Sumarsýning 5.-6.júní 2010

Stærsta sumarsýning HRFÍ til þessa fór fram í Víðidal, helgina 5. – 6. júní s.l., en alls voru skráðir til þátttöku tæplega 750 hundar af 80 tegundum.  Metþáttaka var hjá cavalierunum eða 80 skráðir hundar, þar af 12 hvolpar í flokknum 4 – 6 mánaða og 1 í 6 – 9 mánaða hvolpaflokki.  Deildin á 15 ára starfsafmæli á árinu og í tilefni þess fengum við sérfróðan cavalierræktanda og dómara fyrir cavalierana, Annukku Paloheimo frá Finnlandi en hún dæmdi einnig hér á 10 ára afmælinu okkar. Aðrir

dómarar voru George Kostopoulos, Grikklandi, Jeff Horswell Bretlandi, Paul Stanton, Svíþjóð og Torbjörn Skaar, Svíþjóð.    

Annukka skrifaði mjög ítarlega dóma um hvern hund svo allir ættu að hafa fengið góða leiðsögn um kosti og galla sinna hunda og hvað hver og einn getur gert til að bæta sýningarárangur sinn ef um það er að ræða.  Fengum svohljóðandi póst frá Annukku eftir sýninguna: „I am REALLY happy to see that you in Iceland have now so many Cavaliers with Excellent Fronts!!! And Lovely Eyes!!  Lots of the fronts are „lost“ in England and Europe.  The lovely arch of the neck, good shoulders and upper arms – not too many left!! And other good things as well, I am happy that there were only about 2-3 „modern“ heads now so popular but Wrong: the round skull, deep stop, very short muzzle.  This is a big change in UK and I am not happy.  It is another breed then. „

Hvolpar  4 – 6 mánaða (12)

Rakkar

hv. Ljúflings Bjarmi, eig. Steinunn Rán Helgadóttir, rækt. María Tómasdóttir

hv. Eldlilju Eldar, eig. og rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir

hv. Ljúflings Blossi, eig. Jörgen Pétur Guðjónsson, rækt. María Tómasdóttir

4  Brellu Nói, eig. Anna Birna Rögnvaldsdóttir, rækt. Vaka Jónsdóttir

Tíkur

hv. Ljúflings Busla Brák, eig. og rækt. María Tómasdóttir

hv. Skutuls Hnota, eig. Ingibjörg Halldórsdóttir, rækt. Bjarney Sigurðardóttir

hv.  Skutuls Harpa Karitas, eig. Bergþóra Sigurjónsdóttir, rækt. Bjarney Sigurðardóttir

hv.  Skutuls Hekla, eig. Mikkalína Finnbjörnsdóttir, rækt.Bjarney Sigurðardóttir

Ljúflings Bjarmi var besti hvolpur tegundar 4-6 mán. með heiðursverðlaun og varð  hann 3. besti hvolpur í úrslitum á sunnudeginum. Ljúflings Busla Brák var besti hvolpur af gagnstæðu kyni, einnig með heiðursverðlaun.     

Hvolpar 6 – 9 mánaða (1)

Tíkur

hv. Eldlilju Dorrit, eig. og rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir. Hún var besti hvolpur tegundar í þessum aldursflokki með heiðursverðlaun en mætti ekki í úrslit sýningar.

Rakkar (27)

27 rakkar voru skráðir í fimm flokkum og fengu 22 einkunina “excellent” , 4 fengu “very good” en 1 mætti ekki. Dómarinn gaf 10 rökkum meistaraefni.      

Ungliðaflokkur (5)

1.sæti ex. meistaraefni Eldlilju Kolumbus, eig. og ræktandi Þórunn Aldís Pétursdóttir     

2.sæti ex. meistaraefni Eldlilju Gull Moli, eig. Gunnar Þór Bjarnason, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir  

3.sæti ex. Hlínar Roði, eig. Margrét Sigurðardóttir, rækt. Edda Hlín Hallsdóttir      

4.sæti ex. Yndisauka Baltasar, eig. Þórunn Aldís Pétursdóttir, rækt. Berglind Ásta Jónsdóttir      

Unghundaflokkur (5)

1. sæti ex. meistaraefni Hrísnes Frakkur, eig. Árný Marteinsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir   

2. sæti ex. meistaraefni Bjargar Kaldi, eig. Guðrún Birna Jónsdóttir, rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir  

3. sæti ex. meistaraefni Hlínar Nelson Mandela, eig. og rækt. Edda Hlín Hallsdóttir

4. sæti ex. Sifjar Golíat Freyr, eig. Davíð Karlsson, rækt. Bergljót Davíðsdóttir 

Opinn flokkur (15)

