki vera eldra en 6 mánaða við pörun og skulu þeir vera án murrs. Vottorð eftir að 5 ára aldri er náð gildir í eitt ár. Hunda, sem hafa hreint hjartavottorð tekið eftir 6 ára aldur,  má nota áfram þó þeir greinist með murr síðar. Vottorð eftir 7 ara aldur undaneldishunda gildir ævilangt.

5. Rakkalisti

Mjög lítil hreyfing er á hundum á rakkalistanum þessa mánuðina, aðeins einn hundur bæst við síðan í siðustu augnskoðun en nokkrir ungir hundar koma vonandi inn á listann á næsta ári, þegar þeir hafa aldur til og hafa skilað inn heilsufarsvottorðum.

6. Got og væntanleg got

Í janúar til og með maí hafa 27 cavalierhvolpar komið í heiminn í 8 gotum og von á þremur gotum á næstu vikum.  Dregið hefur úr ræktun í samræmi við minnkandi eftirspurn sem er af hinu góða.

7. Bikarar fyrir ágústsýninguna.

Deildin mun gefa bikara á sumarsýninguna.

Næsti stjórnarfundur ákveðinn eftir sumarfrí og ágústsýninguna.

Fleira ekki tekið fyrir og fundið slitið

f.h.stjórnar

María Tómasdóttir