
Cavalierdeildin hélt sérsýningu laugardaginn 20. apríl, í húsnæði HRFÍ að Melabraut 17 í Hafnarfirði. Hámarks skráning náðist á sýninguna, samtals 80 hundar, en fjórir forfölluðust. Sýndir voru 17 hvolpar, 26 rakkar og 33 tíkur en auk þess voru þrír ræktunarhópar, tveir afkvæmahópar og þrjú pör.
Dómari var Judith Echazarra frá Spáni, ræktunarnafnið hennar er De Los Ursidos Kodiak. Sýningarstjóri var Ágústa Pétursdóttir og dæmdi hún einnig keppni ungra sýnenda í lok dags, hringstjóri var Sóley Halla Möller, ritari Sigríður Margrét Jónsdóttir og ljósmyndari Sæunn Ýr. Deildin færir þeim bestu þakkir fyrir.
Vinningshafar í hverjum flokki og öll fjögur sætin í keppni um bestu tík og besta rakka fengu rósettur, sérstakar rósettur voru einnig fyrir BOB og BOS. Bestu hvolpar, ungliðar, besti öldungur, besta tík og rakki fengu bikara, allir hvolpar fengu medalíur og fjögur efstu sætin í hverjum flokki fengu mjög veglega gjafapoka frá Dýrabæ. Ungir sýnendur fengu rósettur og gjafir frá Body Shop. BH hönnun hafði umsjón með skreytingum og Dýrabær var styrktaraðili. Ekki er mögulegt að halda svona veglega sýningu án þess að fá góðan styrk og þökkum við Dýrabæ kærlega fyrir samstarfið.
Besti hundur tegundar og þá einnig besti hundur sýningar var ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers. Best af gagnstæðu kyni og besti ungliði var Eldeyjarlilju Bonnie Tyler. Bæði fengu þau íslenskt meistarastig, Eldeyjarlilju Bonnie Tyler fékk auk þess ungliðameistarstig og fær titilinn ungliðameistari þar sem þetta var hennar annað stig.
Besti ungliðarakki með ungliðameistarastig var Eldlukku Vetrar Snjór og var hann einnig að fá sitt annað stig, við eignuðumst því tvo nýja ungliðameistara á þessari sýningu. Besti öldungur með öldungameistarastig var Ljúflings Myrra.
Besti hvolpur 3-6 mánaða var Hafnarfjalls Karlottu Rúrik og besta tík í sama aldursflokki Hafnarfjalls Karlottu Ísabella. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Suloisen Super Mario og best af gagnstæðu kyni Snjallar Hrafntinnu Viska.
Besti ræktunarhópur og besti afkvæmahópur var frá Eldlukku ræktun. Esju Dare To Dream James Bond og Esju Nótt urðu besta parið.
Úrslit í öllum flokkum má sjá hér að neðan:
Hvolpaflokkur 3-6 mánaða
Rakkar (6-2)
- sæti SL Hafnarfjalls Karlottu Rúrik, eig. Sigurbjörg Jódís Ólafsdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
- sæti SL Skaga Pílu Rikki, eig. og rækt. Svava Ragnarsdóttir
Tíkur (7)
- sæti SL Hafnarfjalls Karlottu Ísabella, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
- sæti SL Snilldar Úlfu Álfrún, eig. Jón Grímsson, rækt. Matthildur Úlfarsdóttir
- sæti SL Þórshamrar Freyju Esju Assa, eig. Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir, rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
- sæti SL Snilldar Úlfu Eldrún, eig. og rækt. Matthildur Úlfarsdóttir
Hvolpaflokkur 6-9 mánaða
Rakkar (2)
- sæti SL Suloisen Super Mario, eig. Jón Grímsson, rækt. Paula Koskimies
Tíkur (4)
- sæti SL Snjallar Hrafntinnu Viska, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir
16 rakkar fengu Excellent (9 meistaraefni) og 10 fengu Very good.
