Norðurljósasýning 2017

Sýningarúrslit Norðurljósasýning HRFÍ mars 2017

Norðurljósasýning HRFÍ fór fram 4. – 5. mars og var þetta fyrsta sýning ársins. Helgin hófst með hvolpasýningu á föstudagskvöldinu en alþjóðleg sýning fór fram á laugardag og sunnudag.  215 hvolpar voru sýndir og 660 hundar á alþjóðlegu sýningunni, eða alls 875 hundar.

Þetta mun vera stærsta sýning í sögu félagsins. Kitty Sjong frá Danmörku dæmdi cavalierana, bæði hvolpa, sem voru tveir í flokknum 3 – 6 mánaða, og fullorðna sem voru 20 og einnig tegundahóp 9.

BOB var Hrísnes Max sem fékk sitt þriðja meistarastig og annað Cacib stig og því íslenskur meistaratitill í höfn. BOS var Drauma Glódís sem einnig fékk þriðja meistarastigið og annað Cacib stigið og er því íslenskur meistari, auk þess sem bæði fá stig til  Norðurljósa-meistara, en hundur þarf að fá tvö stig með árs millibili til að hljóta titilinn. Þórshamrar Minný fékk fyrra stigið til ungliðameistara.

Úrslit voru eftirfarandi:

Hvolpar  3 – 6 mánaða (2)

Rakkar (2)

1. hv Hrísnes Tinni II, eig. Jóhanna Helga Viðarsdóttir og rækt. Þuríður Hilmarsdóttir

2. hv.Hrísnes Nói III eig. Ásta Leonards, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir

Besti hvolpur tegundar var Hrísnes Tinni II.

20 cavalierar voru skráðir sunnudaginn 5. mars,  6 rakkar og 14 tíkur, 17 fengu excellent og 3 very good.

Rakkar (6)

6 rakkar voru skráðir í tveimur flokkum. Dómarinn gaf tveimur meistaraefni.

Unghundaflokkur (1)

1. ex Eldlilju Tindur, eig. og rækt. Þórunn A.Pétursdóttir

Opinn flokkur (5 )

1. ex ck Hrísnes Max, eig. Laufey Guðjónsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir

2. ex ck.ISJCh RW-16Magic Charm´s Artic, eig. María Tómasdóttir, rækt. Unni Lima Olsen

3. ex  Demantslilju Prins, eig. og rækt. Þórunn A.Pétursdóttir

4. ex  Kvadriga´s Surprice, eig. Guðríður Vestars, rækt. Torill Undheim

Úrslit  bestu rakkar með meistaraefni

1. Hrísnes Max – meistarastig og Cacib

2. ISJCh RW-16 Magic Charm´s Artic – ck og vara-Cacib

Tíkur (14))

14 tíkur voru skráðar í fjórum flokkum. Dómarinn gaf 7 tíkum meistaraefni.

Ungliðaflokkur (1)

1. ex ck Junior cert Þórshamrar Minný, eig. og rækt. Fríða Björk Elíasdóttir Unghundaflokkur (4)

1. ex ck ISJCh Teresajo Sabrina Una, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Dominika Troscianko/Teresa Joanna Troscianko

2. ex ck Ljúflings Mona Lisa, eig. Hlíf Björnsdóttir, rækt. María Tómasdóttir

3. ex Kyza, eig. Elísabet Stefánsdóttir, rækt. Klara Björnsdóttir

4. ex Ljúflings Myrra, eig. Svanborg S.Magnúsdóttir, rækt. María Tómasdóttir

Opinn flokkur (8)

1. ex ck RW-16 Drauma Glódís, eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

2. ex ck Þórshamrar Natalia, eig. og rækt. Fríða Björk Elíasdóttir

3. ex ck Ljúflings Lay Low, eig. og rækt. María Tómasdóttir

4. ex  Bjargar Bríet Korka Sól, eig. Hildur Guðrún Gunnarsdóttir, rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir

Meistaraflokkur (1)

1. ex ck C.I.B.ISCh Ljúflings Hetja, eig. og rækt. María Tómasdóttir

Úrslit – bestu tíkur, með meistaraefni –

1. RW-16 Drauma Glódís – meistarastig og Cacib

2. ISJCh Teresajo Sabrina Una –ck og  v-Cacib

3. Þórshamrar Natalía – ck

4. C.I.B.ISCh Ljúflings Hetja – ck

Ljúflingsræktun sýndi ræktunarhóp sem fékk 1.sæti og heiðursverðlaun.

Hrísnes Max hafði ekki sagt sitt síðasta heldur gerði sér lítið fyrir og náði 3. sætinu í harðri samkeppni í tegundahópi 9, þar sem hundar af 21 tegund mættu til leiks.

Cavalierdeildin gaf eignarbikara.

Við óskum öllum eigendum til hamingju með árangurinn á sýningunni.

Birt með fyrirvara um mögulegar villur, vinsamlega tilkynnið ef einhverjar eru.

Stjórnin