1. Stjórnarfundur 2012


 Mættar:  María, Guðríður, Elísabet, Ingibjörg og Ingunn Nóvember sýningin- dómar:Farið yfir sýningardóma gríska dómarans Stelios Makaritis. Allir hundarnir að undanskildum tveimur fengu rauða borða (excellent).  Það mætti þó álykta að dómarinn hafi ekki alveg kunnað á borðana, því í mörgum tilfellum var umsögnin „very good“ (blár borði) eða „good“ (gulur borði)  og ýmsir gallar réttilega tilteknir. En skoðanir dómara eru misjafnar og sami hundur getur jafnvel fengið alla litaflóruna ef hann mætir á margar sýningar! Besti hundur tegundar komst ekki í 4ra hunda úrslit í grúppu 9 að þessu sinni en á síðustu 4 sýningum á undan, hefur cavalier unnið grúppuna á tveimur sýningum og fengið 4. sætið á tveimur næstu, svo við getum vel við unað, gengur vonandi betur næst í úrslitunum.   Augnskoðanir:Augnskoðun fór fram á haustsýningu HRFÍ í Víðidal í nóv. 2011. Mjög góð þátttaka var og samtals 33 cavalierar skoðaðir, 22 tíkur og 11 rakkar. 4 greindust með tvísett augnhár og 5 með cornea dystrophi (CD). Þessir hundar voru allir heillitir. Þetta hefur þó engin áhrif á ræktun undan þessum hundum, þar sem þetta teljast smávægilegir gallar.  Got ársins 2011Farið yfir gotlista ársins. Töluverður samdráttur varð í ræktuninni á árinu 2011 miðað við 2010 en alls voru 28 got á árinu og 109 fæddir hvolpar, en 2010 voru gotin 36 og fæddir hvolpar 142.  Þetta sveiflast þó nokkuð til því 2009 voru 29 got og 113 hvolpar, 2008: 32 got og 116 hvolpar, 2007 sem var algjört metár voru 39 got og 157 fæddir hvolpar, 2006:  34 got og 127 hvolpar og 2005: 26 got og 124 hvolpar.  Útlit var fyrir að árið 2011 gæti orðið mikið hvolpaár.  Mörg got voru fyrri hluta ársins en urðu síðan sárafá síðustu mánuðina.  Eftirspurn hefur einnig verið mjög lítil undanfarið og því eins gott að ekki var mikið framboð.  Mikið hefur hins vegar verið um óættbókarfærð cavaliergot af óræðum uppruna sem og cavaliergot frá stóra hvolpaframleiðslubúinu og hefur það örugglega áhrif á eftirspurnina, því sumir hvolpakaupendur spá meira í verðið en gæðin. Fólk athugar e.t.v. ekki heldur hversu miklu öruggara er að kaupa hvolpa undan foreldrum sem hafa undirgengist allar heilbrigðisskoðanir.  Vitað er einnig að rakkar með HRFÍ ættbók hafa verið notaðir á Íshundatíkur eða óættbókarfærðar  tíkur, sem er raunar eitt og hið sama, og einnig að tíkur með HRFÍ ættbækur hafa verið paraðar með óættbókarfærðum hundum. Þetta er brot á lögum HRFÍ og mikil ábyrgð á ræktendum að veita hvolpakaupendum sínum góðar upplýsingar. Einu cavalierarnir sem teljast hreinræktaðir eru þeir sem eru með ættbók frá HRFÍ.21 ræktandi var með got á árinu 2011, flestir með eitt, nokkrir með tvö og einn með þrjú. 5 nýir ræktendur bættust í hópinn og hafa þrír þeirra fengið ræktunarnafn. Meðaltal hvolpa í goti var 3.89 og var litaskipting hvolpanna þannig: blenheim 36 hvolpar, black and tan 31, ruby 25 og þrílitir 17 en sá litur er aðeins farinn að sækja í sig veðrið. Kynjaskiptin var jöfn eða 55 tíkur og 54 rakkar.16 rakkar voru notaðir til undaneldis, mest notaði hundurinn var Russmic Jack Junior sem feðraði 4 got og 20 hvolpa, næstur honum var Chadyline Red Shimmer sem einnig átti 4 got en 14 hvolpa. Þeir eru báðir ruby. DNA prófin fyrir EF og CCNú er búið að prófa 113 cavaliera – 35 rakka og 78 tíkur. Miklu fleiri berar fyrir EF hafa greinst en við áttum von á, svo það var mikið lán að þessi próf skuli vera komið í gagnið. Því miður kom í ljós að í a.m.k. 4 tilvikum hafa tveir berar fyrir EF parast saman s.l. 2 ár. Það hefur einnig gerst á undanförnum árum í nokkrum tilvikum, þó ekki sé vitað um marga sem hafa haft einkenni sjúkdómsins.  