Deildarsýning 6. maí 2023

Laugardagurinn 6. maí 2023 markar tímamót í sögu HRFÍ, því þá var í fyrsta sinn haldin sýning í nýju húsnæði félagsins að Melabraut 17 í Hafnarfirði. Það var mikill heiður fyrir Cavalierdeild að fá að vera fyrsta deildin til þess að halda þar sýningu og dagurinn gekk vel í alla staði.

Mjög góð skráning var á sýninguna eða 18 hvolpar, 24 rakkar (1 mætti þó ekki) og 30 tíkur (4 mættu ekki). Auk þess voru sýndir 4 ræktunarhópar, 3 afkvæmahópar og 3 pör. Dómari var Joel Lantz frá Svíþjóð sem hefur ásamt eiginmanni sínum ræktað Cavalier undir ræktunarnafninu Cavanzas í 20 ár. 

Auður Sif Sigurgeirsdóttir var dómaranemi og dæmdi einnig keppni ungra sýnenda sem boðið var upp á í lok dags. Anja Björg Kristinsdóttir var ritari, Ágústa Pétursdóttir hringstjóri og Sigríður Margrét Jónsdóttir sinnti bæði hlutverki ritara og hringstjóra. Ljósmyndari sýningar var Ágúst Elí Ágústsson. Deildin þakkar þeim kærlega fyrir störf sín. Gaman er að segja frá því að eftir að ræktunardómum lauk þreytti Herdís Hallmarsdóttir dómarapróf í tegundinni, en hún var einmitt nemi á deildarsýningunni okkar í fyrra.

Gefnar voru rósettur fyrir verðlaunasæti, bikarar fyrir besta rakka, bestu tík, bestu hvolpa og bestu ungliða, einnig veglegir gjafapokar fyrir fjögur efstu sæti í hverjum flokki og unga sýnendur. Aðal styrktaraðili deildarinnar er Dýrabær og BH hönnun hafði yfirumsjón með öllum skreytingum.

Eros The Enchanting Dreamcatchers og Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers

Besti hundur tegundar og þar með besti hundur sýningar var Eros The Enchanting Dreamcatchers sem einnig var besti ungliði. Besti hundur af gagnstæðu kyni og jafnframt besta ungliðatík var gotsystir hans, Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers. Bæði fengu þau íslenskt meistarstig og ungliðastig. 

Besti hvolpur 3-6 mánaða var Eldeyjarlilju Jökla og besti öldungur með öldungameistarastig NORDICCh ISCh RW-19 Kvadriga’s Surprise. Besti öldungur af gagnstæðu kyni var NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una, einnig með öldungameistarastig. Besti ræktunarhópur var frá Hafnarfjalls ræktun, Hafnarfjalls Selmu Karlotta átti besta afkvæmahóp og Hafnarfjalls Unu Tinna og Hafnarfjalls Unu Flóki mynduðu besta parið.

Nánari úrslit urðu eftirfarandi:

Hvolpaflokkur 3-6 mánaða

Rakkar (6)

  1. sæti SL Eldlukku Vetrar Snjór, eig. Guðbjörg Björnsdóttir, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
  2. sæti SL Úlfarsár Lyon, eig. Runi Tindskard, rækt. Íris Björg Hilmarsdóttir
  3. sæti SL Eldeyjarlilju Orri Óstöðvandi, eig. og rækt. Jón Grímsson
  4. sæti SL Loki eig. Fríða Björk Elíasdóttir, rækt. Björg Ársælsdóttir

Tíkur (11)

  1. sæti SL Eldeyjarlilju Jökla, eig. Íris Dögg Gísladóttir, rækt. Jón Grímsson
  2. sæti SL Eldeyjarlilju Ísey, eig. og rækt. Jón Grímsson
  3. sæti SL Eldeyjarlilju Malin Lind, eig. og rækt. Jón Grímsson
  4. sæti SL Úlfarsár Sydney, eig. Eggert Einarsson, rækt. Íris Björg Hilmarsdóttir

Hvolpaflokkur 6-9 mánaða

Tíkur (1)

  L Snjallar Kastaní Yrsa, rækt. Steinunn Rán Helgadóttir

13 rakkar fengu Excellent og þar af 8 einnig meistaraefni, 6 fengu Very good og 4 Good.

