Sumarsýning júní 2007

Sýningarúrslit á hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands, 23. – 24. júní 2007 í reiðhöllinni í Víðidal.

Sýningarúrslit á hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands, 23. – 24. júní 2007 í reiðhöllinni í Víðidal.

Helgina 23. – 24. júní sl. var sumarsýning HRFÍ haldin í reiðhöllinni í Víðidal. Tæplega 650 hundar af 75 tegundum voru sýndir, þar af voru 60 cavalierar mættir til leiks. Auk þess tóku um 39 ungmenni á aldrinum 10 til 17 ára þátt í keppni ungra sýnenda. Þetta er langmesta þátttaka á sumarsýningu til þessa og greinilegt að áhugi hundaeigenda á sýningum fer mjög vaxandi.

Sá sem dæmdi cavalierana heitir Harry Wella og kemur frá Möltu. Hann er cavalierræktandi og hefur ræktað tegundina í u.þ.b. 20 ár.

Ungviði 4 – 6 mánaða

Rakkar

Bhv1 hv Skutuls Dreki, eig. Iris Ósk Hjaltadóttir, ræktandi Bjarney Sigurðardóttir.

Bhv2 hv Sifjar Váli Smári, eig. Gunnar Skúli Ármannsson, rækt. Bergljót Davíðsdóttir

Tíkur

Bhv1 hv Sifjar Medúsa Eir, eig. Steingerður Ingvarsdóttir, rækt. Bergljót Davíðsdóttir

Bhv2 hv Eldlilju Daníela, eig. Sigríður Kjartansdóttir, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir

Bhv3 hv Skutuls Dula, eig. Valka Jónsdóttir, rækt. Bjarney Sigurðardóttir

Bhv4 hv Skutuls Dimma, eig. og rækt. Bjarney Sigurðardóttir

Besti hvolpur tegundar 4 til 6 mánaða varð Sifjar Medúsa Eir,  sem komst í úrslit og varð annar besti hvolpur sýningar. Hún stóð sig alveg frábærlega  – kát og glöð, veifandi skottinu sínu allan tímann, þrátt fyrir langa bið.

Hvolpaflokkur 6 – 9 mánaða

Rakkar

Bhv1 hv Loki, eig. Þuríður Guðbjörnsdóttir, rækt. Guðríður S. Sigurðardóttir

Tíkur

Bhv1 hv Tröllatungu Vaka Líf, eig. Sigríður Ágústsdóttir, rækt. Sigríður Elsa Oddsdóttir

Bhv2  Lúlu, eig. Einar Magnússon, rækt. Guðríður S.Sigurðardóttir

Bhv3  Nettu Rósar Baldintáta, eig. og ræktandi Halldóra Friðriksdóttir

Besti hvolpur tegundar 6 – 9 mánaða varð Tröllatungu Vaka Lífen hún komst ekki í 4ra hvolpa úrslit.

20 rakkar voru sýndir, þar af fengu 16 fyrstu einkunn en 4 aðra einkunn.  Dómarinn var mjög strangur á bit og krafðist þess að hundarnir hefðu fullkomið skærabit til að fá 1. einkunn jafnvel þó þeir væru frábærir einstaklingar.  Þetta er mjög óvenjulegt sérstaklega þegar horft er til þess að hann er cavalierræktandi.  Hundarnir sem fengu 2. einkunn voru allir með jafnt bit, sem venjan er að horfa framhjá ef hundurinn er mjög góður að öðru leyti og þannig hundar geta jafnvel orðið meistarar í öðrum löndum.  Hins vegar gaf hann öllum öðrum 1. einkunn þrátt fyrir aðra galla, sem er jafn óvenjulegt. Hundar sem fá hv (heiðursverðlaun) í ungliða-, unghunda- og öldungaflokki keppa til úrslita í opnum flokki.

Ungliðaflokkur rakkar

1. hv Sperringgardens Catch of The Day, eig. María Tómasdóttir, rækt. Leni Louise Nyby.

Unghundaflokkur rakkar

1. hv Tibama´s Santas Drem eig. Linda Helgadóttir, rækt. Aud & Öystein Holtskog

2. hv Ljúflings Quincy Touch of Magnic, eig. Guðríður Vestars, rækt. María Tómasdóttir

Opinn flokkur rakkar og bestu rakkar tegundar

1. meistarastig Sjeikspírs París, eig. Guðrún Lilja Rúnarsdóttir, rækt. Sigurður Einarsson

2. m.efni Finch Such An Sofie´s Trotsky-Junior, eig. María Tómasdóttir, rækt. Anita Backlund

3. m.efni Birtu Lindar Owen, eig. Ingveldur Lilja Hjálmarsdóttir, rækt. Guðrún Lind Waage

4. m.efni Tibama´s Think Twice, eig. Bjarney Sigurðardóttir, rækt. Aud & Öystein Holtskog

26 tíkur voru sýndar, 23 fengu 1. einkunn en 3 aðra einkunn.

Ungliðaflokkur tíkur

1. hv Drauma Díma, eig. og rækt. Ingibjörg Halldórsdóttir

2. hv Nettu Rósar Annabella, eig. Pálína Freyja Harðardóttir, rækt. Halldóra Friðriksdóttir

3. hv Drauma Esja, eig. Ingibjörg G. Marísdóttir, rækt. Ingibjörg Erna Halldórsdóttir r

4. hv Nettu Rósar Annalísa, eig. Thelma Hermannsdóttir, rækt. Halldóra Friðriksdóttir

Unghundaflokkur tíkur

1. hv Leelyn Lillian, eig. Edda Hlín Hallsdóttir, rækt. Mrs L Shinnick

2. hv Skutuls Díva, eig. Harpa Grímsdóttir, rækt. Bjarney Sigurðardóttir

3. hv Skutuls Daniela, eig. og rækt. Bjarney Sigurðardóttir

4. hv Eldlilju Ísadóra, eig. og ræktandi Þórunn Aldís Pétursdóttir

Opinn flokkur tíkur og bestu tíkur tegundar

1. meistarastig Drauma Dís, eig. Elísabet Grettisdóttir, rækt. Ingibjörg Halldórsdóttir

2. m.efni Leelyn Lillian, eig. Edda Hlín Hallsdóttir, rækt. Mrs L Shinnick

3. m.efni Drauma Díma, eig. og rækt. Ingibjörg Halldórsdóttir

4. m.efni Sjarmakots D´Or Candy Carmen, eig. María Tómasdóttir, rækt. Ingunn Hallgrímsdóttir

Öldungaflokkur tíkur

1. sæti en ekki frh.  Drauma Manda, eig. Unnur Inga Bjarnadóttir, rækt. Ingibjörg Halldórsdóttir

Besti hundur tegundar varð Drauma Dís en hún komst því miður ekki í úrslit í tegundahópi 9.   

Glæsilegur ræktunarhópur frá Nettu Rósar ræktun varð besti ræktunarhópur sýningar á laugardeginum.

Fjöldi mynda frá sýningunni í myndaalbúmi – sumarsýning 2007 –