Vorsýningu febrúar 2012

Úrslit á vorsýningu HRFÍ 25. – 26. febrúar 2012

697 hundar af 83 tegundum voru skráðir helgina 25. – 26. febrúar á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands sem fór fram í Klettagörðum 6, Reykjavík. Sex dómarar frá sex löndum dæmdu hundana. Þeir voru: C.Elizabeth Cartledge, Bretlandi, Lisbeth Mach, Sviss, Marja Talvitie, Finnlandi, Rafael Malo Alcrudo, frá Spáni og Zorica Salijevic frá Svíþjóð. Elizabeth Cartledge dæmdi cavalierana sem voru 48 en Lisbeth Mach dæmdi grúppu 9.

Úrslit voru þannig:

Hvolpar  4 – 6 mánaða (6)

Rakkar (3 -1 mætti ekki)

1 Ice Hilton Máni Jackson, eig. Erla Gunnarsdóttir, rækt. Guðrún Helga Rúnarsdóttir

2 Ice Hilton Orlando, eig. Jóhanna S.Hjartardóttir, rækt. Guðrún Helga Rúnarsdóttir

Tíkur (3 – 1 mætti ekki)

hv. Ice Hilton Coco Chanel, eig. og rækt. Guðrún Helga Rúnarsdóttir

2 Ice Hilton Nicole, eig. Þorlákur Marteinsson, ræk. Guðrún Helga Rúnarsdóttir  

Besti hvolpur tegundar í þessum flokki með heiðursverðlaun var Ice Hilton Coco Chanel en þar sem dómarinn var mjög spar á heiðursverðlaun fékk enginn sæti sem bestur af gagnstæðu kyni.

Hvolpar 6 – 9 mánaða (11)

Rakkar (2)

hv. Kolbeinsstaðar Svanur Svali, eig. Hulda Björk Grímsdóttir, rækt. Harpa Barkar Barkardóttir  

2 Eldlilju Cesar, eig. Anna Barbara Tómasdóttir, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir

Tíkur (9 – 1 mætti ekki)

hv. Kolbeinsstaðar Teista Dimma, eig. Hrefna Hrólfsdóttir, rækt. Harpa Barpar Barkardóttir  

2 Kolbeinsstaðar Rjúpa, eig. og rækt. Harpa Barkar Barkardóttir  

3 Hrísnes Sandra, eig. Linda Björk B.Guðmundsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir

4 Hrísnes Sóley, eig. og rækt. Þuríður Hilmarsdóttir

Kolbeinsstaðar Teista Dimma varð besti hvolpur tegundar og bestur af gagnstæðu kyni var Kolbeinsstaðar Svanur Svali.  

Bestu hvolpar úr báðum flokkum kepptu síðan um besta hvolp sýningar dagsins en komust því miður hvorugir í úrslit.

Mjög óvenjuleg skráning var að þessu sinni, þar sem 20 rakkar voru skráðir en aðeins 11 tíkur, venjulega er þessu öfugt farið.

Rakkar ( 20)

20 rakkar voru skráðir í fjórum flokkum, 15 fengu „excellent“ og rauðan borða en 5 fengu „very good“ og bláan borða. Dómarinn gaf 7 rökkum meistaraefni.      

Ungliðaflokkur (5)

1.sæti ex. meistaraefni Salsara Sovereign, eig. Þórunn Aldís Pétursdóttir/Guðrún HelgaTheodórsdóttir, rækt. Miss M Barrett.

