
Deildin hélt vel heppnaðan hvolpahitting í húsnæði HRFÍ í Hafnarfirði miðvikudagskvöldið 15. maí. Um 20 hvolpar á aldrinum 3-9 mánaða mættu ásamt fjölskyldum sínum og var mikið stuð. Sett voru upp gerði þar sem hvolparnir fengu að vera í frjálsum leik og í boði voru ýmsir bangsar, boltar, göng og lítið boltaland sem var mjög vinsælt. Deildin bauð upp á kaffi, kleinur og safa og allir hvolpar fengu gjafapoka frá Dýrabæ með heim.