Reykjavíkur Winner og NKU Norðurlandasýning HRFÍ ágúst 2021

Reykjavíkur Winner og NKU Norðurlandasýning HRFÍ var haldin þann 21. ágúst 2021.  Alls voru 953 hundar skráðir.  Vegna sóttvarnar reglna var sýningunni sem upphaflega átti að fara fram á Víðistaðatúni í Hafnarfirði, skipt niður á milli Víðistaðatúns og Víðidals í Reykjavík

Cavalierinn var sýndur í Víðidalnum og voru 53 cavalierar skráðir það af 4 hvolpar.  Dómari var Sóley Halla Möller frá Íslandi.  

  • BOB og RW-21 var ISJCh RW-17 Teresajo Sabrína Una, eigandi Anna Þórðardóttir Bachmann og rækt. Dominika Troscianko / Teresa Joanna Troscianko.
  • BOS og RW-21 var ISCh RW-17 Ljúflings Merlin Logi, eigandi Rúnar Már Sverrisson og Guðbjörg Björnsdóttir og ræktandi María Tómasdóttir. 
Ljósmynd: Valka Jónsdóttir

Þau fengu bæði NKU stig og Teresajo Sabrína Una fékk sitt þriðja íslenska meistarastig og er því orðin íslenskur meistari. 

  • Rakkameistarastigið kom í hlut Eldlukku Mjölnis og er það hans annað stig.
  • Besti ungliði með ungliðameistarastig var Bonitos Companeros Mr. Spock. 
  • Besti hvolpur 4-6 mánaða var Hafnarfjalls Karlottu Moli Kári. 
  • Besti hvolpur 6-9 mánaða var Þórshamrar Sölku Pría Sól.  

Önnur úrslit fóru þannig:

Rakkar: (19)

19 rakkar voru skráðir í fimm flokkum, 8 fengu excellent og 10 very good og einn fékk good.  Fimm fengu ck. meistaraefni. 

Úrslit bestu rakkar

  1. sæti ISCH RW-17 Ljúflings Merlín Logi, RW-21, NCAC
  2. sæti Eldlukku Mjölnir, Cert, res. NCAC
  3. sæti Bonitos Companeros Mr. Spock, Jun.Cert
  4. sæti Mjallar Týr

Ungliðaflokkur (5)

  1. sæti ex.ck. Jun.cert Bonitos Companeros Mr. Spock, eig. Arna Sif Kærnested, Anna Þórðardóttir Bachmann, Markus Kirschbaum og rækt. Markus Kirschbaum
  2. sæti ex.ck. Mjallar Týr, eig. ekki opinbert, rækt. Arna Sif Kærnested
  3. sæti vg. Eldlukku Elvis Eldur, eig. og rækt. Svanborg Magnúsdóttir
  4. sæti vg. Brellu Afríku Tógó  eig. Jóhann Petersen og rækt. Valka Jónsdóttir

Unghundaflokkur (1)

Komst ekki í sæti

Opinn flokkur (2)

  1. sæti ex.ck Eldlukku Mjölnir, eig. Vilhjálmur Arnarsson og rækt. Svanborg Magnúsdóttir
  2. sæti ex.ck. Þórshamrar Þór, eig. Hilmar Þór Hilmarsson og rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
  3. sæti ex. Hafnarfjalls Unu Máni, eig. Björk Grétarsdóttir og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  4. .sæti ex. Eldlilju Vaskur, eig. og rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir

Meistaraflokkur (1)

  1. sæti ex.ck.  Ljúflings Merlin Logi, eig. Rúnar Már Sverrisson og Guðbjörg Björnsdóttir og rækt. María Tómasdóttir

Öldungaflokkur (1)

  1. sæti vg. Eldlukku Ögri, eig. og rækt. Svanborg Magnúsdóttir  

Tíkur: (26-1)

26 tíkur voru skráðar í 4 flokkum en 1 mætti ekki. 19 fengu excellent og 6 very good.  Alls fengu 8 tíkur meistaraefni.

Úrslit bestu tíkur

  1. sæti  ISJCh RW-17 Teresajo Sabrína Una, cert og NCAC, RW-21
  2. sæti ISJCH Ljúflings Tindra, res. NCAC
  3. sæti  Hafnarfjalls Unu Tinna
  4. sæti Hrísnes Lukka

Ungliðaflokkur (7)

  1. sæti ex.ck Jun.Cert Hafnarfjalls Unu Freyja, eig. Sigrún Bragadóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  2. sæti ex.ck Hafnarfjalls Unu Birta, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  3. sæti ex.ck Þórshamrar Sölku Sif, eig. Eyrún Unnur Guðmundsdóttir og rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
  4. sæti ex. Þórshamrar Sölku Dimmey, eig. Sigríður Rós Jónatansdóttir og rækt. Fríða Björk Elíasdóttir

Unghundaflokkur (3)

  1. sæti ex.ck. Hrísnes Lukka, eig. Íris Hilmarsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir
  2. sæti vg. Eldlukku Lukka, eig. og rækt. Svanborg Magnúsdóttir
  3. sæti vg. Eldlukku Tara, eig. og rækt. Svanborg Magnúsdóttir

Opinn flokkur (14-1)

  1. sæti ex.ck Teresajo Sabrína Una, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Dominika Troscianko / Teresa Joanna Troscianko
  2. sæti ex.ck Ljúflings Tindra, eig. og rækt. María Tómasdóttir
  3. sæti ex.ck Hafnarfjalls Unu Tinna, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  4. sæti ex.ck Brellu Afríku Sahara, eig. og  rækt. Valka Jónsdóttir

Öldungaflokkur (1) 

  1. sæti vg, Eldlukku Salka, eig. og  rækt. Svanborg Magnúsdóttir

Ræktunarhópar

Hafnarfjalls og Þórshamrar ræktun voru skráðar með ræktunarhópa en aðeins Hafnarfjallsræktun sýndi ræktunarhóp, sem fékk 1. sæti og heiðursverðlaun.

Afkvæmahópur

Afkvæmahópur Teresajo Sabrinu Unu, frá Hafnarfjalls ræktun og Afkvæmahópur Þórshamrar Sölku voru skráðir en aðeins afkvæmahópur Teresajo Sabrinu Unu mætti og fékk heiðursverðlaun og 1. sæti í úrslitum dagsins.

Dýrabær gaf eignarbikara fyrir BOB og BOS og Esjuræktun gaf bikara og medalíur fyrir hvolpaflokkana..  Deildin þakkar þeim kærlega fyrir.

Deildin óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn. Birt með fyrirvara um mögulegar villur.  Vinsamlega látið vita ef þið sjáið villur.Hægt er að sjá myndir af sýningunum á facebook síðu deildarinnar
https://www.facebook.com/groups/234045040119363