2.sæti ex. meistaraefni Tröllatungu Adam, eig. og rækt. Sigríður Elsa Oddsdóttir

3.sæti ex. Hlínar Erró, eig. Egill Hafsteinsson, rækt. Edda Hlín Hallsdóttir

4.sæti vg. Eldlilju Gosi, eig. Þórunn A.Pétursdóttir/Anna Barbara Tómasdóttir, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir  

Unghundaflokkur (2)

1. sæti ex. meistaraefni Ljúflings Dýri, eig. og rækt. María Tómasdóttir

2. sæti ex. Ljúflings Clinton forseti, eig. Gunnlaugur Helgason, rækt. María Tómasdóttir  

Opinn flokkur (12)

1. sæti ex.meistaraefni Hlínar Roði, eig. Margrét Sigurðardóttir, rækt. Edda Hlín Hallsdóttir

2. sæti ex.meistaraefni Ljúflings Þinur, eig. og rækt. María Tómasdóttir   

3. sæti ex.meistaraefni Bjargar Klaki, eig. Guðrún Birna Jörgensen, rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir

4. sæti ex.Hrísnes Sólon, eig. Linda P.Sigurðardóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir   

Meistaraflokkur (1)

1. sæti ex. meistaraefni C.I.B.ISCh Drauma Abraham, eig. & rækt. Ingibjörg Halldórsdóttir

Úrslit – bestu rakkar tegundar – allir meistaraefni

  1. Salsara Sovereign – meistarastig
  2. C.I.B.ISCh Drauma Abraham – Cacibstig
  3. Ljúflings Dýri – vara Cacib
  4. Hlínar Roði

Þetta er fyrsta meistarastig Salsara Sovereign sem er aðeins 16 mánaða og því ofungur til að hljóta cacibstigið sem kom í hlut Drauma Abrahams en þar sem hann ernú þegar alþjóðlegur meistari mun cacibstigið ganga til Ljúflings Dýra.

TÍKUR (11)

Aðeins 11 tíkur voru skráðar í þremur flokkum og þar af var ein sem mætti ekki. 9 fengu „excellent“ og rauðan borða og 1 fékk „very good“ og bláan borða. Dómarinn gaf 5 tíkum meistaraefni.

Ungliðaflokkur (2)

1. sæti ex.meistaraefni Eldlilju Ugla, eig. og rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir

2. sæti vg.Eldlukku Mandla, eig. og rækt. Svanborg S.Magnúsdóttir

Unghundaflokkur (4)

1.sæti ex. meistaraefni Sandasels Kvika, eig. og rækt. Kolbrún Þórlindsdóttir

2.sæti ex. meistaraefni Ljúflings Czabrina, eig. og rækt.María Tómasdóttir

3.sæti ex. Grettlu Tinu Salka, eig. Elín Sigurgeirsdóttir, rækt. Elísabet Grettisdóttir

4.sæti ex. Stapafells Táta, eig.Þorbjörg G.Markúsdóttir, rækt. Jónína Kristgeirsdóttir

Opinn flokkur (5 – 1 mætti ekki)

1.sæti ex. meistaraefni Mjallar Björt, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested

2.sæti ex. meistaraefni Grettlu Salka Valka, eig. og rækt. Elísabet Grettisdóttir

3.sæti ex. Eldlilju Móa, eig. Sigurbjörg M.Ísleifsdóttir, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir

4.sæti ex. Skutuls Hekla, eig. Mikkalína Finnbjörnsdóttir, rækt. Bjarney Sigurðardóttir  

Úrslit – bestu tíkur tegundar – allar með meistaraefni

  1. Sandasels Kvika, meistara- og Cacib stig
  2. Mjallar Björt  – vara-cacib
  3. Ljúflings Czabrina
  4. Eldlilju Ugla

Sandasels Kvika fékk meistarastigið, sem er hennar þriðja, en þar sem hún nær ekki 2ja ára aldri fyrr en 11.apríl n.k. þá þarf hún fjórða stigið til að verða íslenskur sýningarmeistari. Hún varð síðan besti hundur tegundar en bestur af gagnstæðu kyni var Salsara Sovereign.  

Sandasels Kvika keppti síðan í grúppu 9 hjá dómaranum Lisbeth Mach frá Sviss og náði þar 3. sætinu, frábær árangur hjá henni.

Deildin gaf vinningshöfum bikarana.

Deildin óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn.

Birt með fyrirvara um mögulegar villur, vinsamlega tilkynnið ef einhverjar eru!)