Sumarsýning ágúst 2010

Fyrsta alþjóðlega ágústsýning HRFÍ var í Víðidal, helgina 28. – 29. ágúst 2010. Alls voru skráðir til þátttöku u.þ.b.760 hundar af 82 tegundum.  46 cavalierar voru skráðir, þar af 2 hvolpar 4 – 6 mánaða og 10 í flokknum 6 – 9 mánaða. Því miður forfallaðist dómarinn okkar Bo Skalin en í staðinn fengum við finnskan dómara Juha Putkonen. Aðrir dómarar voru Brenda Banbury sem dæmdi tegundahóp 9, Igor Selimovic sem dæmdi öldungana, Sigríður Pétursdóttir og Jean Lanning en þær komu í stað írsku hjónanna Colm og Ritu Beattie sem einnig forfölluðust á síðustu stundu.    
 
Hvolpar  4 – 6 mánaða (2)
Tíkur
hv. Sandasels Kvika, eig. & rækt. Kolbrún Þórlindsdóttir.
2.hv. Ljúflings Czabrina, eig. & rækt. María Tómasdóttir
Sandasels Kvika varð besti hvolpur tegundar og lét ekki þar við sitja, heldur sló í gegn og varð besti hvolpur dagsins í þessum aldursflokki.
Hvolpar 6 – 9 mánaða (10)
Rakkar
1.hv. Ljúflings Bjarmi, eig. Steinunn Rán Helgadóttir, rækt. María Tómasdóttir.
2.hv. Hrísnes Sólon, eig. Hildur Hrund Halldórsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir
3. Brellu Moli, eig. Björg Egilsdóttir, rækt. Valka Jónsdóttir
4. Hrísnes Krummi Nói, eig. Guðbjörg Björnsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir
Tíkur
1. hv. Eldlilju Tina, eig. Viktoria Dagbjartsdóttir, rækt. Þórunn A.Pétursdóttir
2. hv. Vatnalilju Yrja, eig. Hafdís Hauksdóttir, rækt. Hanna Birna Sigurbjörnsdóttir
3. Hrísnes Sunna, eig. & rækt.Þuríður Hilmarsdóttir
4. Skutuls Harpa Karitas, eig. Bergþóra Sigurjónsdóttir, rækt. Bjarney Sigurðardóttir
Ljúflings Bjarmi varð besti hvolpur tegundar og varð 3. besti hvolpur dagsins í þessum aldursflokki.
 
