Hvolpasýning 2017

Sýningarúrslit frá hvolpasýningu HRFÍ og Royal Canin 24/11/17

Föstudagskvöldið 24. nóvember fór fram hvolpasýning HRFÍ og Royal Canin í reiðhöllinni í Víðidal. Þar keppti 161 hvolpur af 44 tegundum um titilinn besti hvolpur sýningar í tveimur aldursflokkum, 3 – 6 mánaða og 6 – 9 mánaða. 2 cavalierhvolpar tóku þátt í sitt hvorum aldursflokknum og stóðu sig vel, fengu báðir framhald og heiðursverðlaun.  Mrs Marie Thorpe frá Írlandi dæmi cavalierana.

3 – 6 mánaða hvolpar

  1. sæti hv. Þórshamrar Salka, eig. og ræktandi Fríða Björk Elíasdóttir

6 – 9 mánaða hvolpar

  1. sæti hv. Eldlilju Kastani Coffee, eig. Steinunn Rán Helgadóttir, ræktandi Þórunn A.Pétursdóttir

Eldlilju Kastani Coffee stóð sig svo frábærlega í stóra hringnum og komst í 6 hvolpa úrslit.

Deildin óskar  þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Báðir hvolparnir fengu svo verðlaun frá Dýrabæ.