Vel heppnað feldhirðunámskeið

Cavalierdeildin stóð fyrir feldhirðunámskeiði miðvikudagskvöldið 19. september. Nöfnurnar Anja og Ania, hundasnyrtar í Dekurdýrum, voru með sýnikennslu og tíkin Sera sett í allsherjar snyrtingu, bað og blástur. Farið var yfir ýmis tól og efni sem gott er að eiga, sýnt hvernig best er að hreinsa augu og eyru, klippa klær og snyrta hárin á milli þófa, en það er eini staðurinn sem á að klippa/raka á cavalier hundum. Í lokin var svo boðið upp á afslátt af vörum. Við þökkum stelpunum í Dekurdýrum kærlega fyrir frábært kvöld og mjög góða kennslu. Mikill áhugi var fyrir námskeiðinu og ætlum við því að endurtaka leikinn fljótlega, það verður auglýst á miðlum deildarinnar.

Fleiri myndir á Facebook