Fundargerð ársfundar 2022

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ Síðumúla 15. Reykjavík. 17.03.2022.

Dagskrá

Formaður setti fundinn kl 20.07

Kosning fundarstjóra og fundarritara.

 Formaður stakk uppá Guðbjörgu Guðmundsdóttur sem fundarstjóra og Steinunni Rán Helgadóttur sem ritara sem var samþykkt.

Guðbjörg staðfesti lögmæti fundarins og bauð formann velkominn til að flytja skýrslu stjórnar.

Skýrsla stjórnar 

Formaður Valka Jónsdóttir lagði fram og skýrði skýrslu stjórnar um starfsemi deildarinnar fyrir árið 2021 ásamt stöðu á fyrirhugaðri deildarsýningu 14 maí

Gjaldkeri lagði fram og skýrði reikninga deildarinnar

Gerður Steinarrsdóttir las yfir ársreikninga og voru þeir samþykktir. Steinunn Rán spurði úti greiðslu á áskrift af ræktunarkerfi og ástæðan fyrir því að það vantar er að greitt var fyrir 3 ára áskrift.

Niðurstöður málstofu og forgangsröðun verkefna 

Formaður fór yfir niðurstöðurnar og hvatti nýja stjórn til að fylgja niðurstöðum eftir.

Kynning á breytingum á kröfum um heilsufar ræktunardýra

Gerður Steinarrsdóttir fór yfir augnsjúkdóminn Retinal Dysplasia geographic/detachted eða Multifocal Retinal Dysplasia. Í sérkafla ræktunarreglna HRFI um tegundina gildir sú regla að allir hundar með RD fara í ræktunarbann. Leyfður hefur þó verið sá munur á hvort væri eitt brot í sjónunni(fokal) eða fleiri (Multi fokal) með yfirstriki á vottorði og leyfi fyrir pörun með fríum.  Eftir að augnvottorðin urðu rafræn er ekki lengur gerður munur á gráðunum og því reglan gerð strangari en þurfa þykir. Stjórn hefur sótt upplýsingar til nágrannalanda og þar þykir RD Multi og  fokal ekki vera það alvarleg afbrigði að það sé hluti af tilgreindum augnsjúkdómum sem valdi ræktunarbanni.

Tillaga stjórnar er að vægari afbrigðin “Multi og fokal” verði felld út úr sérkaflanum og þeir sem greinast verði ekki settir í bann heldur megi para með fríum. Áfram verði þó Retinal Dysplasia geographic/detachted inni enda alvarlegra afbrigði og var það samþykkt án athugasemda.

Kosning í stjórn 

Anna Þórðardóttir Bachmann gaf kost á sér og fundurinn skoraði á Sunnu Gautadóttur að gefa líka kost á sér í stjórn og þar sem engin mótframboð bárust voru þær sjálfkjörnar. 

Guðbjörg Guðmundsdóttir fundarstjóri færði fundarstjórn í hendur Völku formanns og yfirgaf fundinn.

Öldungur heiðraður

Óseyrar Bóas Castró 15,9 ára var heiðraður sem elsti lifandi cavalier á landinu núna og einn af þremur sem náð hafa þessum aldri áður, eigandi Guðrún Björnsdóttir tók á móti viðurkenningu og blómum.

Að loknu kaffihlé tók við heiðrun stigahæstu hunda og ársins 2021

3 stigahæsti hundur með 13 stig er ISJCh Bonitos Companeros Mr Spock eigendur Anna Þórðardóttir Bachmann, Arna Sif Kærnested og Markus Kirchbaum. 

2 stigahæsti hundur með 17 stig. NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Tereasjo Sabrina Una eigandi Anna Þórðardóttir Bachmann

1 stigahæsti hundur með 20 stig ISCh RW-17-21 Ljúflings Merlin Logi eigendur Rúnar Már Sverrisson og Guðbjörg Björnsdóttir

Stigahæsta ræktun ársins er Hafnarfjallsræktun með 17 stig ræktandi Anna Þórðardóttir Bachmann 

Val í göngunefnd

Hrönn Thorarensen gaf kost á sér í göngunefnd og var sjálfkjörin.

Önnur mál

Arna Sif Kærnested spurði um kostnað við deildarsýninguna og kom með hugmynd um hvort mætti ekki greiða fullt gjald fyrir þriðja hundinn sem dæmi um styrki frá félagsmönnum.  Í framhaldinu var umræða um styrki og styrkveitendur og kostnað við sýningahald.

Göngugarpur ársins er Konráð Guðmundsson, hann var fjarverandi en fær afhentan bikar.

Björk Grétarsdóttir hrósaði félögum fyrir hve andinn í deildinni væri góður.

Valka þakkaði að lokum öllum fyrir komuna og þátttökuna á fundinum.

Fundi slitið um kl 22.