Myndir úr febrúargöngu

Cavalierdeild tók rýmri sóttvarnarreglum fagnandi og nú verður gönguplanið okkar endurvakið. Fyrsta ganga eftir langa pásu var farin 20. febrúar síðastliðinn, þar voru mættir 6 hressir og kátir hundar ásamt eigendum sínum og skemmtu sér allir konunglega þrátt fyrir rigningu. Gengið var fyrir ofan Rauðavatn, upp á heiðina og komið við í Paradísardal á bakaleiðinni. Þegar smellt er á meðfylgjandi mynd er hægt að skoða fleiri.