Flokkaskipt greinasafn: Úrslit sýninga

Alþjóðleg sýning 11. ágúst 2024

BOB og BOS –  ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers og ISJCh RW-23-24 ISJW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers

Sunnudaginn 11. ágúst var alþjóðleg sýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði og Ásta María Guðbergsdóttir dæmdi cavalier. Sýndir voru 6 hvolpar, 15 rakkar og 19 tíkur. Dýrabær gaf verðlaunabikara og þáttökumedalíur fyrir hvolpa.

BOB var ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers og BOS ISJCh RW-23-24 ISJW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers, eins og á laugardeginum. Bæði fengu þau alþjóðlegt meistarastig. Íslenska rakkastigið gekk niður til 4. besta rakka þar sem fyrstu þrír voru nú þegar orðnir meistarar og kom stigið í hlut Cavalion Blues Brothers. Tíkarstigið fékk Eldeyjarlilju Jökla sem var önnur besta tík.

Besti ungliði tegundar var Hafnarfjalls Birtu Linda og besti ungliðarakki Eldlukku Káti Seifur. Bæði fengu íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig. Hafnarfjalls Birtu Linda var að fá sitt annað íslenska stig og fær því titilinn íslenskur ungliðameistari.

Besti hvolpur tegundar var Hafnarfjalls Karlottu Ísabella og bestur af gagnstæðu kyni Hafnarfjalls Karlottu Bjartur Leó. Besti öldungur tegundar var ISCh RW-17-21 Ljúflings Merlin Logi og besta öldungatík Ljúflings Myrra. Þau fengu bæði íslenskt og alþjóðlegt öldungameistarastig og Ljúflings Myrra titilinn öldungameistari, þar sem þetta var hennar þriðja íslenska öldungastig. Afrakstur helgarinnar er því tveir nýir íslenskir meistarar, einn ungliðameistari, einn öldungameistari og einn Norðurlandameistari, ekki amalegt það!

Besti ræktunarhópur tegundar kom frá Mjallar ræktun.

Úrslit úr öllum flokkkum má sjá hér að neðan:

Lesa áfram Alþjóðleg sýning 11. ágúst 2024

NKU Norðurlandasýning 10. ágúst 2024

BOB og BOS –  ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers og ISJCh RW-23-24 ISJW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers

Helgina 10.-11. ágúst fór fram tvöföld sýning HRFÍ á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Á laugardaginn var NKU Norðurlandasýning og dómari cavalier hunda var Sóley Halla Möller. Sýndir voru 6 hvolpar, 14 rakkar og 24 tíkur. Dýrabær gaf verðlaunabikara og þátttökumedalíur hvolpa.

BOB var ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers með sitt áttunda meistarastig og titillinn íslenskur meistari nú loksins í höfn, þar sem a.m.k. eitt stig þarf að koma eftir tveggja ára aldur. BOS var gotsystir hans ISJCh RW-23-24 ISJW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers, með sitt sjötta íslenska meistarastig og fær hún því titilinn líka. Bæði fengu auk þess Norðurlandastig og Elixir var að fá sitt þriðja sem þýðir að hún er einnig orðin Norðurlandameistari. Eros komst í 6 hunda úrtak í úrslitum tegundahóps.

Besti ungliði tegundar var Esju Dare To Dream James Bond og besta ungliðatík Hafnarfjalls Birtu Linda, bæði fengu íslenskt og Norðurlanda-ungliðameistarastig. 

Besti hvolpur tegundar var Hafnarfjalls Karlottu Rúrik og best af gagnstæðu kyni Þórshamrar Freyju Esju Assa. Besti öldungur tegundar var ISCh RW-17-21 Ljúflings Merlin Logi og fékk hann íslenskt og Norðurlanda-öldungameistarastig.

Besti ræktunarhópur tegundar var frá Hafnarfjalls ræktun.

Hér að neðan má sjá ítarlegri úrslit:

Lesa áfram NKU Norðurlandasýning 10. ágúst 2024

Reykjavík Winner & NKU Norðurlandasýning 8. júní 2024

BOB og BOS –  ISJCh RW-23 ISJW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers og ISCh ISJCh ISW-23 Bonitos Companeros Mr. Spock

Reykjavík Winner sýning HRFÍ fór fram á Víðistaðatúni í Hafnarfirði helgina 8.-9. júní. Eva Nielsen frá Svíþjóð dæmdi cavalier á laugardeginum, sýndir voru 10 hvolpar, 21 rakki, 27 tíkur og 4 ræktunarhópar. Dýrabær gaf verðlaunabikara og þátttökumedalíur fyrir hvolpa.

BOB var ISJCh RW-23 ISJW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers með íslenskt meistarastig, Norðurlandameistarastig og titilinn RW-24. Hún komst í 6 hunda úrtak í úrslitum tegundahóps. BOS var ISCh ISJCh ISW-23 Bonitos Companeros Mr. Spock með Norðurlandameistarastig og titilinn RW-24. Þetta var hans þriðja Norðurlandastig og hann því orðinn Norðurlandameistari.

