Flokkaskipt greinasafn: Viðburðir

Jólaganga í Hafnarfirði

Jólaganga deildarinnar verður næstkomandi sunnudag, 11. desember. Hittumst á bílastæðinu fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju og Tónlistarskólann. Taumganga um Hafnarfjörð og endum síðan á því að heimsækja jólaþorpið. Gaman væri ef sem flestir gætu komið í einhverju jólalegu t.d. með jólasveinahúfur, bæði menn og hundar. Í jólaþorpinu er síðan hægt að fá heitt kakó ef kalt er í veðri. Allir hundar í taumi, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokunum.

Hér má sjá viðburðinn á Facebook

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í jólaskapi 🙂

Göngudagskrá 2022-2023

2022

11. september, sunnudagur kl. 12:00 – Kaldársel, Undirhlíðar
Við hittumst við kirkjugarðinn í Hafnarfirði og ökum í samfloti inn í Kaldársel. Þar göngum við inn í skógræktina. Taumganga í fyrstu en síðan lausaganga. Í skógræktinni eru borð og bekkir og því kjörið að hafa nesti með sér. Munið eftir skítapokunum og vatni fyrir hundana.

16. október, sunnudagur kl. 12:00 – Hvaleyrarvatn, Stórhöfði

Við hittumst við kirkjugarðinn í Hafnarfirði og keyrum í samfloti upp að Hvaleyrarvatni og þar fara allir hundar í taum. Gengið er upp að fellinu Stórhöfða sem er aðeins fyrir ofan vatnið og þar getum við sleppt hundunum lausum. Gangan er svona einn tími en með stoppi getur hún orðið 2 tímar. Gott er að vera í góðum skóm og jafnvel með nesti og vatn fyrir hundana. Munið eftir skítapokum og vatni fyrir hundana.

Lok nóvember/ byrjun des., sunnudagur kl. 13:00 – Aðventukaffi – Staðsetning auglýst síðar. Allir koma með eitthvað á sameiginlegt aðventuhlaðborð.

11. desember, sunnudagur kl. 12:00 – Jólaganga í Hafnarfirði
Hittumst á bílastæðinu fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju og Tónlistarskólann. Taumganga um Hafnarfjörð og endum síðan á því að heimsækja jólaþorpið. Gaman væri ef sem flestir gætu komið í einhverju jólalegu t.d. með jólasveinahúfur, bæði menn og hundar. Í jólaþorpinu er síðan hægt að fá heitt kakó ef kalt er í veðri. Allir hundar í taumi, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokunum.

Lesa áfram Göngudagskrá 2022-2023

Áhugaverð og spennandi NKU Norðurlandasýning HRFÍ 20. – 21. ágúst

NKU Norðurlandasýning og fer fram dagana
20.-21. ágúst og verður haldin á Víðistaðatúni í Hafnarfirði

Keppni ungra sýnenda fer fram á laugardegi.

Dómarar helgarinnar verða: 
– Annette Bystrup (Danmörk),
– Arvid Göransson (Svíþjóð),
– Henric Fryckstrand (Svíþjóð),
– Jussi Liimatainen (Finnland),
– Laurent Heinesche (Lúxemborg),
– Massimo Inzoli (Ítalía),
– Sjoerd Jobse (Svíþjóð),
– Tiina Taulos (Finnland) og
– Viktoría Jensdóttir (Ísland).

Fyrri skráningafrestur lýkur þann 10. Júlí kl 23:59  og lokast alfarið fyrir skráningu þann 24. júlí kl 23.59
– Gjaldskrá 1: sunnudagurinn 10. júlí, kl. 23:59
– Gjaldskrá 2: sunnudagurinn 24. júlí, kl. 23:59

Hvetjum við Cavalier eigendur að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara.

Skráning fer fram á hundavef HRFÍ http://www.hundavefur.is
Nánari upplýsingar má finna á vef HRFÍ hér

Hvolpa-sýningaþjálfun

Sýningaþjálfun fyrir hvolpasýningu HRFÍ í júní

Allir hvolpar (borðhundar) velkomnir

Hvar: Víðistaðatún

Hvenær: Sunnudaginn 6 júní nk. kl. 13.00

Hver: Þjálfari er Anna Dís Arnarsdóttir

Verð: 1.000 kr. skiptið

Munið eftir hundinum, sýningataum, nammi og skítapokum.