Ungliðaflokkur (9)

  1. sæti ex.ck. jun.cert. Eros The Enchanting Dreamcatchers, eig. Guðríður Vestars, rækt. Giusy Pellegrini
  2. sæti ex.ck. Þórshamrar Freyju Jón Skuggi, eig. Berglind Norðfjörð Gísladóttir, rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
  3. sæti ex. Cavalion Blues Brothers, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann og Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir, rækt. Agnieszka Andrearczyk-Wozniakowska
  4. sæti ex. ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno, eig. Dace Liepina, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

Unghundaflokkur (2)

  1. sæti ex.ck. Litlu Giljár Bassi, rækt. Gerður Steinarrsdóttir
  2. sæti ex. Litlu Giljár Bono, rækt. Gerður Steinarrsdóttir

Opinn flokkur (10-1)

  1. sæti ex.ck. ISJCh RW-22 Mjallar Týr, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested
  2. sæti ex.ck. Navenda’s Charm of diamonds, eig. Guðríður Vestars, rækt. Helen Eikeland
  3. sæti ex.ck. Hafnarfjalls Unu Askur, eig. Addbjörg Erna Grímsdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  4. sæti ex. Hafnarfjalls Karlottu Tómas, eig. Berglind Guðmundsdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann

Meistaraflokkur (2)

  1. sæti ex.ck. ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock, eig. Arna Sif Kærnested og Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Markus Kirschbaum
  2. sæti ex. ISCh Eldlukku Mjölnir, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

Öldungaflokkur (1)

  1. sæti ex.ck. vet.cert. NORDICCh ISCh RW-19 Kvadriga’s Surprise, eig. Guðríður Vestars, rækt. Torill Undheim

Úrslit bestu rakkar

  1. Eros The Enchanting Dreamcatchers – CERT, Jun.CERT, BOB
  2. ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock
  3. ISJCh RW-22 Mjallar Týr
  4. Navenda’s Charm of diamonds

16 tíkur fengu Excellent og þar af 8 einnig meistaraefni, 9 fengu Very good og 1 Good.

Ungliðaflokkur (10-2)

  1. sæti ex.ck. jun.cert. Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Giusy Pellegrini
  2. sæti ex. Þórshamrar Mistery Mist, eig. og rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
  3. sæti ex. Hafnarfjalls Karlottu Embla, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  4. sæti ex. Miðkots Tindra, eig. og rækt. Sunna Gautadóttir

Unghundaflokkur (5)

  1. sæti ex.ck. Snjallar Silfraða Sylgja, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir
  2. sæti ex.ck. ISJCh ISJW-22 Litlu Giljár Blær, eig. og rækt. Gerður Steinarrsdóttir
  3. sæti ex. Eldlukku Ögra Mandla, eig. og rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
  4. sæti ex. Miðkots Embla, eig. og rækt. Sunna Gautadóttir

Opinn flokkur (13-2)

  1. sæti ex.ck. Þórshamrar Sölku Sjöfn, eig. Guðrún Björg Guðmundsdóttir, rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
  2. sæti ex.ck. Hafnarfjalls Unu Tinna, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  3. sæti ex.ck. Brellu Kviku Sprunga, eig. Sunna Gautadóttir, rækt. Valka Jónsdóttir
  4. sæti ex. Hafnarfjalls Unu Birta, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann

Meistaraflokkur (1)

  1. sæti ex.ck. ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka, eig. Steinunn Rán Helgadóttir, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

Öldungaflokkur (1)

  1. sæti ex.ck. vet.cert. NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Dominika Troscianko og Teresa Joanna Troscianko

Úrslit bestu tíkur

  1. Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers, CERT, JunCERT, BOS
  2. Þórshamrar Sölku Sjöfn
  3. ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka
  4. Hafnarfjalls Unu Tinna

Ræktunarhópar, allir með heiðursverðlaun:

  1. Hafnarfjalls ræktun – Anna Þórðardóttir Bachmann
  2. Litlu Giljár ræktun – Gerður Steinarrsdóttir
  3. Eldlukku ræktun – Svanborg S. Magnúsdóttir
  4. Þórshamrar ræktun – Fríða Björk Elíasdóttir

Afkvæmahópar, allir með heiðursverðlaun:

  1. Hafnarfjalls Selmu Karlotta, eig. Bergþóra Linda Húnadóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  2.  NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Dominika Troscianko og Teresa Joanna Troscianko
  3. Þórshamrar Salka, eig. og rækt. Fríða Björk Elíasdóttir

Besta parið

  1. Hafnarfjalls Unu Tinna og Hafnarfjalls Unu Flóki, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann

Ungir sýnendur 10-12 ára

  1. sæti Emily Björk Kristjánsdóttir
  2. sæti Ellen Katrín Kristinsdóttir
  3. sæti Aníta Hlín Kristinsdóttir
  4. sæti Jóhanna Alda Sigurjónsdóttir

Ungir sýnendur 13-17 ára

  1. sæti Margrét Anna Lapas
  2. sæti Eyrún Eva Guðjónsdóttir
  3. sæti Kristín Ragna Finnsdóttir

Deildin óskar öllum vinningshöfum og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn. Birt með fyrirvara um villur, vinsamlegast látið vita ef einhverjar finnast.