Alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning 11. júní 2022

Helgina 11.-12. júní fór fram alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning HRFÍ á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Alls voru 1.230 hundar skráðir og er þetta þar með stærsta sýning í sögu félagsins. Cavalier var dæmdur á laugardeginum í sól og blíðu og 44 hundar voru skráðir; 18 rakkar (þar af 2 hvolpar) og 26 tíkur, en ein mætti ekki. Dómari var Michael Leonard frá Írlandi.

BOB og BOS – ISJCh Mjallar Týr og Hrísnes Lukka
Mynd: Steinunn Rán Helgadóttir

Besti hundur tegundar var ISJCh Mjallar Týr sem fékk íslenskt meistarastig, alþjóðlegt meistarastig og titilinn RW-22. Besti hundur af gagnstæðu kyni var Hrísnes Lukka sem fékk einnig íslenskt og alþjóðlegt stig auk titilsins RW-22. Þetta var hennar þriðja íslenska meistarastig og er hún þar með orðin íslenskur meistari.

Besti ungliði tegundar var Hafnarfjalls Karlottu Elsa sem hlaut sitt annað ungliðameistarastig og er því orðin ungliðameistari. Hún endaði svo í topp 8 af 48 ungliðum í úrslitum dagsins sem er aldeilis glæsilegur árangur. Besti ungliðarakki var Pecassa’s Hiclass Step Aside Please, einnig með ungliðameistarastig.

Besti hvolpur tegundar var Pecassa’s Dare To Go Crazy.

Á þessari sýningu eignuðumst við sem sé bæði nýjan ungliðameistara, Hafnarfjalls Karlottu Elsu, og nýjan íslenskan meistara, Hrísnes Lukku. Óskum eigendum og ræktendum innilega til hamingju.

Ræktunarhópur frá Hafnarfjalls ræktun (ræktandi Anna Þórðardóttir Bachmann) var einnig sýndur og fékk heiðursverðlaun, keppti því í úrslitum sýningar og náði þeim frábæra árangri að verða þar annar besti ræktunarhópur dagsins.

Önnur úrslit urðu eftirfarandi:

Hvolpaflokkur 6-9 mánaða

Rakkar (2)

  1. sæti SL Pecassa’s Dare To Go Crazy, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann og Svanhvít Sæmundsdóttir, rækt. Nina Ryland Kallekleiv
  2. sæti SL Eldlukku Ljúfi Bruno, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

Aðrir rakkar voru 16 í 4 flokkum þar sem 10 fengu Excellent og 6 Very Good.

Ungliðaflokkur (5)

  1. sæti ex.ck. jun.cert. Pecassa’s Hiclass Step Aside Please, eig. Svanhvít Sæmundsdóttir og Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Nina Ryland Kallekleiv
  2. sæti ex. Litlu Giljár Bono, eig. Hrönn Thorarensen, rækt. Gerður Steinarrsdóttir
  3. sæti vg. Esju Mikki, eig. og rækt. Svanhvít Sæmundsdóttir
  4. sæti vg. Miðkots Bragi, eig. Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, rækt. Sunna Gautadóttir

Unghundaflokkur (2)

  1. sæti ex.ck. ISJCh Mjallar Týr, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested
  2. sæti vg. Hafnarfjalls Unu Flóki, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann

Opinn flokkur (6)

  1. sæti ex.ck. Hafnarfjalls Unu Nói, eig. Hildur Brynja Andrésdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  2. sæti ex.ck. Hafnarfjalls Unu Máni, eig. Björk Grétarsdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  3. sæti ex. Hafnarfjalls Selmu Jökull, eig. Sæunn Elsa Sigurðardóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  4. sæti ex. ISJCh Þórshamrar Þór, eig. Hilmar Þór Hilmarsson, rækt. Fríða Björk Elíasdóttir

Meistaraflokkur (3)

  1. sæti ex.ck. ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock, eig. Arna Sif Kærnested, Anna Þórðardóttir Bachmann og Markus Kirschbaum, rækt. Markus Kirschbaum
  2. sæti ex.ck. ISCh Eldlukku Mjölnir, eig. Vilhjálmur Þór Arnarsson, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
  3. sæti ex.ck. ISCh RW-17-21 Ljúflings Merlin Logi, eig. Rúnar Már Sverrisson og Guðbjörg Björnsdóttir, rækt. María Tómasdóttir

Úrslit bestu rakkar

  1. ISJCh Mjallar Týr – Cert, CACIB, BOB, RW-22
  2. ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock – Vara CACIB
  3. Hafnarfjalls Unu Nói
  4. Pecassa’s Hiclass Step Aside Please

25 tíkur voru sýndar í 4 flokkum, 16 fengu Excellent, 8 Very Good og 1 Good.

Ungliðaflokkur (11-1)

  1. sæti ex.ck. jun.cert. Hafnarfjalls Karlottu Elsa, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  2. sæti ex.ck. Esju Nótt, eig. og rækt. Svanhvít Sæmundsdóttir
  3. sæti ex. Miðkots Embla, eig. og rækt. Sunna Gautadóttir
  4. sæti ex. Brellu Kviku Sprunga, eig. Śunna Gautadóttir, rækt. Valka Jónsdóttir

Unghundaflokkur (4)

  1. sæti ex.ck. Hafnarfjalls Unu Freyja, eig. Sigrún Bragadóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  2. sæti vg. Hafnarfjalls Unu Brák, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  3. sæti vg. Brellu Afríku Kaíró, eig. Belinda Chenery, rækt. Valka Jónsdóttir
  4. sæti vg. Hafnarfjalls Unu Birta, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann

Opinn flokkur (9)

  1. sæti ex.ck. Hrísnes Lukka, eig. Íris Björg Hilmarsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir
  2. sæti ex.ck. Eldlukku Frán Þulu Lukka, eig. Steinunn Rán Helgadóttir, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
  3. sæti ex. Hafnarfjalls Unu Tinna, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  4. sæti ex. Drauma Skutla, eig. Svanhvít Sæmundsdóttir, rækt. Ingibjörg Erna Halldórsdóttir

Meistaraflokkur (2)

  1. sæti ex.ck. NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Dominika Troscianko og Teresa Joanna Troscianko
  2. sæti ex.ck. ISCh ISJCh Ljúflings Tindra, eig. og rækt. María Tómasdóttir

Úrslit bestu tíkur

  1. Hrísnes Lukka – Cert, CACIB, BOS, RW-22
  2. NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una – Vara CACIB
  3. Eldlukku Frán Þulu Lukka
  4. Hafnarfjalls Karlottu Elsa

Deildin óskar öllum vinningshöfum og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn. Birt með fyrirvara um villur, vinsamlegast látið vita ef einhverjar finnast.