79 cavalierar voru skráðir til leiks laugardaginn 7. október, þar af 8 hvolpar í flokki 4 – 6 mánaða og 5 í flokknum 6 – 9 mánaða. Dómarinn kom að þessu sinni frá Englandi Mrs. C.E.Cartledge.
Hvolpar 4- 6 mánaða
Besti hvolpur tegundar með heiðursverðlaun:
Ljúflings Sylvia Nótt, eig. Þuríður Hilmarsdóttir, ræktandi María Tómasdóttir
Hvolpar 6 – 9 mánaða
Besti hvolpur tegundar með heiðursverðlaun:
Kærleiks Hector Hetja, eig. Árný Lúthersdóttir, rækt. Unnur Birna Magnúsdóttir
Rakkar
32 rakkar voru skráðir, 25 fengu 1. einkunn, 4 fengu 2. einkunn, en þrír mættu ekki.
Ungliðaflokkur
1.sæti hv. Eldlilju Prins Albert, eig. Guðmundur Reykjalín, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir
2.sæti hv. Sifjar Erpur, eig. Guðmundur Jónsson, rækt. Bergljót Davíðsdóttir
3.sæti Díseyjar Atlas, eig. Sigríður Ágústsdóttir, rækt. Þórdís Þórsdóttir
4.sæti Eldlilju Buddy, eig. Helga Stefánsdóttir, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir
Unghundaflokkur
1. sæti hv. Nettu Rósar Billy, eig. Guðbrandur Magnússon, rækt. Halldóra Friðriksdóttir
2. sæti hv. Birtu Lindar Owen, eig. Ingveldur Lilja Hjálmarsdóttir, rækt. Guðrún Lind Valsdóttir Waage
3. sæti hv. Lanola Pearl Dancer, eig. Ingibjörg E.Halldórsdóttir, rækt. Mrs. S R Goodwin
4. sæti Kjarna Tóbý, eig. Sigrún Birna Björnsdóttir, rækt. Anna Karen Kristjánsdóttir
Opinn flokkur – meistaraflokkur – úrslit
Bestu rakkar:
BH1 m.efni og Cacib Isch Leelyn City Boy, eig. Þórunn Aldís Pétursdóttir, rækt. Mr & Mrs R M & L Shinnick
BH2 m.stig Nettu Rósar Boði, eig. Pálína Freyja Harðardóttir, rækt. Halldóra Friðriksdóttir
BH3 m.efni Nettu Rósar Billý
BH4 m.efni Birtu Lindar Owen
BH5 m.efni Nettu Rósar Frakkur, eig. Svava Arnórsdóttir, rækt. Halldóra Friðriksdóttir
Besti öldungur tegundar
1.sæti hv. Gæða Jörvi, eig. Helga Dögg Snorradóttir, rækt. Ásdís Gissuradóttir.
Gæða Jörvi varð síðan 4. besti öldungur sýningar í flokknum 7 – 10 ára.
Glæsilegur fulltrúi tegundarinnar, sem hreyfir sig ennþá eins og unglamb!
Tíkur
Heldur fleiri tíkur voru skráðar eða 34, en útkoman var miklu lakari hjá þeim. 19 fengu 1. einkunn, 13 fengu 2. einkunn en tvær mættu ekki.
Ungliðaflokkur
1.sæti hv. Skutuls Daníela, eig. og ræktandi Bjarney Sigurðardóttir
2.sæti hv. Tröllatungu Kolka Kolgríma, eig. og rækt. Sigríður Elsa Oddsdóttir
3.sæti Kjarna Gold Charm Glódís, eig. og rækt. Anna Karen Kristjánsdóttir
4.sæti Eldlilju Tindra, eig. Kristrún St.Sigmarsdóttir, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir
Unghundaflokkur
1.sæti hv.Sjarmakots D´Or Candy Carmen, eig. María Tómasdóttir, rækt. Ingunn Hallgrímsdóttir
2.sæti hv.Sperringgardens Celeesa, eig. María Tómasdóttir, rækt. Leni-Louise Nyby
3.sæti Nettu Rósar Snædís, eig. og rækt. Halldóra Friðriksdóttir
4.sæti Eldlilju Ísabella, eig. Hanna Birna Sigurbjörnsdóttir, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir
Opinn keppnisflokkur, Meistaraflokkur – úrslit
Bestu Tíkur:
BT1 m.stig og Cacib Sjarmakots D´Or Candy Carmen
BT2 m.efni Isch Nettu Rósar Fiona, eig. og rækt. Halldóra Friðriksdóttir
BT3 m.efni Skutuls Móna, eig. Ásta Björg Guðjónsdóttir, rækt. Bjarney Sigurðardóttir
BT4 m.efni Skutuls Daniela, eig. og rækt. Bjarney Sigurðardóttir
Besti hundur tegundar var Sjarmakots D´Or Candy Carmen, sem fékk sitt annað meistarastig á þessari sýningu. Hún komst ekki í úrslit í tegundahópi 9.
Nettu Rósar ræktunin sýndi glæsilegan ræktunarhóp sem fékk heiðursverðlaun og varð hann besti ræktunarhópur sýningar á laugardaginn.
Fjöldi mynda frá sýningunni eru í myndaalbúmi – októbersýning 2006