Ungliðaflokkur (7)
- sæti ex.ck. jun.cert. Eldlukku Vetrar Snjór, eig. Guðbjörg Björnsdóttir, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
- sæti ex.ck. Messi, eig. Jón Grímsson, rækt. Björg Ársælsdóttir
- sæti ex. Mjallar Garpur, eig. Laufey Guðjónsdóttir, rækt. Arna Sif Kærnested
- sæti ex. Eldlukku Káti Seifur, eig. Hrönn Thorarensen, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
Unghundaflokkur (4)
- sæti ex.ck. ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers, eig. Guðríður Vestars, rækt. Giusy Pellegrini
- sæti ex.ck. NJrCH Pecassa’s James Bond, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann og Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir, rækt. Nina Ryland Kallakleiv
- sæti vg. Hafnarfjalls Karlottu Keikur Logi, eig. Þorsteinn Ingi Sveinsson, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
- sæti vg. Þórshamrar Freyju Jón Skuggi, rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
Opinn flokkur (14)
- sæti ex.ck. ISJCh RW-22 Mjallar Týr, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested
- sæti ex.ck. Skaga Heklu Tindur, eig. og rækt. Svava Ragnarsdóttir
- sæti ex.ck. Pecassa’s Dare To Go Crazy, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann og Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir, rækt. Nina Ryland Kallakleiv
- sæti ex.ck. Navenda’s Charm of diamonds, eig. Guðríður Vestars, rækt. Helen Eikeland
Meistaraflokkur (1)
- sæti ex.ck. ISCh ISJCh ISW-23 Bonitos Companeros Mr. Spock, eig. Arna Sif Kærnested og Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Markus Kirschbaum
Úrslit bestu rakkar
- ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers – CERT, BOB
- ISJCh RW-22 Mjallar Týr
- ISCh ISJCh ISW-23 Bonitos Companeros Mr. Spock
- Skaga Heklu Tindur
25 tíkur fengu Excellent (12 með meistaraefni) og 8 fengu Very good.
Ungliðaflokkur (14-1)
- sæti ex.ck. jun.cert. Edleyjarlilju Bonnie Tyler, eig. Fríða Kristín Albertsdóttir, rækt. Jón Grímsson
- sæti ex.ck. Mjallar Gná, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested
- sæti ex.ck. Hafnarfjalls Unu Ronja, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
- sæti ex. Þórshamrar Freyju Daisy Kahlo, eig. og rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
Unghundaflokkur (9)
- sæti ex.ck. ISJCh RW-23 ISJW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Giusy Pellegrini
- sæti ex.ck. Hafnarfjalls Karlottu Embla, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
- sæti ex.ck. Eldeyjarlilju Malin Lind, eig. og rækt. Jón Grímsson
- sæti ex.ck. Þórshamrar Mystery Mist, eig. og rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
Opinn flokkur (11-1)
- sæti ex.ck. ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir
- sæti ex.ck. Sóldísar Amý Mandla, eig. Ásdís Birna Bjarkadóttir, rækt. Hafdís Lúðvíksdóttir
- sæti ex.ck. Hafnarfjalls Unu Tinna, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
- sæti ex.ck. Snjallar Kastaní Brenna, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir
Öldungaflokkur (1)
- sæti ex.ck. vet.cert. Ljúflings Myrra, eig. Svanborg S. Magnúsdóttir, rækt. María Tómasdóttir
Úrslit bestu tíkur
- Eldeyjarlilju Bonnie Tyler – CERT, BOS
- ISJCh RW-23 ISJW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers
- Sóldísar Amý Mandla
- ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá
Ræktunarhópar, allir með heiðursverðlaun:
- Eldlukku ræktun – Svanborg S. Magnúsdóttir
- Mjallar ræktun – Arna Sif Kærnested
- Hafnarfjalls ræktun – Anna Þórðardóttir Bachmann
Afkvæmahópar, báðir með heiðursverðlaun:
- Eldlukku Lukka, eig. og rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
- Þórshamrar Natalíu Freyja, eig. og rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
Besta parið
- Esju Dare To Dream James Bond og Esju Nótt, eig. og rækt. Svanhvít S. Sæmundsdóttir
Ungir sýnendur 10-12 ára
- sæti Jóhanna Alda Sigurjónsdóttir
- sæti Aþena Lóa Ásbjörnsdóttir
- sæti Heiður Dís Halldórsdóttir
- sæti Álfrún Selma Steinarsdóttir
Ungir sýnendur 13-17 ára
- sæti Emily Björk Kristjánsdóttir
- sæti Kristín Ragna Finnsdóttir
- sæti Aníta Hlín Kristinsdóttir
- sæti Ellen Katrín Kristinsdóttir
Deildin óskar öllum vinningshöfum og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn. Birt með fyrirvara um villur, vinsamlegast látið vita ef einhverjar finnast.