Nóvember sýning 2010

Helgina 20. – 21. nóvember mættu 829 hreinræktaðir hundar af 81 hundategund í dóm á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands. Dómarar voru Andrew Brace frá Bretlandi, Birgitta Svarstad frá Svíþjóð, hjónin Rodi og Wera Hubenthal frá Noregi, Rui Alberto Oliveira frá Portugal og Hans Rosenberg frá Svíþjóð sem dæmdi cavalierana. Að þessu sinni voru 56 cavalierar skráðir til þátttöku og eins og oftast  vorum við stærsti hópurinn, rétt sluppum reyndar í toppsætið, þar sem 55 labradorar voru skráðir. Rudi Hubenthal dæmdi grúppu 9 og Andrew Brace „Best in Show“ eða besta hund sýningar.

Þessi sýning verður sennilega lengi í minnum höfð sem „bláa sýningin“ okkar, nema að þetta sé það sem koma skal á næstu sýningum. En vonandi verður hennar þó fyrst og fremst minnst vegna þess frábæra árangurs sem náðist á sýningunni, þegar cavalier varð 3. besti hundur sýningar.

Úrslit urðu annars eins og hér segir:

Hvolpar  4 – 6 mánaða (2)

Rakkar

1.hv. Ís-Korku Atlas, eig. og ræktandi Hildur Guðrún Gunnarsdóttir

Tíkur

hv. Ís-Korku Aska Ísafold, eig. og ræktandi Hildur Guðrún Gunnarsdóttir

Ís-Korku Atlas varð besti hvolpur tegundar en komst ekki í úrslit um besta hvolp sýningar.

Hvolpar 6 – 9 mánaða (9)

Rakkar

1. sæti Sjarmakots Mega Moli, eig. Harpa Hrönn Finnbogadóttir, rækt. Ingunn Hallgrímsdóttir

2. sæti Sóllilju Bónó, eig. Hrönn Ásgeirsdóttir, rækt. Jón Hilmarsson

Tíkur

1. sæti hv. Sandasels Kvika, eig. og rækt. Kolbrún Þórlindsdóttir  

2. sæti hv. Ljúflings Czabrina, eig. og rækt. María Tómasdóttir

3. sæti Vatnalilju Yrja, eig. Hafdís Hauksdóttir, rækt. Hanna Birna Sigurbjörnsdóttir

4. sæti Ljúflings Coco Chanel, eig. Þór Ólafsson, rækt. María Tómasdóttir

Sandasels Kvika varð besti hvolpur tegundar en komst heldur ekki í 4ra hvolpa úrslit dagsins.  

Eins og sagt var hér að framan varð þessi sýning vægast sagt afar „blá“ –  en við þurfum að hafa það í huga að í dag táknar blár borði „very good“  sama og 1. einkunn  áður, enda eru hundarnir ekki sendir út af heldur keppa um sæti, ef færri en 4 fá rauða borðann „excellent“.  Það sem truflar, er að það virðist ennþá mjög misjafnt meðal dómara hvernig þeir nota borðana enda þessi breyting rétt að taka gildi erlendis.  Hingað til hafa töluvert fleiri cavalierar fengið rauðan borða en bláan eða gulan, en það snerist rækilega við nú, – eins var dómarinn mjög spar á heiðursverðlaun og meistaraefnisborða, en hér koma úrslitin:

Rakkar (18)

18 rakkar voru skráðir í fjórum flokkum, 7 fengu „excellent“, 7 fengu „very good“, 2 fengu „good“ og 2 voru forfallaðir. Dómarinn gaf 4 rökkum meistaraefni.      

Ungliðaflokkur (1)

1.sæti vg. Drauma Láki, eig. Guðmundur Þ.Reynaldsson, rækt. Ingibjörg Halldórsdóttir

Unghundaflokkur (3)

1. sæti ex. meistaraefni Kjarna Catching The Sun Ray – Geisli, eig. Bryndís Bragadóttir, rækt. Anna Karen Kristjánsdóttir

2. sæti ex. Hlínar Fídel Castro, eig. Guðleif Jónsdótir, rækt. Edda Hlín Hallsdóttir

3. sæti ex. Hlínar Castro, eig. Gyða Hafdís Margeirsdóttir, rækt. Edda Hlín Hallsdóttir

Opinn flokkur (12-1)

1. sæti ex. meistaraefni Heiðardals R.Prins Robin, eig. Guðbjörg Björnsdóttir, rækt. Hrefna Hrólfsdóttir

2. sæti ex.meistaraefni Drauma Karri, eig. & ræktandi Ingibjörg Halldórsdóttir   

3. sæti ex. Bjargar Klaki, eig. Guðrún Birna Jörgensen, rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir    

4. sæti vg. Hlínar Nelson Mandela, eig. & rækt. Edda Hlín Hallsdóttir  

Meistaraflokkur (2-1)

1. sæti ex. meistaraefni ISCh Drauma Abraham, eig. & rækt. Ingibjörg Halldórsdóttir  

Úrslit – bestu rakkar tegundar – allir meistaraefni

  1. ISCh Drauma Abraham – Cacib
  2. Heiðardals R Prins Robin – meistarastig og vara-Cacib
  3. Drauma Karri
  4. Kjarna Catching The Sun Ray Geisli    

TÍKUR (27)

27 tíkur voru skráðar, sýndar í 5 flokkum og útkoman heldur verri þar hlutfallslega.

8 fengu „excellent“, 17 fengu „very good”.1 „good“ en 1 mætti ekki til dóms. 6 tíkur fengu bleikan meistaraefnisborða.

