Öldungar

Í byrjun árs 2020 voru skráðir öldungar inn á cavalier.is 115 en við árslok voru þeir orðnir 148 talsins sem er frábær lyftistöng fyrir okkar ástkæru tegund.

Óseyrar Andrea sem heiðruð var á síðasta ársfundi lést nú í desember 16 ára og 4 mánaða og sendum við fjölskyldunni samúðarkveðjur. Hlínar Beatrix náði 16 árum og 9 mánuðum og er það hæsti aldur sem cavalier hefur náð á Íslandi svo vitað sé.

Ef þú/þið eigið cavalier sem er 11 ára gamall eða meira eða hefur farið yfir í sumarlandið, þá þætti okkur vænt um að þið senduð okkur línu á cavalierdeildinhrfi@gmail.com með eftirfarandi upplýsingum;

Ættbókarnafn, foreldrar, litur, kyn, fæðingardagur, dánardagur, eigandi, ræktandi.

Cavalierdeildin er auk þess að safna myndum af virðulegum öldungum, sjá nánar hér. Ef þið eigið mynd sem þið viljið deila með okkur endilega hafið hana með í póstinum til okkar.

Kær kveðja,

Stjórnin