Stjórnarfundur 13. ap 2010

Mættar: María, Ingibjörg og Ingunn.

Stjórn skiptir með sér verkum:

Ákveðið var að verkaskipting yrði óbreytt fyrir næsta ár, þ.e. Maria er formaður, Guðríður ritari og Ingibjörg hefur umsjón með hinum ýmsu nefndum, Ingunn og Halldóra aðstoða eftir þörfum.

Þrjár pörunarbeiðnir láu fyrir og voru afgreiddar. María sér um að senda viðkomandi  rakkalista.

Mjög mörg got voru fyrstu 3 mánuði ársins og um 40 hvolpar auglýstir á síðunni á sama tíma. Ótrúlega vel hefur gengið að finna þeim góð heimili, þannig að við virðumst hafa haft óþarfa áhyggjur af því.  Vitað er um a.m.k. 3 – 4 hvolpafullar tíkur og svipaðan fjölda sem stendur til að para á næstunni.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.