Sumarskemmtun í Sólheimakoti – ganga og grill

Nú er komið að árlegum hittingi í Sólheimakoti.

Eins og hefð hefur verið þá hittumst í Sólheimakoti, göngum saman hring um svæðið við kotið og komum með eitthvað gott og létt á grillið. Spjöllum saman og leyfum okkar yndum að leika saman. Þetta er einstaklega góður viðburður til að kynnast öðrum í deildinni og umhverfisvenja og þjálfa hundana til að eiga í samskiptum við aðra sína líka. Því þarna mega þeir vera frjálsir og eiga óheft samskipti.

Á ætla má að viðburðurinn sé einn og hálfur til tveir tímar. Gott er að vera í góðum skóm og auðvitað koma með eitthvað á grillið . Deildin mun útvega drykkjarföng, gos og vatn (í dósum).

Munið eftir skítapokum.

Hér eru myndir frá hittingi á Sólheimakoti 2018 (úr myndasafni síðunnar).

Hægt er að finna margar skemmtilegar myndir frá Sólheimakoti

Covid19:
Við erum mest megnis úti og getum alveg virt 1m regluna. En hugið að grímunotkun og sprittnotkun og þarf hver og einn að meta stöðuna hjá sér og huga að sínum eigin persónulegu vörnum gegn smiti.

Einnig biðjum við fólk að koma með sín eigin áhöld þ.e. diska og hnífapör.

Göngunefndin