Stjórnarfundur 10. maí 2010

Stjórnarfundur 10. maí 2010  

Mættar:  María, Ingibjörg, Guðríður og Halldóra

Tekin fyrir beiðni frá HRFÍ vegna umræðu um hundahald á höfuðborgarsvæðinu og ósk um að hundeigendur mæti á framboðsfundi og haldi uppi heiðri okkar hundeigenda. Óttast er að hundahald verði bannað í þeim sveitarfélögum þar sem það er nú leyft.

Talið var óþarfi að auglýsa þetta á cavalíersíðunni, þar sem auglýsingin er þegar komin inn á síðu HRFÍ.

Sólheimakot

Sólheimakot er víst komið í algjöra niðurníðslu  eins og kom fram á síðasta fulltrúaráðsfundi. Kvartanir hafa borist til stjórnar og skrifstofu vegna hörmulegrar umgengni í Sólheimakoti.

Ef félagsmenn geta ekki lagt hönd á plóginn varðandi Sólheimakot þá sér stjórn HRFÍ ekki möguleika á að leigja það áfram.  Óskað er eftir sjálfboðaliðum í viðhald og þrif á húsinu.

Stjórnin ályktaði að ekki væru miklar líkur á að cavaliereigendur gæfu kost á sér í þetta verkefni enda eina notkun deildarinnar á húsnæðinu ca. 2 klst. vegna aðventukaffis og húsið hefur verið þrifið bæði fyrir og eftir.  Aftur á móti eru  3 – 4 deildir sem nota húsið mjög mikið, jafnvel hverja helgi og því eðlilegt að það fólk sinni viðhaldi og þrifum en láti ekki aðra þrífa eftir sig.  En ef einhverjir cavaliereigendur hafa áhuga á að aðstoða við viðhaldið í sjálfboðavinnu væri það að sjálfsögðu mjög vel þegið.

Got frá áramótum

Algjört met hefur verið í framboði á hvolpum fyrstu 4 mánuði ársins en 71 hvolpur fæddist þessa fyrstu 4 mánuði. Til samanburðar fæddust alls u.þ.b. 113 hvolpar árin 2008 og 2009. Það er því engin undra að ekki hafi gengið eins fljótt fyrir sig að útvega öllum þessum hvolpum heimili enda er greinilega dvínandi eftirspurn. Það er þó ekki von á mörgum gotum í maí og júní en nokkrar tíkur verða þó paraðar á þeim tíma, því 4 pörunarbeiðnir voru afgreiddar til viðbótar því sem áður hefur komið.

Innflutningur

Von er á nýjum ruby hundi til landsins frá Svíþjóð í lok maí og verður það góð viðbót við það sem fyrir er. Sárlega vantar nú nýja black and tan rakka til undaneldis.

Næsti fundur

Ákveðið að fresta næsta fundi þar til dómar og niðurstöður augnskoðunar í júní liggja fyrir en sumarfrí á skrifstofu HRFÍ gæti seinkað því.

Fundi slitið.