Aldrei þessu vant voru fleiri rakkar skráðir en tíkur.  Dómarinn gaf öllum mjög ítarlega dóma en nokkrir cavalierar voru settir töluvert niður í einkunn vegna tannsteins og óheilbrigðra góma – nokkuð sem vert er að hafa í huga fyrir næstu sýningu.
Rakkar (18)
18 rakkar voru skráðir í fjórum flokkum og fengu 10 einkunina “excellent” , 5 fengu “very good”, 2 „good“ og 1 „sufficient“ . Dómarinn gaf 6 rökkum meistaraefni.      
Ungliðaflokkur (2)
1.sæti ex. Hlínar Roði, eig. Margrét Sigurðardóttir, rækt. Edda Hlín Hallsdóttir
2.sæti ex. Sifjar Fagri Freyr, eig. Sigrún Soffía Hafstein, rækt. Bergljót Davíðsdóttir
Unghundaflokkur (2)
1. sæti ex. Bjargar Kaldi, eig. Guðrún Birna Jörgensen, rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir
Opinn flokkur (12)
1. sæti ex. meistaraefni Heiðardals Prins Robin, eig. Guðbjörg Björnsdóttir, rækt. Hrefna Hrólfsdóttir
2. sæti ex.meistaraefni Drauma Karri, eig. & ræktandi Ingibjörg Halldórsdóttir   
3. sæti ex. meistaraefni Chadyline Red Shimmer, eig. Sarah Lillian During, rækt. Nina Lindström & Selja Lindström    
4. sæti ex. meistaraefni Sjarmakots Neptune Nemó, eig. Kristín Hlín Pétursdóttir, rækt. Ingunn Hallgrímsdóttir
Meistaraflokkur (2)
1. sæti ex. meistaraefni ISCh Drauma Abraham, eig. og rækt. Ingibjörg Halldórsdóttir  
2. sæti ex. meistaraefni ISCh Sperringgardens Catch Of The Day, eig. María Tómasdóttir, rækt. Leni Louise Nyby
Úrslit – bestu rakkar tegundar – allir meistaraefni
ISCh Drauma Abraham – Cacib
Heiðardals R Prins Robin – meistarastig og vara-Cacib
ISCh Sperringgardens Catch Of The Day
Drauma Karri   
TÍKUR (16)
16 tíkur voru skráðar til leiks, sýndar í 4 flokkum, 9 fengu „excellent“, 5 fengu „very good”.1 „good“ en 1 mætti ekki til dóms. 7 tíkur fengu bleikan meistaraefnisborða.
Ungliðaflokkur (4)
1.sæti ex. meistaraefni Eldlilju Móa, eig. Sigurbjörg María Ísleifsdóttir, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir   
2.sæti vg. Grettlu Salka Valka, eig. & rækt. Elísabet Grettisdóttir    
3.sæti vg. Eldlilju Birta, eig. Helga María Stefánsdóttir, rækt. Þórunn A.Pétursdóttir  
4.sæti vg. Eldlilju Dorrit, eig. & rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir   
Unghundaflokkur (4)
1.sæti ex. meistaraefni Eldlilju Freyja, eig. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir
2.sæti ex. meistaraefni Ljúflings Ösp, eig. & rækt. María Tómasdóttir    
3.sæti ex. Mjallar Besla, eig. & rækt. Arna Sif Kærnested
Opinn flokkur (6)
1. sæti ex. meistaraefni Skutuls Bríet, eig. Kristín Bjarnadóttir, rækt. Bjarney Sigurðardóttir
2. sæti ex. meistaraefni Mjallar Björt, eig. & rækt. Arna Sif Kærnested    
3. sæti ex. Drauma Dís, eig. Elísabet Grettisdóttir, rækt. Ingibjörg Halldórsdóttir     
4. sæti vg. Teresajo Aisza, eig.& rækt. Teresa Joanna Troscianko     
Meistaraflokkur (1)
1.sæti ex. meistaraefni ISCh Ljúflings X-clusive Xenia, eig. Ingibjörg E.Halldórsdóttir, rækt. María Tómasdóttir
Öldungaflokkur (1)
1. sæti ex. meistaraefni ISCh Drauma Vera, eig. & rækt. Ingibjörg Erna Halldórsdóttir
Úrslit – bestu tíkur tegundar – allar með meistaraefni
ISCh Ljúflings X-clusive Xenia – Cacib
Eldlilju Móa – meistarastig   
ISCh Drauma Vera   
Skutuls Briet – vara Cacib
Besti hundur tegundar var ISCh Drauma Abraham og best af gagnstæðu kyni var ISCh Ljúflings X-clusive Xenia, bæði fengu 2. cacib stigið sitt, en fjögur stig þarf til að hljóta titilinn alþjóðlegur meistari. Meistarastigs tíkin er aðeins 13 mánaða gömul og hafði því ekki aldur til að hljóta vara-cacib stigið, frábær árangur hjá henni.   
Því miður komst Drauma Abraham ekki í úrslit í grúppu 9.   

Besti öldungur ISCH Drauma Vera náði því miður ekki sæti í úrslitum um besta öldung sýningarinnar.
 
Cavalierdeildin gaf vinningshöfum eignarbikara en Ljúflings ræktun gaf farandbikar.

Deildin óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn.

Myndin er af Sandasels Kviku, besta hvolpi dagsins, ásamt eiganda sínum og dómara.
 
Birt með fyrirvara um mögulegar villur, vinsaml.tilkynnið ef einhverjar eru!)