Nú er komið að því að heiðra stigahæstu hunda og ræktendur og af því tilefni ætlum við saman út að borða.

Nú er komið að því að heiðra stigahæstu hunda og ræktendur og af því tilefni ætlum við saman út að borða.
Jólaganga deildarinnar verður næstkomandi sunnudag, 11. desember. Hittumst á bílastæðinu fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju og Tónlistarskólann. Taumganga um Hafnarfjörð og endum síðan á því að heimsækja jólaþorpið. Gaman væri ef sem flestir gætu komið í einhverju jólalegu t.d. með jólasveinahúfur, bæði menn og hundar. Í jólaþorpinu er síðan hægt að fá heitt kakó ef kalt er í veðri. Allir hundar í taumi, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokunum.
Hér má sjá viðburðinn á Facebook
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í jólaskapi 🙂
2022
11. september, sunnudagur kl. 12:00 – Kaldársel, Undirhlíðar
Við hittumst við kirkjugarðinn í Hafnarfirði og ökum í samfloti inn í Kaldársel. Þar göngum við inn í skógræktina. Taumganga í fyrstu en síðan lausaganga. Í skógræktinni eru borð og bekkir og því kjörið að hafa nesti með sér. Munið eftir skítapokunum og vatni fyrir hundana.
16. október, sunnudagur kl. 12:00 – Hvaleyrarvatn, Stórhöfði
Við hittumst við kirkjugarðinn í Hafnarfirði og keyrum í samfloti upp að Hvaleyrarvatni og þar fara allir hundar í taum. Gengið er upp að fellinu Stórhöfða sem er aðeins fyrir ofan vatnið og þar getum við sleppt hundunum lausum. Gangan er svona einn tími en með stoppi getur hún orðið 2 tímar. Gott er að vera í góðum skóm og jafnvel með nesti og vatn fyrir hundana. Munið eftir skítapokum og vatni fyrir hundana.
Lok nóvember/ byrjun des., sunnudagur kl. 13:00 – Aðventukaffi – Staðsetning auglýst síðar. Allir koma með eitthvað á sameiginlegt aðventuhlaðborð.
11. desember, sunnudagur kl. 12:00 – Jólaganga í Hafnarfirði
Hittumst á bílastæðinu fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju og Tónlistarskólann. Taumganga um Hafnarfjörð og endum síðan á því að heimsækja jólaþorpið. Gaman væri ef sem flestir gætu komið í einhverju jólalegu t.d. með jólasveinahúfur, bæði menn og hundar. Í jólaþorpinu er síðan hægt að fá heitt kakó ef kalt er í veðri. Allir hundar í taumi, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokunum.
Allar tegundir hvolpa velkomnir . Sýningin hefst kl. 18 og verður hún á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.
Keppt í tveimur aldurshópum 3 – 6 mánaða og 6.- 9 mánaða.
NKU Norðurlandasýning og fer fram dagana
20.-21. ágúst og verður haldin á Víðistaðatúni í Hafnarfirði
Keppni ungra sýnenda fer fram á laugardegi.
Dómarar helgarinnar verða:
– Annette Bystrup (Danmörk),
– Arvid Göransson (Svíþjóð),
– Henric Fryckstrand (Svíþjóð),
– Jussi Liimatainen (Finnland),
– Laurent Heinesche (Lúxemborg),
– Massimo Inzoli (Ítalía),
– Sjoerd Jobse (Svíþjóð),
– Tiina Taulos (Finnland) og
– Viktoría Jensdóttir (Ísland).
Fyrri skráningafrestur lýkur þann 10. Júlí kl 23:59 og lokast alfarið fyrir skráningu þann 24. júlí kl 23.59
– Gjaldskrá 1: sunnudagurinn 10. júlí, kl. 23:59
– Gjaldskrá 2: sunnudagurinn 24. júlí, kl. 23:59
Hvetjum við Cavalier eigendur að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara.
Skráning fer fram á hundavef HRFÍ http://www.hundavefur.is
Nánari upplýsingar má finna á vef HRFÍ hér
Kæru félagar!
Júlíganga deildarinnar verður að þessu sinni í Paradísardalnum og verður gangan þriðjudaginn 12 júlí. Við hittumst kl. 17:30, á bílaplaninu bak við prentsmiðju Morgunblaðsins að Hádegismóum.
Hlökkum til að sjá sem flesta, endilega munið eftir skítapokum og góða skapinu
Bestu sumarkveðjur,
Göngunefndin.
Allir borðhundar velkomnir
Sýningaþjálfun á vegum Cavalierdeildarinnar verður 16. ágúst og 18. ágúst kl. 18 – 19 á Víðistaðatúni. Þjálfari er Anna Dís Arnarsdóttir og kostar 1000 kr. skiptið
Munið eftir hundinum, sýningataum, nammi og skítapokum.
Sýningaþjálfun fyrir hvolpasýningu HRFÍ í júní
Allir hvolpar (borðhundar) velkomnir
Hvar: Víðistaðatún
Hvenær: Sunnudaginn 6 júní nk. kl. 13.00
Hver: Þjálfari er Anna Dís Arnarsdóttir
Verð: 1.000 kr. skiptið
Munið eftir hundinum, sýningataum, nammi og skítapokum.