Stjórnarfundur 20. okt 2010

Allar stjórnarkonur mættar:

Fulltrúaráðsfundur:

Farið yfir ýmsar upplýsingar sem komu fram á síðasta fulltrúaráðsfundi, m.a. slæmt ástand á Sólheimakoti. Spurning hvort hægt verður að hafa aðventukaffið þar, vegna vatnsskorts. Ath. Það nánar.

Kynning var á nýju tölvukerfi, verður mjög spennandi þegar það kemst í gagnið, einnig ýmsar upplýsingar frá síðasta NKU fundi – sem Guðríður Valgeirsdóttir sagði frá.

Deildarsýning:

HRFÍ hefur samþykkt deildarsýningu Schnauzer-, Cavalier- og Am.Cocker deildar og verður hún helgina 4. – 5 mars 2011. Við þurfum að funda með Schnauzer deild og fara yfir allan undirbúning fyrir sýninguna. Útvega þarf sýningarstjóra, starfsfólk við sýningu og einnig þarf að vinna við skráningu og úrvinnslu gagna á skrifstofunni og útgáfu sýningarskrár.  Við þurfum einnig að fá meiri upplýsingar um dómarann til að geta kynnt hann á cav.síðunni.

Hundanudd:

Ákveðið að tala við Nönnu Zophoniasdóttur og athuga hvort hún hafi tíma til að kenna cavaliereigendum hundanudd. Helst að fá þann tíma sem fyrst. Ath. Sólheimakot.

Gurrý sér um það.

Bikarar fyrir næstu sýningu:

Dýrabær ætlar að gefa bikara fyrir nóvembersýninguna.

Pörunarbeiðnir:

Þrjár pörunarbeiðnir voru lagðar fram, María hefur svarað þeim.

133 hvolpar hafa komið í heiminn frá áramótum og allt útlit fyrir sama hvolpafjölda og metárið 2007.

Því miður liggja góð heimili ekki á lausu þessa dagana,-  mjög lítil eftirspurn er nú eftir hvolpum og þurfa ræktendur því að hafa hvolpana mun lengur en áður og allt upp í nokkra mánuði. Vonandi gera ræktendur sér grein fyrir því áður en þeir ákveða að para.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

f.h.stjórnar

María Tómasdóttir