Haustsýning HRFÍ var haldin í Reiðhöllinni í Víðidal 1. og 2. október s.l. 57 cavalierar voru skráðir, þar af 15 ungviði 4 – 6 mánaða og 6 hvolpar 6 – 9 mánaða. Dómararnir komu allir frá Noregi.
Ungviði 4 – 6 mánaða, dómari Leif-Herman Wiberg.
Besta ungv.1 hv. Nettu Rósar Billy, eig. Guðbrandur Magnússon, rækt. Halldóra Friðriksdóttir.
Besta ungv.2 hv. Nettu Rósar Betty, eig. Margrét R Kristjánsdóttir, rækt. Halldóra Friðriksdóttir.
Nettu Rósar Billy komst ekki í úrslit um besta ungviði sýningar.
Hvolpar 6 – 9 mánaða, dómari Helge Lie.
BHv1 hv Sjeikspírs París, eig. Guðrún Lilja Rúnarsdóttir, rækt. Sigurður Einarsson.
BHv2 hv. Nettu Rósar Snædís, eig. og rækt. Halldóra Friðriksdóttir.
Sjeikspírs Paris komst ekki í úrslit um besta hvolp sýningar.
Marit Sunde dæmdi fullorðnu hundana. 27 fengu 1. einkunn, 8 fengu 2. einkunn, 1 fékk 3. einkunn og einn var ekki hægt að dæma vegna feimni.
Rakkar
BH1 m.efni og Cacib ISCH Tibama´s Capteins Pride, eig. Bjarney Sigurðardóttir, rækt. Aud & Oystein Holtskog.
BH2 m.stig Skutuls Marel, eig. Kristjana Daníelsdóttir, rækt. Bjarney Sigurðardóttir.
BH2 m.efni Magic Charm Andreas, eig. Guðríður Vestars, rækt. Unni Lima Olsen & Otto Egil Olsen.
BH4 m.efni ISCH Leelyn City Boy, eig. Þórunn Aldís Pétursdóttir, rækt. Mr & Mrs R M & L Shinnick.
Besti öldungur tegundar og sýningar. Stigahæsti öldungur ársins.
BÖT hv Gæða Jörfi, eig. Helga Dögg Snorradóttir, rækt. Ásdís Gissuradóttir. Gæða Jörfi komst í úrslit og hélt áfram sigurgöngu sinni og vann alla öldunga hinna tegundanna með glæsibrag og varð besti öldungur sýningar. Hann bætti um betur, þar sem hann fetaði í fótspor föður síns og varð stigahæsti öldungur ársins. Frábær árangur hjá Jörfa og eiganda hans Helgu Dögg.
Tíkur
BT1 m.stig og Cacib Jörsis Stuegris, eig. María Tómasdóttir, rækt. Anne Liv Klubben.
BT2 m.efni og v-cacib ISCH Drauma Vera, eig. og ræktandi Ingibjörg Erna Halldórsdóttir.
BT3 m.efni Drauma Shiva, eig. og rækt. Ingibjörg Halldórsdóttir.
Besti hundur tegundar var ISCH Tibama´s Capteins Pride en hann komst ekki í úrslit í tegundahópi 9.