Ungliðaflokkur (6)

1.sæti vg. Ljúflings Blika, eig. Anna Björg Jónsdóttir/Garðar Guðmundsson, rækt. María Tómasdóttir    

2.sæti vg. Eldlilju Tína, eig. Viktoría Dagbjartsdóttir, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir     

3.sæti vg. Skutuls Hekla, eig. Mikkalína Finnbjörnsdóttir, rækt. Bjarney Sigurðardóttir   

4.sæti vg. Hlínar Katla, eig. Gerður Steinarsdóttir, rækt. Edda Hlín Hallsdóttir Unghundaflokkur (5)

1.sæti ex. meistaraefni Drauma Lay Low, eig. og rækt.Ingibjörg Halldórsdóttir

2.sæti ex. Mjallar Besla eig. og rækt. Arna Sif Kærnested     

3.sæti vg. Eldlilju Freyja, eig. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir

4.sæti vg. Grettlu Salka Valka, eig. og rækt. Elísabet Grettisdóttir  

Opinn flokkur (14-1)

1. sæti ex. meistaraefni Drauma Díma, eig. og rækt. Ingibjörg Halldórsdóttir

2. sæti ex. meistaraefni Mjallar Björt, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested    

3. sæti ex. meistaraefni Ljúflings Ösp, eig. og rækt. María Tómasdóttir      

4. sæti ex. Sifjar Medúsa Eir, eig. Steingerður Ingvarsdóttir, rækt. Bergljót Davíðsdóttir     

Meistaraflokkur (1)

1.sæti ex. meistaraefni ISCh Ljúflings X-clusive Xenia, eig. Ingibjörg E.Halldórsdóttir, rækt. María Tómasdóttir

Öldungaflokkur (1)

1. sæti ex. meistaraefni ISCH Drauma Vera, eig. og rækt. Ingibjörg Erna Halldórsdóttir

Úrslit – bestu tíkur tegundar – allar með meistaraefni

  1. ISCh Ljúflings X-clusive Xenia – Cacib
  2. Drauma Díma – meistarastig  – vara-cacib
  3. ISCh Drauma Vera   
  4. Mjallar Björt

Besti hundur tegundar var ISCh Drauma Abraham og best af gagnstæðu kyni var ISCh Ljúflings X-clusive Xenia, bæði fengu þriðja cacib stigið sitt, en fjögur stig þarf til að hljóta titilinn alþjóðlegur meistari. Tíkin Ljúflings Xenia hefur náð frábærum árangri á árinu, verið besta tík á öllum 4 sýningum ársins undir styrkri stjórn „eiganda“ síns Sigurjóns. Heiðardals Prins Robin og Drauma Díma fengu meistarastigin og er þetta annað stig beggja, vonandi ná þau því þriðja á næsta ári en þá standa 5 sýningar cavalierunum til boða, það er því spennandi ár framundan.    

Besti öldungur ISCH Drauma Vera náði því miður ekki sæti í úrslitum um besta öldung sýningar en hún varð þrátt fyrir það 3. stigahæsti öldungur ársins og er það ekki lítið afrek fyrir tík á 11. aldursári.

ISCh Drauma Abraham keppti í grúppu 9 en þar kepptu alls um 20 smáhundategundir, allt glæsilegir fulltrúar sinnar tegundar. Cavalierarnir hafa nokkuð oft komist í 4ra hunda úrslit í grúppu 9, sem er þó langt í frá auðvelt – en að þessu sinni kom hann Abraham með stæl inn í hringinn og hreint og beint rúllaði þessu upp og varð í 1. sæti í grúppunni hjá Rudi Hubenthal við mikinn fögnuð cavaliereigenda. Árið 2000 náðu tveir cavalierar þessum árangri, Nettu Rósar Sandra á vorsýningunni og Gæða Jökull á sumarsýningunni á Akureyri, – árið 2000 var því mjög farsælt ár fyrir cavalierana. Homerbrent Elation (Pútin) náði einnig 1. sætinu árið 2003.

Sunnudaginn 21. nóvember mættu 10 fulltrúar grúppanna til keppni um besta hund sýningar hjá dómaranum Andrew H. Brace.  Mikil eftirvænting ríkti þegar Abraham, hógvær og lítillátur trítlaði inn í hringinn og komst í 4ra hunda úrslit. Þegar hann tók við þriðju verðlaunum um besta hund sýningar frá dómaranum Andrew H.Brace, fögnuðu viðstaddir cavaliereigendur ákaft, nánast skjálfandi af æsingi!

Þetta telst besti árangur sem cavalier hefur náð hingað til, þar sem þetta er svo stór sýning en áður hafa þó 3 cavalierar komist í 4ra hunda úrslit…Gæða Jökull varð BIS eða besti hundur sýningar á sumarsýningu á Akureyri 2000, þá voru 19 cavalierar sýndir, dómari Kenneth Edh.  ISCh Sperringgardens Chutney (Gorbi) varð í 4. sæti fyrir mörgum árum síðan (Rudi Hubenthal dæmdi cavalierana!) og Homerbrent Elation (Putin), afi Abrahams náði einnig 3. sæti haustið 2003, þá voru 37 cavalierar sýndir og dómarinn þá var einmitt okkar ástkæri Rudi Hubenthal!

Innilegar þakkir fær Dýrabær sem gaf vinningshöfum bikara, einnig þökkum við þeim cavaliereigendum sem stóðu vaktina á cavalierbásnum.

Deildin óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn.

Birt með fyrirvara um mögulegar villur, vinsaml.tilkynnið ef einhverjar eru!)