Fundargerð ársfundar 2011

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ var haldinn 17. febrúar 2010,  kl. 20 á skrifstofu félagsins í Síðumúla.

Góð mæting var á fundinn en 31 skráði sig í gestabókina. Formaður, María Tómasdóttir setti fundinn og skipaði Önnu Björgu Jónsdóttur fundarstjóra og Guðríði Vestars fundarritara.

Skýrsla stjórnar

Formaður las skýrslu stjórnar og fylgir hún hér á eftir.

Kosning 3ja manna í stjórn:

Ingunn Hallgrímsdóttir, Ingibjörg Halldórsdóttir og Halldóra Friðriksdóttir höfðu lokið 2ja ára kjörtímabili. Halldóra gaf ekki kost á sér til endurkjörs en þær Ingunn og Ingibjörg gáfu báðar kost á sér áfram. Auk þeirra bauð Elísabet Grettisdóttir sig fram. Þar sem ekki bárust fleiri framboð voru þær sjálfkjörnar.

Formaður bauð Elísabetu velkomna til starfa fyrir deildina og þakkaði Halldóru vel unnin störf s.l. 16 ár í þágu deildarinnar.

Stjórnin er því þannig skipuð næsta ár:

María Tómasdóttir,

Guðríður Vestars

Ingibjörg Halldórsdóttir

Ingunn Hallgrímsdóttir

Elísabet Grettisdóttir

Þar sem kosið var í allar nefndir til 2ja ára á ársfundinum 2010 verða göngu- bása- og kynningarnefnd skipuð sama fólki fyrir komandi ár.

Önnur mál

Guðrún Lilja Rúnarsdóttir bað um orðið og sagði okkur frá hyrnunum sem þær í göngunefndinni, sem flestar eru frábærar prjónakonur, hefðu hannað til að auðkenna hunda í Laugavegsgöngunni. Hyrnurnar voru seldar við vægu verði og gáfu þær alla vinnu og efni. Ágóðanum hafa þær varið til að kaupa farandbikar til að heiðra göngugarp ársins, þann sem mætir í flestar göngur og hefur auk þess komið með sitt góða skap og dillandi hlátur til að lífga upp á félagsskapinn. Að þessu sinni gátu þær ekki gert upp á milli tveggja göngugarpa, þannig að tveir göngugarpar voru heiðraðir, þær Ásta Björg Guðjónsdóttir og Þorbjörg Markúsdóttir. Báðar fengu blómvönd en verða að semja um hver gætir bikarsins góða. 

Formaður afhenti göngunefndinni, cavaliernælur, sem framleiddar voru fyrir nokkrum árum, þegar hver sýning var helguð einni ákveðinni tegund. Nælurnar hafa ekki selst en e.t.v. getur þessi hugvitssama göngu- og hönnunar- nefnd gert eitthvað við þær til hagsbóta fyrir deildina.

Sýnikennsla í snyrtingu cavalierhunda

Eftir kaffihlé,  var Guðríður Vestars með sýnikennslu á snyrtingu cavalierhunda og kynnti ýmis efni, sem nauðsynleg eru til feldhirðu fyrir sýningar. Kitty litla cavalier tík  var stillt og prúð og virtist ekkert ósátt við allt dúlleríið og athyglina sem hún fékk.  Cavaliereigendur urðu margs vísari eftir þessar góðu leiðbeiningar.

Fundi slitið um kl.22.00

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s