Flokkaskipt greinasafn: Myndir

Ganga um Reynisvatn, Grafarholti

Laugardag 12. febrúar kl. 12:00 verður fyrsta cavalier ganga ársins.

Við hittumst við Húsasmiðjuna í Grafarholti og ökum í samfloti að Reynisvatni.  Göngum í kringum vatnið og komum við í skemmtilegum lundum. Gengið verður síðan upp á heiðina fyrir ofan vatnið þar sem hægt er að hleypa hundunum lausum.  Munið eftir skítapokum.

Göngunefnd Cavalierdeildarinnar 2021-2022

Hópmynd úr göngu Cavalierdeildarinnar

Þrjár vaskar konur hafa boðið sig fram í göngunefnd Cavalierdeildarinnar og þökkum við þeim kærlega fyrir. Þær hafa þegar hafist handa við að skipuleggja göngur.

Þær hafa óskað eftir fleiri sjálfboðaliðum í þessa nefnd til að þetta verði bæði létt og skemmtilegt fyrir alla.

Hvetjum við áhugasama um að hafa samband t.d. með tölvupósti á cavalierdeildinhrfi@gmail.com eða hringja í Völku Jónsdóttur 616-1020.


Þær sem hafa boðið sig fram eru:

  • Íris Björg Hilmarsdóttir
  • Eyrún Guðnadóttir
  • Gunnhildur Björgvinsdóttir

Íris Björg Hilmarsdóttir

Eyrún Guðnadóttir

Gunnhildur Björgvinsdóttir

Myndir úr febrúargöngu

Cavalierdeild tók rýmri sóttvarnarreglum fagnandi og nú verður gönguplanið okkar endurvakið. Fyrsta ganga eftir langa pásu var farin 20. febrúar síðastliðinn, þar voru mættir 6 hressir og kátir hundar ásamt eigendum sínum og skemmtu sér allir konunglega þrátt fyrir rigningu. Gengið var fyrir ofan Rauðavatn, upp á heiðina og komið við í Paradísardal á bakaleiðinni. Þegar smellt er á meðfylgjandi mynd er hægt að skoða fleiri.