
Smellið hér til að sjá fleiri myndir
Cavalierdeild HRFÍ hélt hvolpahitting fyrir hvolpa að eins árs aldri þann 13. september sl. Hittingurinn var haldinn í húsnæði HRFÍ og mættu rúmlega 60 hvolpar með um 100 eigendum sínum. Deildin bauð upp á grillaðar pylsur og gaf Dýrabær öllum hvolpum sem komu gjöf.
Stjórn deildarinnar þakkar öllum sem kíktu við og við hlökkum til að sjá ykkur á næstu viðburðum.