Besti ungliði var Þórshamrar Freyju Daisy Kahlo með íslenskt og Norðurlanda-ungliðameistarstig en á þessari sýningu vou í fyrsta sinn veitt Norðurlandameistarastig í ungliða- og öldungaflokki.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Hafnarfjalls Karlottu Ísabella og besti hvolpur 6-9 mánaða Hafnarfjalls Birtu Linda. Besti öldungur var Ljúflings Myrra með íslenskt og Norðurlanda-öldungameistarastig.

Besti ræktunarhópur kom frá Hafnafjalls ræktun.

Nánari úrslit:

Lesa áfram Reykjavík Winner & NKU Norðurlandasýning 8. júní 2024

Deildarsýning 20. apríl 2024

BOB – ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers

Cavalierdeildin hélt sérsýningu laugardaginn 20. apríl, í húsnæði HRFÍ að Melabraut 17 í Hafnarfirði. Hámarks skráning náðist á sýninguna, samtals 80 hundar, en fjórir forfölluðust. Sýndir voru 17 hvolpar, 26 rakkar og 33 tíkur en auk þess voru þrír ræktunarhópar, tveir afkvæmahópar og þrjú pör.

Dómari var Judith Echazarra frá Spáni, ræktunarnafnið hennar er De Los Ursidos Kodiak. Sýningarstjóri var Ágústa Pétursdóttir og dæmdi hún einnig keppni ungra sýnenda í lok dags, hringstjóri var Sóley Halla Möller, ritari Sigríður Margrét Jónsdóttir og ljósmyndari Sæunn Ýr. Deildin færir þeim bestu þakkir fyrir.

Vinningshafar í hverjum flokki og öll fjögur sætin í keppni um bestu tík og besta rakka fengu rósettur, sérstakar rósettur voru einnig fyrir BOB og BOS. Bestu hvolpar, ungliðar, besti öldungur, besta tík og rakki fengu bikara, allir hvolpar fengu medalíur og fjögur efstu sætin í hverjum flokki fengu mjög veglega gjafapoka frá Dýrabæ. Ungir sýnendur fengu rósettur og gjafir frá Body Shop. BH hönnun hafði umsjón með skreytingum og Dýrabær var styrktaraðili. Ekki er mögulegt að halda svona veglega sýningu án þess að fá góðan styrk og þökkum við Dýrabæ kærlega fyrir samstarfið.

Besti hundur tegundar og þá einnig besti hundur sýningar var ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers. Best af gagnstæðu kyni og besti ungliði var Eldeyjarlilju Bonnie Tyler. Bæði fengu þau íslenskt meistarastig, Eldeyjarlilju Bonnie Tyler fékk auk þess ungliðameistarstig og fær titilinn ungliðameistari þar sem þetta var hennar annað stig.

Besti ungliðarakki með ungliðameistarastig var Eldlukku Vetrar Snjór og var hann einnig að fá sitt annað stig, við eignuðumst því tvo nýja ungliðameistara á þessari sýningu. Besti öldungur með öldungameistarastig var Ljúflings Myrra.

Besti hvolpur 3-6 mánaða var Hafnarfjalls Karlottu Rúrik og besta tík í sama aldursflokki Hafnarfjalls Karlottu Ísabella. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Suloisen Super Mario og best af gagnstæðu kyni Snjallar Hrafntinnu Viska.

Besti ræktunarhópur og besti afkvæmahópur var frá Eldlukku ræktun. Esju Dare To Dream James Bond og Esju Nótt urðu besta parið.

Úrslit í öllum flokkum má sjá hér að neðan:

Lesa áfram Deildarsýning 20. apríl 2024

Alþjóðleg sýning 3. mars 2024

BOB og BOS
ISCh ISJCh ISW-23 Bonitos Companeros Mr. Spock og Sóldísar Amý Mandla

Hundaræktarfélag Íslands hélt fyrstu alþjóðlegu sýningu ársins í reiðhöll Spretts í Kópavogi helgina 2.-3. mars. Cavalier var sýndur á sunnudeginum og dómari var Annukka Paloheimo frá Finnlandi, sem ræktaði sjálf tegundina um árabil. Skráðir voru 49 cavalier hundar en 4 forfölluðust. Einnig voru sýndir tveir ræktunarhópar.

Dýrabær gaf eignarbikara fyrir bestu hvolpa, besta ungliða, BOB og BOS, auk þátttökumedalía fyrir hvolpa. Deildin gaf rósettur fyrir fjögur efstu sætin í keppni um bestu tík og besta rakka.

BOB var ISCh ISJCh ISW-23 Bonitos Companeros Mr. Spock með alþjóðlegt meistarastig og náði hann einnig í 6 hunda úrtak í úrslitum tegundahóps 9. Þar sem hann er nú þegar íslenskur meistari gekk íslenska stigið niður til Navenda’s Charm of diamonds. BOS var Sóldísar Amý Mandla með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig.

