Allar stjórnarkonur mættar. (Stjórnarfundir féllu niður í júní og ágúst vegna veikinda 2ja stjórnarmeðlima)AugnskoðunFarið var yfir niðurstöður augnskoðunar í júní s.l. 40 cavalierar voru skoðaðir, 23 tíkur og 17 rakkar. 7 tíkur voru með Corneal Dystrophi og 4 rakkar, 2 rakkar greindust með Microthalmia cataract, sem er meðfætt og fara þeir báðir í ræktunarbann. Þetta eru fyrstu cavalierarnir sem greinast með þennan sjúkdóm í augnskoðun hér á landi en hann er mjög sjaldgæfur. Vitað er um tvö önnur tilfelli sem dýralæknar hér greindu fyrir nokkrum árum, en þessi sjúkdómur er vel greinanlegur jafnvel fyrir leikmann, þar sem það augað sem sjúkdómurinn finnst í er venjulega töluvert minna. Augað er blint að hluta en venjulega ágerist blindan ekki. Rétt er þó að láta fylgjast með þessum hundum og skoða þá aftur t.d. eftir ca. 2 ár.Það sem veldur okkur hins vegar áhyggjum er að báðir þessir hundar eru undan sama rakkanum en sitt hvorri tíkinni, sem eru alveg óskyldar, svo það er spurning hvort rakkinn sem sjálfur er heilbrigður gæti verið beri fyrir þennan augnsjúkdóm eða hvort þetta er tilviljun. Ekki er vitað hvernig sjúkdómurinn erfist. Ákveðið hefur verið að rakkinn verði ekki notaður áfram en hann á 31 afkvæmi.Gotlisti jan – ágúst 2010 og væntanleg gotSamtals hafa 104 cavalierhvolpar komið í heiminn undan 27 tíkum á þessum 8 mánuðum, sem er langt yfir meðaltalinu. Von er á 4 – 5 gotum í september og einhverjar tíkur til viðbótar hafa verið paraðar, þannig að útlit er fyrir svipað ár og 2007 þegar 39 got voru og 157 hvolpar en í fyrra voru hvolparnir 113 þannig að aukningin er ansi mikil, sérstaklega í ljósi þess að þessa mánuðina er mjög mikill samdráttur í hvolpasölu og gífurlegt framboð af hvolpum af öllum tegundum, hreinræktuðum sem blendingum. Það gæti því farið svo að margir ræktendur þurfi að fjölga heimilishundunum sínum þetta árið vegna þess að engin heimili finnast fyrir hvolpana. Viljum við hvetja ræktendur til að hugsa sig vel um áður en þeir para tíkurnar sínar meðan ástandið er svona.Júní og ágúst sýningarnar – dómarFarið var yfir sýningardóma fyrir tvær síðustu sýningar. Dómari ágústsýningarinnar lagði mikið upp úr biti og tönnum, þannig að dómar á nokkrum hundum voru töluvert lakari en þeir höfðu fengið áður en það er eins og gengur, við verðum að taka því að dómarar eru misjafnir og ekki gefið að hundur fái alltaf góða einkunn þó hann fái það einu sinni. Áberandi var að nokkrir hundar voru með óhreinar tennur og slæmt tannhold og voru settir niður fyrir það en að sjálfsögðu þarf munnurinn að vera hreinn eins og hundurinn að öðru leyti.RakkalistiNýr rakkalisti lagður fram. Nokkrir nýir hundar komu inn á rakkalistann eftir síðustu augnskoðun og síðustu sýningu og nokkrir duttu út vegna þess að augnvottorð þeirra eru fallin úr gildi. Ágætt framboð er af undaneldishundum í öllum litum nema black and tan en vonandi rætist úr því strax eftir áramótin, því nokkrir rakkar í þessum lit verða 2ja ára á næsta ári.DeildarsýningSchnauzer deildin hefur boðið okkur að taka þátt í 5 ára deildarsýningu þeirra, sem áætlað er að verði helgina 4 – 5. mars 2011. Sótt hefur verið um sýninguna en svar ekki borist ennþá. Stjórnin fyrir sitt leyti er samþykk því að taka þátt í sýningunni ef leyfi fæst. Dómarar verða þýsk hjón sem bæði hafa réttindi til að dæma cavalier. |