Hvolpasýning nóv. 2018

Sýningarfréttir frá hvolpasýningu HRFÍ og Royal Canin 23.11.18

Föstudagskvöldið 23. nóvember fór fram hvolpasýning HRFÍ og Royal Canin í reiðhöllinni í Víðidal. Keppt var í tveimur aldursflokkum 3 – 6 mánaða og 6 – 9 mánaða. 14 cavalierhvolpar voru skráðir í báðum aldursflokkunum, 5 í yngri flokknum og 9 í þeim eldri, en 3 hvolpar mættu ekki. Eva Nielsen frá Svíþjóð dæmdi cavalierana.

Breytingar hafa verið gerðar á sýningarreglum í hvolpaflokkunum, áður voru veitt heiðursverðlaun fyrir mjög lofandi hvolpa en því hefur nú verið breytt og voru hvolpunum gefnar einkunnir.  Um þrjár einkunnir er að ræða. Sérlega lofandi (SL), lofandi (L) og minna lofandi (ML). Hvolpar í 1 sæti með einkunina sérlega lofandi (SL) keppa um besta hvolp tegundar.  (BIK = best i klassen).

BOB hvolpur 3 – 6 mánaða var Ljúflings Tekla og BOB hvolpur 6 – 9 mánaða var Eldlukku Frán Þulu Lukka. Þær kepptu um besta hvolp sýningar í sínum aldursflokkum en komust því miður ekki í úrslit.

Nánari úrslit:

3 – 6 mánaða hvolpar ( 5 skráðir – 2 mættu ekki)

Rakkar:

  1. sæti SL Eldlilju Vaskur, eig. og rækt. Þórunn A.Pétursdóttir
  2. sæti SL Eldlilju Grettir, eig. og rækt. Þórunn A. Pétursdóttir

Tíkur:

  1. sæti SL BIK Ljúflings Tekla, eig. Gerður Steinarrsdóttir, rækt. María Tómasdóttir

6 – 9 mánaða hvolpar (9 skráðir – 1 mætti ekki)

Rakkar:

  1. sæti SL Eldlilju Gismo, eig. Konráð Guðmundsson, rækt. Þórunn A.Pétursdóttir

Tíkur:

  1. sæti SL BIK Eldlukku Frán Þulu Lukka, eig. Steinunn Rán Helgadóttir, rækt. Svanborg S.Magnúsdóttir
  2. sæti SL Brellu Afríku Kvika, eig. og rækt. Valka Jónsdóttir
  3. sæti SL Eldlukku Flóra Þulu Aría, eig. Guðrún M.Þorgeirsdóttir, rækt. Svanborg Magnúsdóttir
  4. sæti SL Þórshamrar Madonna, eig. Sigurður J.Sigurðsson, rækt. Fríða Björk Elíasdóttir

Deildin óskar  þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Allir hvolparnir fengu verðlaunapeninga og BOB hvolparnir bikara, gefandi var Litlu-Giljár ræktun , Gerður Steinarrsdóttir og færir deildin henni bestu þakkir.