Haustsýning 2008

Úrslit á sýningu HRFÍ 27. – 28. september 2008. Dómari Annaliisa Heikkinen frá Finnlandi.

Um 750 hundar af 86 tegundum mættu til leiks á haustsýningu HRFÍ í Víðidal helgina 27. – 28. september. Sex dómarar frá fjórum löndum dæmdu í fimm sýningarhringjum samtímis. 64 cavalier tóku þátt í sýningunni, þar af 8 hvolpar. 

Hvolpar  4- 6 mánaða
Rakkar
Bhv1 hv. Ljúflings Ævar Krulli, eig. og ræktandi María Tómasdóttir 
Bhv2 hv. Sjarmakots Neptune Nemó, eig. Kristín Hlín Pétursdóttir, rækt. Ingunn Hallgrímsdóttir 
Tíkur
Bhv1 hv. Ljúflings Æska Birta, eig. og ræktandi María Tómasdóttir
Besti hvolpur tegundar 4-6 mán. með heiðursverðlaun var Ljúflings Ævar Krulli en hann komst ekki í 4. sæta úrslit um besta hvolp sýningar. Best af gagnstæðu kyni var Ljúflings Æska Birta. 

Hvolpar 6 – 9 mánaða
Rakkar
Bhv1 Eldlilju Prins, eig. María Valdimarsdóttir, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir
Bhv2 Tröllatungu Breki, eig. Kristjana Daníelsdóttir/Sæmundur Þórarinsson, rækt. Sigríður Elsa Oddsdóttir
Tíkur
Bhv1 hv. Eldlilju Kría, eig. og rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir
Bhv2 Drauma Katý, eig. Guðný Axelsdóttir, rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir
Bhv3 Tröllatungu Bella-Donna, eig. og ræktandi Sigríður Elsa Oddsdóttir
Besti hvolpur tegundar 6 – 9 mán. með heiðursverðlaun var Eldlilju Kría, sem varð síðan annar besti hvolpur sýningar í þessum flokki.

Rakkar
21 rakki var skráður og fengu 11 rauðan borða, þ.e. “excellent” eða “very good” og 9 bláan eða “good”. Einn mætti ekki. Dómarinn gaf 5 rökkum meistaraefni.     
Ungliðaflokkur
1.sæti meistaraefni Bjargar Kappi, eig. Jóhanna Sævarsdóttir, rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir  
2.sæti hv. Bjargar Dímon, eig. Ingveldur Lilja Hjálmarsdóttir, rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir
3.sæti Bjargar Klaki, eig. Guðrún Birna Jörgensen, rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir   
4.sæti Snæfríðar Elvis Aron, eig. Hilmar Halldórsson, rækt. Erna Borgþórsdóttir  
Unghundaflokkur
1. sæti meistaraefni Tröllatungu Valur Logi, eig. Kristín Sæmundsdóttir, rækt. Sigríður Elsa Oddsdóttir
2. sæti hv. Heiðardals O Pjakkur, eig. Hallgrímur Magnús Sigurjónsson, rækt. Hrefna Hrólfsdóttir
Opinn flokkur
1. sæti meistaraefni Fuzzyheimen´s Norwegian Sky Trooper, eig. Halldóra Friðriksdóttir, rækt. Rose Lill Jonassen
2. sæti meistaraefni Sperringgardens Catch Of The Day, eig. María Tómasdóttir, rækt. Leni Louise Nyby
3.sæti meistaraefni Nettu Rósar Billy, eig. Guðbrandur Magnússon, rækt. Halldóra Friðriksdóttir
4. sæti Drauma Darwin, eig. og rækt. Ingibjörg Halldórsdóttir


Úrslit – bestu rakkar tegundar – allir meistaraefni
1. Meistarastig og Cacib: Fuzzyheimen´s Norwegian Sky Trooper
2. Bjargar Kappi
3. Vara – Cacib: Sperringgardens Catch Of The Day
4. Tröllatungu Valur Logi
5. Nettu Rósar Billy

TÍKUR
Töluvert fleiri tíkur voru sýndar eða 35 og fengu töluvert betri útkomu en rakkarnir.  28 tíkur fengu “excellent” eða “very good” og rauðan borða en 7 fengu “good” og bláan borða. 8 tíkur fengu bleikan meistaraefnisborða. Sannarlega góður árangur hjá tíkunum. 


Ungliðaflokkur
1.sæti meistaraefni Bjargar Krisma, eig. Kolbrún Þórlindsdóttir, rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir 
2.sæti meistaraefni Bjargar Katarina Hneta, eig. Tinna Ívarsdóttir, rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir 
3.sæti meistaraefni Ljúflings X-clusive Xenia, eig. Ingibjörg Halldórsdóttir, rækt. María Tómasdóttir
4.sæti Bjargar Dimmalimm eig.Sandra Jónasdóttir og rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir  
Unghundaflokkur
1.sæti meistaraefni Heiðardals Tína, eig. Elísabet Grettisdóttir, rækt. Hrefna Hrólfsdóttir  
2.sæti Nettu Rósar Alex, eig. Sigríður Haraldsdóttir, rækt. Halldóra Friðriksdóttir 
3.sæti Sjarmakots Electra Elja, eig. Sarah Lillian During, rækt. Ingunn Hallgrímsdóttir
Opinn flokkur
1. sæti meistaraefni Drauma Daría, eig. Bryndís Arnþórsdóttir, rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir 
2. sæti meistaraefni Hnoðra Nala, eig. Arna Sif Kærnested, rækt. Þórdís Gunnarsdóttir
3. sæti meistaraefni Nettu Rósar Bobby´s Jang, eig. og rækt. Halldóra Friðriksdóttir 
4. sæti meistaraefni Bjargar Darma, eig. og rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir  
Öldungaflokkur
1. sæti meistaraefni ISCH Drauma Vera, eig. og rækt. Ingibjörg Erna Halldórsdóttir


Úrslit – bestu tíkur tegundar – allar meistaraefni
1. Meistarastig og Cacib: Drauma Daría
2. ISCH Drauma Vera
3. V-cacib: Hnoðra Nala 
4. Bjargar Krisma   

Besti hundur tegundar var tíkin Drauma Daría sem fékk sitt fyrsta meistarastig. Hún fékk 3. sætið í úrslitum í tegundahópi 9. Bestur af gagnstæðu kyni var Fuzzyheimens Norwegian Sky Trooper sem fékk sitt 3. meistarastig og þar með titilinn íslenskur meistari.
Besti öldungur var ISCH Drauma Vera sem varð 3. besti öldungur sýningar. Frábær árangur hjá cavalierunum. 

Tveir ræktunarhópar voru sýndir
1. heiðursverðlaun, Drauma ræktun sem varð síðan 3. besti ræktunarhópur sýningar á laugardaginn
2. Bjargar ræktun

Einn afkvæmahópur var sýndur, hann var frá Bjargar ræktun. Hann fékk heiðursverðlaun og varð einnig 3. besti afkvæmahópur dagsins

 
Þakkir til starfsmanna sýningarinnar

Stjórn Hundaræktarfélags Íslands og stjórn Cavalierdeildar þakkar af alhug ykkur öllum sem komuð  að undirbúningi og framkvæmd sýningarinnar 27.-28. september sl.   Mikil vinna liggur að baki sýningum félagsins og væri óvinnandi vegur að halda þær nema með aðstoð ykkar félagsmanna.