Flokkaskipt greinasafn: Viðburðir

Ganga um Grafarvog 12. mars

Stefnt er á göngu um Grafarvog sunnudaginn 12. mars kl. 12.

Hittumst við Grafarvogskirkju og göngum saman hringinn í kringum Grafarvog, rétt rúmlega 4 km. Ef veður er gott er hægt að bæta við hring upp að Keldum og þá er hringurinn 5 km. Þetta er taumganga, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum.

Viðburðurinn á Facebook

Heiðrun aldursforseta

Aldursforseti deildarinnar er Ljúflings Þytur en hann er fæddur 29. september 2007. Hann varð því 15 ára og 3 mánaða um áramótin síðustu. Foreldrar hans eru þau Lanola Pearl Dancer, fæddur í Englandi en innfluttir frá Noregi og Jörsi´s Stuegris, innflutt frá Noregi. Eigandi hans er Sigríður G. Guðmundsdóttir og ræktandi hans er María Tómasdóttir. Þytur var heiðraður á ársfundinum og tóku eigendur hans við blómum og viðurkenningu.

Ljúflings Þytur ásamt fjölskyldu sinni, Önnu Þ. Bachmann formanni deildarinnar sem veitti viðurkenninguna og ræktandanum Maríu Tómasdóttur

Ganga um Seltjarnarnes

Sunnudaginn 12. febrúar hittist þessi fíni hópur við Gróttu Seltjarnarnesi. Gengið var meðfram ströndinni og kringum golfvöllinn. Fengum hressandi veður sem telst gott miðað við það sem hefur verið í boði undanfarna daga. Að vanda vöktu fallegu hundarnir okkar athygli vegfarenda. Þökkum kærlega fyrir góða göngu og hlökkum til að hitta ykkur í næstu göngu sem áætluð er þann 12. mars í Grafarvogi.

Ganga um Seltjarnarnes

Næsta ganga er áætluð sunnudaginn 12. febrúar kl. 12.

Hittumst við Gróttu og göngum meðfram ströndinni í átt að golfvellinum og göngum í kringum hann. Létt ganga á sléttlendi. Allir hundar í taumi, við viljum benda á að flexitaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum og lóðatíkur eru vinsamlegast beðnar um að halda sig heima.

Hér er viðburðurinn á Facebook