Besti ungliði var Eldeyjarlilju Bonnie Tyler og besti ungliðarakki NJrCH Pecassa’s James Bond. Bæði fengu þau íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig. James Bond hafði fengið tvö alþjóðleg ungliðameistarastig áður en hann kom til Íslands og verður því alþjóðlegur ungliðameistari eftir staðfestingu frá FCI.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Hafnarfjalls Birtu Linda. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Seljudals Ósk og varð hún einnig fjórði besti hvolpur dagsins í úrslitum, sem er frábær árangur.

Besti ræktunarhópur var frá Eldlukku ræktun og náði hann einnig í topp 6 í úrslitum, flottur dagur hjá tegundinni okkar.

Ítarlegri úrslit má sjá hér að neðan:

Lesa áfram Alþjóðleg sýning 3. mars 2024

Hvolpasýning 27. janúar 2024

BOB og BOS 3-6 mánaða: Hafnarfjalls Birtu Linda og Hafnarfjalls Birtu Mói
BOB og BOS 6-9 mánaða: Mjallar Glanni og Mjallar Gná

Fyrsta sýning ársins fór fram laugardaginn 27. janúar en þá hélt HRFÍ hvolpasýningu í húsnæði félagsins í Hafnarfirði, með íslenskum dómurum og dómaranemum. Tæplega 160 hvolpar á aldrinum 3-9 mánaða voru skráðir til leiks og þar af voru flestir cavalier sem voru samtals 16.

Ágústa Pétursdóttir dæmdi cavalier og besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða var Hafnarfjalls Birtu Linda, bestur af gagnstæðu kyni var bróðir hennar Hafnarfjalls Birtu Mói. Í eldri flokki 6-9 mánaða voru það einnig gotsystkini sem báru sigur úr býtum, Mjallar Glanni varð besti hvolpur tegundar og Mjallar Gná besta tík. Mjallar Glanni komst svo í 9 hvolpa úrtak í úrslitum dagsins. Dýrabær gaf verðlaunabikara og þátttökumedalíur.

Nánari úrslit urðu eftirfarandi:

Lesa áfram Hvolpasýning 27. janúar 2024

Winter Wonderland 25. nóvember 2023

BOB og BOS
ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock og ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka

Winter Wonderland & Ísland Winner sýning HRFÍ fór fram helgina 25.-26. nóvember í Samskipahöll Sprettara í Kópavogi. Cavalier hundar voru 33 talsins, 13 rakkar og 20 tíkur, en að þessu sinni voru engir hvolpaflokkar. Dómari var Ann Ingram frá Írlandi og Dýrabær gaf verðlaun.

Besti hundur tegundar var ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock og besta tík ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka, bæði fengu Norðurlandameistarastig, titilinn Ísland Winner eða ISW-23 og Crufts Qualification. Þetta var þriðja Norðurlandameistarastig Lukku og hún hlýtur því titilinn NORDICCh. Þar sem þau eru bæði íslenskir meistarar gengu íslensku stigin niður til ISJCh RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers og Hafnarfjalls Selmu Karlottu. ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock komst svo í 7 hunda úrtak í úrslitum tegundahóps 9.

Besti ungliði tegundar var ISJCh RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers og besta ungliðatík ISJCh RW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers. Þau fá bæði titilinn ISJW-23 og hlutu einnig ungliðameistarastig en eru þó þegar ungliðameistarar. Eros gerði sér svo lítið fyrir og varð besti ungliði í tegundahópi 9, hann mætti því aftur á sunnudeginum til að keppa um besta ungliða sýningar en náði því miður ekki sæti þar. 

Besti ræktunarhópur tegundar var frá Hafnarfjalls ræktun og náði glæsilegum árangri í úrslitum sem þriðji besti ræktunarhópur dagsins.

Hér að neðan má sjá frekari úrslit:

Lesa áfram Winter Wonderland 25. nóvember 2023

Hvolpasýning 4. nóvember 2023

BOB og BOS 3-6 mánaða: Mjallar Glanni og Mjallar Gná
BOB og BOS 6-9 mánaða: Litlu Giljár Fiðla og Eldlukku Káti Seifur

Laugardaginn 4. nóvember hélt HRFÍ hvolpasýningu í samstarfi við félag íslenskra sýningadómara. Sýningin fór fram í reiðhöll Fáks í Víðidal og voru 229 hvolpar á aldrinum 3-9 mánaða skráðir, þar af 16 cavalier. Dómari var Þórdís Björg Björgvinsdóttir og Dýrabær gaf verðlaunabikara og medalíur.

Besti hvolpur 3-6 mánaða var Mjallar Glanni og besta tík í þeim aldursflokki Mjallar Gná. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Litlu Giljár Fiðla og bestur af gagnstæðu kyni Eldlukku Káti Seifur. Mjallar Glanni náði þeim flotta árangri í úrslitum sýningar að komast í 9 hvolpa úrtak.

Lesa áfram Hvolpasýning 4. nóvember 2023