
Deildarsýning cavalierdeildar í samvinnu við Schnauzer- og Am.Cocker spaniel deildirnar var haldin 5. mars 2011 í Garðheimum. Dómari var Gisa Schicker frá Þýskalandi. Því miður treysti hún sér ekki til að skrifa dómana á ensku en Walter Schicker, dómari og eiginmaður hennar var á staðnum og þýddi dóma fyrir þá sem þess óskuðu. (Ritarinn Hafrún hefur boðist til að þýða dómana yfir á ensku fyrir þá sem geta skannað þá inn og sent henni, net. hafrun.stefansdottir@utn.stjr.is
Dómarinn lagði mikla áherslu á að bit væru rétt og allar tennur til staðar og tók fram eftir sýninguna að henni hefði yfirhöfuð fundist hundarnir góðir en sagði að ruby ræktendur þyrftu að taka sig verulega á, því þar hefði hún fundið bæði yfirbit, undirbit og krossbit og hefðu hundarnir fengið einkunnir í samræmi við það.
Yfirbit er að sjálfsögðu alvarlegur galli og þeir hundar hvorki sýningar- eða ræktunahæfir en bæði vægt undirbit og örlítið krossbit í ungum hundum getur lagast, allt upp í 2ja ára aldur og eru mörg dæmi um það hjá cavalier. Eigendur þeirra hunda geta því alveg vonast til að bitið lagist með tímanum en sennilega betra að bíða með að sýna þá þar til bitið er orðið rétt.
Hvolpar 4 – 6 mánaða (7)
Rakkar (1)
1 hv. Boston, eig. og rækandi Guðrún Helga Rúnarsdóttir
Tíkur (6)
1 hv. Stapafells Táta, eig. Þorbjörg Guðrún Markúsdóttir, rækt. Jónína Kristgeirsdóttir
2 hv. Hlínar Brandy, eig. Sigríður Axelsdóttir, rækt. Edda Hlín Hallsdóttir
3 hv. Hlínar Zelda Casandra, eig. og ræk. Edda Hlín Hallsdóttir
4 París, eig. og rækt. Guðrún Helga Rúnarsdóttir
Stapafells Táta var besti hvolpur tegundar 4-6 mán. með heiðursverðlaun en Boston bestur af gagnstæðu kyni, einnig með heiðursverðlaun.
Hvolpar 6 – 9 mánaða (5)
Rakkar (1)
1 Grettlu Tínu Kasper, eig. Ingibjörg Grettisdóttir, rækt. Elísabet Grettisdóttir
Tíkur (4)
1 hv. Bjargar Jara, eig. og rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir
2 hv. Grettlu Tinu Ronja, eig. og rækt. Elísabet Grettisdóttir
3 Hlínar Júlía, eig. Guðrún Birgisdóttir, rækt. Edda Hlín Hallsdóttir
4 Ís-Korku Aska Ísafold, eig. og rækt. Hildur Guðrún Gunnarsdóttir
Bjargar Jara var besti hvolpur tegundar 6 – 9 mánaða með heiðursverðlaun en rakkinn fékk ekki framhaldseinkunn..
Rakkar (14)
14 rakkar voru skráðir í fjórum flokkum, 10 fengu „excellent“, 2 „very good“ og 2 „good“. Dómarinn gaf 7 rökkum meistaraefni.
