FundargerðMættar: María, Halldóra, Ingibjörg, Ingunn og GuðríðurNóvember sýningin:Sá frábæri árangur náðist á þessari sýningu að cavalier vann grúppu 9 og varð síðan 3. besti hundur sýningar og bætti það upp að árangur var öðru leyti verri en oftast áður en óvenjulega margir hundar fengu very good og bláan borða og nokkrir, good eða gulan borða, t.d. einn sem hafði verið klipptur og snyrtur, en skv. staðli má ekki klippa feld á cavalier. Það er því að ýmsu að hyggja, – ekki klippa, muna að hreinsa tennur o.s.frv. því það er fleira en meðfædd fegurð hundsins sem ræður einkunum! Augnskoðanir:Augnskoðun fór fram á haustsýningu HRFÍ í Víðidal í nóv. 2010 og hjá Dekurdýrum helgina áður á vegum Shih Tzu deildarinnar. Frekar fáir cavalierar mættu að þessu sinni, eða 12 tíkur og 9 rakkar.Einn hundur greindist með meðfæddan augnsjúkdóm PHTVL (misþroski í auga) sem aldrei hefur greinst hér fyrr, þurfum að fá nánari upplýsingar um hann þegar augnlæknarnir koma næst.40 cavalierar voru augnskoðaðir á júnísýningunni, svo alls hefur 61 cavalier mætt í augnskoðun á árinu. Got ársins 2010Farið yfir gotlista ársins. Mikil gróska og áhugi virðist vera á ræktun, því alls voru 36 got á árinu, miðað við 29 í fyrra og 32 árið 2008. 29 ræktendur voru með got þar af 10 nýir ræktendur, 7 þeirra hafa fengið ræktunarnöfn. Alls fæddust 142 lifandi hvolpar, 59 blenheim, 49 ruby, 20 black and tan og 14 þrílitir. Eftirspurn eftir hvolpum er greinilega minni en áður, en samt virðist takast að finna flestum hvolpum heimili, þó það taki lengri tíma nú en áður. Eins og áður eru tíkurnar vinsælli en rakkarnir.15 rakkar voru notaðir til undaneldis. Listi yfir undeldishundaHingað til hafa 2ja ára rakkar og eldri verið settir á rakkalista, um leið og þeir hafa verið augnskoðaðir og sýndir með eink. Vg eða Exc. auk þess að eiga 4ra ára foreldra eða eldri með hreint hjartavottorð.Ákveðið var að framvegis þyrftu rakkar líka að hafa farið í a.m.k. eina hjartaskoðun, þar sem einnig fer fram hnéskeljaskoðun. Ef eigendur rakka vilja ekki láta nota þá, eru þeir að sjálfsögðu fjarlægðir af listanum. Rétt þykir að setja þessar upplýsingar inn á síðuna, undir upplýsingar fyrir ræktendur. 8 nýir rakkar gætu bæst á listann á næstu 2 mánuðum en 5 þeirra hafa ekki tekið hjartavottorð, og bíða því þar til þau liggja fyrir. Um 40 hundar eru á rakkalista í dag, nægilegt úrval er af öllum litum nema black and tan. Deildarsýningin 5.mars 2011Reynt hefur verið að ná sambandi við formann Schnauzer deildar til að fá upplýsingar um dómarann, svo hægt sé að setja auglýsingu um sýninguna á síðuna og hefja skráningu en það hefur ekki tekist ennþá. Ekki verður hægt að skrá á sýninguna á netinu vegna breytinga hjá HRFÍ. Unnið verður að þessu á næstu dögum.f.h. stjórnar og ritaraMaría Tómasdóttir | |