1. sæti ex. meistaraefni Drauma Karri, eig. og ræktandi Ingibjörg Halldórsdóttir   

2. sæti ex. meistaraefni Heiðardals R Prins Robin, eig. Guðbjörg Björnsdóttir, rækt. Hrefna Hrólfsdóttir    

3. sæti ex. meistaraefni Tibama´s Santas Dream, eig. Berglind Ásta Jónsdóttir, rækt. Aud & Oystein Holtskog

4. sæti ex. meistaraefni Ljúflings Þinur, eig. og rækt. María Tómasdóttir  

Meistaraflokkur (1)

1. sæti ex. meistaraefni ISCh Drauma Abraham, eig. og rækt. Ingibjörg Halldórsdóttir  

Öldungaflokkur (1)

1. sæti ex. heiðursverðlaun Öðlings Askur, eig. Halldóra Lind Guðlaugsdóttir, rækt. Sólborg Friðbjörnsdóttir

Úrslit – bestu rakkar tegundar – allir meistaraefni

  1. Drauma Karri – meistarastig
  2. ISCh Drauma Abraham
  3. Hrísnes Frakkur
  4. Heiðardals R Prins Robin   

TÍKUR (40)

40 tíkur voru skráðar til leiks, sýndar í 4 flokkum,  og fengu 22 excellent, 14 fengu „very good”.1 „good“ en 3 mættu ekki til dóms. 10 tíkur fengu bleikan meistaraefnisborða.

Ungliðaflokkur (12)

1.sæti ex. meistaraefni Mjallar Besla, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested    

2.sæti ex. meistaraefni Heiðardals Louisu Freyja, eig. Harpa Barkar Barkardóttir, rækt. Hrefna Hrólfsdóttir    

3.sæti ex. meistaraefni Eldlilju Perla, eig. Ingibjörg Þorvaldsdóttir, rækt. Þórunn A.Pétursdóttir   

4.sæti ex. Mjallar Björt, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested    

Unghundaflokkur (8)

1.sæti ex. meistaraefni Ljúflings Ösp, eig. og rækt. María Tómasdóttir    

2.sæti ex. meistaraefni Teresajo Arabella, eig. Auður Jónsdóttir, rækt. Teresa Joanna Troscianko    

3.sæti ex. Yndisauka Bella, eig. og rækt. Berglind Ásta Jónsdóttir

4.sæti ex. Bjargar Konný, eig. og rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir

Opinn flokkur (19)

1. sæti ex. meistaraefni Ljúflings X-clusive Xenia, eig. Ingibjörg Halldórsdóttir, rækt. María Tómasdóttir   

2. sæti ex. meistaraefni Nettu Rósar Annabella, eig. Pálína Freyja Harðardóttir, rækt. Halldóra Friðriksdóttir    

3. sæti ex. meistaraefni Bjargar Darma, eig. og rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir     

4. sæti ex. meistaraefni Drauma Díma, eig. og rækt. Ingibjörg Halldórsdóttir     

Öldungaflokkur (1)

1. sæti ex. meistaraefni ISCH Drauma Vera, eig. og rækt. Ingibjörg Erna Halldórsdóttir

Úrslit – bestu tíkur tegundar – allar með meistaraefni

  1. Ljúflings X-clusive Xenia – meistarastig
  2. Isch Drauma Vera    
  3. Mjallar Besla  
  4. Heiðardals Louisu Freyja

Besti hundur tegundar var Drauma Karri sem fékk sitt þriðja meistarastig á þessari sýningu, en þar sem hann hefur ekki náð 2ja ára aldri, þarf hann 4. stigið til að verða íslenskur sýningameistari. Ljúflings X-clusive Xenia sem varð best af gagnstæðu kyni, fékk einnig sitt 3. meistarastig og þar með titilinn íslenskur sýningarmeistari. 

Cavalierinn er í erfiðustu grúppunni í úrslitum en þar kepptu að þessu sinni 20 tegundir en því miður komst Drauma Karri ekki í 4.sæta úrslitin. 

Besti öldungur var ISCH Drauma Vera sem varð 2. besti öldungur sýningar og bestur af gagnstæðu kyni Öðlings Askur.

Drauma ræktun sýndi ræktunarhóp sem fékk 1. sæti í úrslitum á sunnudeginum, frábær árangur það.   

Cavalierdeildin gaf vinningshöfum eignarbikara en Dýrabær gaf farandgripi.

Deildin óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn og vonast til að sjá sem flesta aftur á næstu sýningu í lok ágúst.


Myndin er af ISCh Drauma Veru sem var annar besti öldungur sýningar en í fyrsta sæti var ástralskur fjárhundur.

Ef einhver á myndir af besta hundi og tík, vinsamlega sendið á 

(Birt með fyrirvara um mögulegar villur, vinsaml.tilkynnið ef einhverjar eru!)