Fundargerð ársfundar 2010

Ársfundur  Cavalierdeildar HRFÍ var haldinn þann 23. mars 2010 kl. 20 á skrifstofu félagsins.

Þátttaka á fundinum var mjög  góð eða um 35 manns.  María Tómasdóttir setti fundinn og bað Önnu Björgu Jónsdóttur að sjá um fundarstjórn og Guðríði  Vestars um fundarritun og var það samþykkt.

Skýrsla stjórnar:

Formaður las skýrslu stjórnar og fylgir hún hér á eftir.

Kosning 2ja manna í stjórn:  María Tómasdóttir og Guðríður Vestars höfðu lokið 2ja ára kjörtímabili, þær gáfu kost á sér áfram og þar sem ekkert mótframboð kom voru þær sjálfkjörnar. Stjórnin er því óbreytt fyrir næsta ár.

Kosning í nefndir:

Samkvæmt reglum ræktunardeilda getur stjórn tilnefnt í nefndir.  Stjórnin hefur yfirumsjón með störfum nefnda og skal henni fullkunnugt um alla starfsemi sem þar fer fram hverju sinni.

Kosið var í eftirfarandi nefndir til 2ja ára

Göngunefnd:  Elísabet Grettisdóttir, Kolbún Þórlindsdóttir, Guðrún Lilja Rúnarsdóttir, Kristjana Daníelsdóttir, Arna Sif Kærnested, Guðrún Birna Jörgensen og Anna Björg Jónsdóttir.

Básanefnd : Kolbrún Þórlindsdóttir, Ásta Björg Guðjónsdótir, Gerður Steinarsdóttir og Guðrún Birna Jörgensen.

Kynninganefnd: Ingibjörg Halldórsdóttir, Bjarney Sigurðardóttir, Elísabet Grettisdóttir, Hrefna Hrólfsdóttir og María Tómasdóttir.

Á fundinum var boðið upp á afmæliskaffi vegna 15 ára afmælis deildarinnar í vor. Kökumeistarar deildarinnar, þær Ásta Björg Jónsdóttir, Elísabet Grettisdóttir, Kolbrún Þórlindsdóttir og Arna Sif Kærnested buðu upp á þvílíkar hnallþórur að slíkar kræsingar verða lengi í minnum hafðar. Deildin færir þeim kærar þakkir fyrir hjálpina.

Eftir kaffið flutti Helga Finnsdóttir, dýralæknir  mjög skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur um lóðarí, paranir, meðgöngu og fleira og svaraði síðan fyrirspurnum.    

Eftir fjörugar umræðar var fundi slitið.