Óskum eftir upplýsingu um cavalier hunda 11 ára og eldri

Óskum eftir upplýsingu um cavalier hunda 11 ára og eldri


Aldursforseti deildarinnar árið 2024 er Öðlings Nagli en hann er fæddur 22. október 2009. Hann er því orðinn 15 ára og tæplega 4 mánaða. Foreldrar hans voru þau Nettu Rósar Billy og Öðlings Asía, eigandi hans Guðbjörg Ingimundardóttir og ræktandi Sólborg Friðbjörnsdóttir. Hann var heiðraður á ársfundi deildarinnar þann 13. febrúar. Við óskum eigendum og ræktanda til hamingju með flottan öldung, en hann er búsettur á Akureyri og var því sjálfur fjarri góðu gamni. Fulltrúar frá fjölskyldu hans, Auður og Oddur, tóku á móti viðurkenningu og eru hér á mynd ásamt Önnu Þórðardóttur Bachmann formanni deildarinnar.
Þess má geta að Skutuls Saxi sem var aldursforseti 2023 kvaddi 3. febrúar sl. þá 16 ára og 6 mánaða og því annar elsti í tegundinni frá upphafi. Sendum við kveðju til eigenda hans og ræktanda.

Aldursforseti tegundarinnar er Skutuls Saxi og var hann heiðraður á ársfundinum okkar þann 27. febrúar síðastliðinn. Saxi er fæddur 2. ágúst 2008 og er því orðinn 15 ára og 7 mánaða. Foreldrar hans voru þau Sjarmakots Figaró Freyr og Skutuls Daniela, eigandi hans er Sara Hákonardóttir og ræktandi Bjarney Sigurðardóttir. Við óskum fjölskyldu og ræktanda til hamingju með þennan hrausta öldung en hann mætti mjög sprækur að taka á móti viðurkenningu og vakti mikla lukku meðal fundargesta.
Aldursforseti deildarinnar er Ljúflings Þytur en hann er fæddur 29. september 2007. Hann varð því 15 ára og 3 mánaða um áramótin síðustu. Foreldrar hans eru þau Lanola Pearl Dancer, fæddur í Englandi en innfluttir frá Noregi og Jörsi´s Stuegris, innflutt frá Noregi. Eigandi hans er Sigríður G. Guðmundsdóttir og ræktandi hans er María Tómasdóttir. Þytur var heiðraður á ársfundinum og tóku eigendur hans við blómum og viðurkenningu.
