Winter Wonderland 2017

Sýningarúrslit frá alþjóðlegri Winter Wonderland sýningu HRFÍ 25. – 26. nóvember 2017

670 hundar af 95 tegundum voru skráðir á alþjóðlega sýningu HRFÍ sem fór fram dagana 25. og 26. nóvember s.l. Sýningin var haldin í Víðidalnum og var dæmt í 5 dómhringjum. Við vorum svo heppin að fá einn virtasta dómara heims Mr. Frank Kane frá Englandi til að dæma cavalierana, en hann hefur dæmt þá út um allan heim og nú síðast á Crufts á þessu ári.  Mrs. Marie Thorpe frá Írlandi dæmi svo tegundahóp 9. Eins og undanfarið hefur skráning í okkar tegund verið frekar dræm og svo var einnig nú, en aðeins 21 cavalier var skráður. 

Besti hundur tegundar – BOB var ISCh ISJCh RW-16 Magic Charm´s Artic, eigandi María Tómasdóttir og ræktandi Unni Lima Olsen. BOS var ISCh RW-15 Hrísnes Sonja, eigandi og ræktandi Þuríður Hilmarsdóttir. Bæði fengu sitt þriðja Cacib – alþjóðlegt meistarstig,  ísl. meistarastigin komu í hlut Kvadriga´s Surprise og Ljúflings Lay Low.  Magic Charm´s Artic náði svo 4. sætinu í tegundahópi 9, en þar kepptu 25 gullfallegir fulltrúar sinna tegunda um vinningssætin.

Nánari úrslit voru þannig:

5 rakkar voru sýndir í 3 flokkum, ungliða- , opnum flokki og meistaraflokki. Allir fengu excellent og 3 fengu meistaraefni.
Rakkar (5 )

Ungliðaflokkur (1)
1 ex. Hrísnes Tinni II. Eig. Jóhanna H.Viðarsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir  

Opinn flokkur (1 )
1 ex.ck Kvadriga´s Surprise, eig. Guðríður Vesars, rækt. Torill Undheim

Meistaraflokkur (3)
1 ex.ck ISCh ISJCh RW-16 Magic Charm´s Artic, eig. María Tómasdóttir, rækt. Unni Lima Olsen
2 ex.ck ISCh RW-17 Ljúflings Merlin Logi, eig. Rúnar Már Sverrisson/Guðbjörg Björnsdóttir, rækt. María Tómasdóttir
3 ex.ck ISCh NLM Hrísnes Max, eig. Laufey Guðjónsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir

Úrslit  bestu rakkar tegundar –með ck = meistaraefni

  1. ISCh ISJCh RW-16 Magic Charm´s Artic – Cacib
  2. Kvadriga´s Surprise, cert og vara cacib
  3. ISCh RW-17 Ljúflings Merlin Logi
  4. ISCh NLM Hrísnes Max

Tíkur (16)
16 tíkur voru skráðar í fjórum flokkum, 11 fengu excellent og 5 very good, 3 tíkur fengu framhald og meistaraefni.

Ungliðaflokkur (3)
1 ex. Litlu Giljár Arabella, eig. og rækt. Gerður Steinarrsdóttir
2 ex. Ljóslilju Hekla, eig. Svava Ragnarsdóttir, rækt. Sigrún Fossberg
3 ex. Sjávarlilju Aría, eig. og rækt. Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Unghundaflokkur (1)
1 vg. Demantslilju Victoria, eig. Þórunn A.Pétursdóttir, rækt. Halla Björk Grímsdóttir

Opinn flokkur (11)
1 ex.ck Ljúflings Lay Low, eig. og rækt. María Tómasdóttir
2 ex.ck ISJCh RW-17 Tereasjo Sabrina Una, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Dominika Troscianko/Teresa J. Troscianko
3 ex. Drauma Gígja, eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir
4 ex. Drauma Evita eig. Þóra M.Sigurðardóttir, rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir 

Meistaraflokkur (1)  
1 ex.ck. ISCh RW-15 Hrísnes Sonja, eig. og rækt. Þuríður Hilmarsdóttir

Úrslit – bestu tíkur tegundar- með ck = meistaraefni

  1. ISCh RW-15 Hrísnes Sonja – Cacib
  2. Ljúflings Lay Low, cert og vara Cacib
  3. ISJCh RW-17 Tereasjo Sabrina Una

Ræktunarhópur frá Ljúflingsræktun fékk 1.sæti og heiðursverðlaun en mætti ekki í úrslit.

Magic Charm´s Artic sem var BOB náði svo þeim frábæra árangi að fá fjórða sætið í  tegundahópi 9, en cavalierinn hefur náð mjög góðum árangri á þessu ári og fjórir cavalierar hafa fengið vinningsæti í tegundahópnum, þar sem 20 – 25  hundategundir keppa.  Auk Artic´s fékk Hrísnes Max 3. sætið í mars, Tereasjo Sabrína Una 3. sætið í júní og Ljúflings Merlin Logi 2. sætið á septembersýningunni. 

Dýrabær gaf eignarbikara og færum við þeim bestu þakkir.

Deildin sá ásamt öðrum um uppsetningu, frágang og vinnu á sýningunni og sendir stjórnin öllum sem komu að því sínar innilegustu þakklætiskveðjur.

Deildin óskar öllum innilega til hamingju með árangurinn.

Birt  með fyrirvara um mögulegar villur, vinsamlega tilkynnið ef einhverjar eru.