Ungliðaflokkur (5)
1.sæti ex. meistaraefni Ljúflings Bjarmi, eig. Steinunn Rán Helgadóttir, rækt. María Tómasdóttir
2.sæti ex. meistaraefni Hrísnes Krummi Nói, eig. Guðbjörg Björnsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir
3.sæti ex. meistaraefni Vatnalilju Jarl, eig. Björk Varðardóttir, rækt. Hanna Birna Sigurbjörnsdóttir
Unghundaflokkur (1)
1. sæti vg. Sjarmakots Priceless Pablo, eig. Sævar Ríkharðsson, rækt. Ingunn Hallgrímsdóttir
Opinn flokkur (7)
1. sæti ex. meistaraefni Ljúflings Þinur, eig. og rækt. María Tómasdóttir
2. sæti ex. meistaraefni Bjargar Kappi, eig. Jóhanna Sævarsdóttir, rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir
3. sæti ex. meistaraefni Hlínar Nelson Mandela, eig. og rækt. Edda Hlín Hallsdóttir
4. sæti ex. Bjargar Klaki, eig. Guðrún Birna Jörgensen, rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir
Meistaraflokkur (1)
1. sæti ex. meistaraefni ISCh Drauma Karri, eig. og rækt. Ingibjörg Halldórsdóttir
Úrslit – bestu rakkar tegundar – allir meistaraefni
- ISCh Drauma Karri
- Ljúflings Þinur – meistarastig
- Hrísnes Krummi Nói
- Hlínar Nelson Mandela
Sætaröðun nr. 3 og 4 er frekar óvenjuleg, þar sem dómarinn breytti áður gefinni sætaröð hundana, t.d. var hundur nr. 2 í ungliðaflokki tekinn fram fyrir hund nr. 1 og í opnum flokki var hundur nr. 3 tekinn fram yfir hund nr. 2. Dómarinn tók sérstaklega fram að þeir hundar sem voru færðir fram hefðu hreyft sig betur í úrslitum en dómarar geta skipt um skoðun í úrslitum, þó það sé mjög sjaldgæft, a.m.k. hér á landi.
TÍKUR (25)
25 tíkur voru skráðar til leiks, sýndar í 3 flokkum, 12 fengu „excellent“, 9 fengu „very good”, 2 „good“ og 2 mættu ekki. 11 tíkur fengu bleikan meistaraefnisborða eða nánast allar sem fengu excellent.
Ungliðaflokkur (5)
1.sæti ex. meistaraefni Sandasels Kvika, eig. og rækt.Kolbrún Þórlindsdóttir
2.sæti ex. meistaraefni Eldlilju Tína, eig. Viktoria Dagbjartsdóttir, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir
3.sæti ex. meistaraefni Ljúflings Czabrina, eig. og rækt. María Tómasdóttir
4.sæti vg. Ljúflings Blika, eig. Anna Björg Jónsdóttir/Garðar Guðmundsson, rækt. María Tómasdóttir
Unghundaflokkur (6)
1.sæti ex. meistaraefni Hlínar Katla, eig. Gerður Steinarsdóttir, rækt. Edda Hlín Hallsdóttir
2.sæti ex. meistaraefni Mjallar Besla, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested
3.sæti ex. meistaraefni Grettlu Salka Valka, eig. og rækt. Elísabet Grettisdóttir
4.sæti vg. Eldlilju Amý, eig. Inga Björg Ólafsdóttir, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir
Opinn flokkur (14)
1. sæti ex. meistaraefni Sifjar Medúsa Eir, eig. Steingerður Ingvarsdóttir, rækt. Bergljót Davíðsdóttir
2. sæti ex. meistaraefni Bjargar Krisma, eig. Kolbrún Þórlindsdótir, rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir
3. sæti ex. meistaraefni Drauma Lay Low, eig. og rækt. Ingibjörg Halldórsdóttir
4. sæti ex. meistaraefni Drauma Díma, eig. og rækt. Ingibjörg Halldórsdóttir
5. sæti ex. meistaraefni Ljúflings Ösp, eig. og rækt. María Tómasdóttir
Úrslit – bestu tíkur tegundar – allar meistaraefni
- Sandasels Kvika – meistarastig
- Sifjar Medúsa Eir
- Hlínar Katla
- Bjargar Krisma
Besti hundur tegundar og besti hundur sýningar var ISCh Drauma Karri en best af gagnstæðri tegund var Sandasels Kvika sem fékk sitt fyrsta meistarastig, tæplega ársgömul. Meistarastigið hjá rökkunum hlaut Ljúflings Þinur.
Drauma- og Ljúflingsræktun gáfu eignarbikara en Garðheimar gáfu besta hundi blómvönd.
Deildin óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn og flytur Garðheimum bestu þakkir fyrir að lána aðstöðuna.
(Birt með fyrirvara um mögulegar villur, vinsamlega tilkynnið ef einhverjar eru!)