Á hinn bóginn hafa miklu færri CC berar greinst en við reiknuðum með eða aðeins þrír. Listi yfir undeldishundaÁ rakkalistanum eru nú 4 þrílitir rakkar, 12 blenheim,  6 ruby og 3 black and tan. Af þessum 25 hundum hafa 8 aldrei verið notaðir. Nokkrir hundar hafa fallið af listanum vegna þess að augnvottorð hafa ekki verið endurnýjuð og einnig af því að  niðurstaða DNA prófa liggur ekki fyrir. Af þeim sem eru á listanum í dag eru 3 berar fyrir EF, 2 þrílitir og 1 ruby, aðrir eru fríir.  Til þess að rakki komist á þennan lista, þarf hann að hafa gilt augnvottorð, vera hjarta- og hnéskeljaskoðaður, niðurstaða DNA prófs þarf að vera til staðar og auk þess þarf hundurinn að hafa verið sýndur og hafa fengið a.m.k. „very good“ á sýningu. SýningarþjálfunSýningarnefndin hefur ákveðið að engin sýningarþjálfun verði á vegum deildarinnar fyrir febrúarsýninguna. Ástæðan er fyrst og fremst léleg þátttaka sem stafar sennilega af því að svo margar deildir gefa kost á þjálfun fyrir allar tegundir auk sýningarþjálfunar á vegum Ungra sýnenda. Bikarar fyrir febrúarsýningunaDeildin mun sjá um kaup á bikurum fyrir næstu sýningu. Ingibjörg sér um að koma farandbikarnum í áletrun og síðan niður á skrifstofu HRFÍ.GotauglýsingarÁkveðið að framvegis verði öll got auglýst þar sem farið er eftir reglum deildarinnar og HRFÍ, en ekki haft sem skilyrði að tilmælin séu uppfyllt, svo sem hreint hjartavottorð við 4ra ára aldur foreldra og sýningar undaneldisdýra, því við vitum að vandaðir ræktendur setja sóma sinn í að fara einnig að tilmælunum.AðalfundurÁkveðið að stefna að aðalfundi í lok mars og næsta stjórnarfundi um miðjan mars. María og Guðríður hafa lokið sínu 2ja ára tímabili en ætla að öllu óbreyttu að gefa kost á sér áfram til næstu 2ja ára.   f.h. stjórnar og ritaraMaría Tómasdóttir
 
Fundargerð stjórnarfundar 16. janúar 2012
 Mættar:  María, Guðríður, Elísabet, Ingibjörg og IngunnNóvember sýningin- dómar:Farið yfir sýningardóma gríska dómarans Stelios Makaritis. Allir hundarnir að undanskildum tveimur fengu rauða borða (excellent).  Það mætti þó álykta að dómarinn hafi ekki alveg kunnað á borðana, því í mörgum tilfellum var umsögnin „very good“ (blár borði) eða „good“ (gulur borði)  og ýmsir gallar réttilega tilteknir. En skoðanir dómara eru misjafnar og sami hundur getur jafnvel fengið alla litaflóruna ef hann mætir á margar sýningar! Besti hundur tegundar komst ekki í 4ra hunda úrslit í grúppu 9 að þessu sinni en á síðustu 4 sýningum á undan, hefur cavalier unnið grúppuna á tveimur sýningum og fengið 4. sætið á tveimur næstu, svo við getum vel við unað, gengur vonandi betur næst í úrslitunum.   Augnskoðanir:Augnskoðun fór fram á haustsýningu HRFÍ í Víðidal í nóv. 2011. Mjög góð þátttaka var og samtals 33 cavalierar skoðaðir, 22 tíkur og 11 rakkar. 4 greindust með tvísett augnhár og 5 með cornea dystrophi (CD). Þessir hundar voru allir heillitir. Þetta hefur þó engin áhrif á ræktun undan þessum hundum, þar sem þetta teljast smávægilegir gallar.  Got ársins 2011Farið yfir gotlista ársins. Töluverður samdráttur varð í ræktuninni á árinu 2011 miðað við 2010 en alls voru 28 got á árinu og 109 fæddir hvolpar, en 2010 voru gotin 36 og fæddir hvolpar 142.  Þetta sveiflast þó nokkuð til því 2009 voru 29 got og 113 hvolpar, 2008: 32 got og 116 hvolpar, 2007 sem var algjört metár voru 39 got og 157 fæddir hvolpar, 2006:  34 got og 127 hvolpar og 2005: 26 got og 124 hvolpar.  Útlit var fyrir að árið 2011 gæti orðið mikið hvolpaár.  Mörg got voru fyrri hluta ársins en urðu síðan sárafá síðustu mánuðina.  Eftirspurn hefur einnig verið mjög lítil undanfarið og því eins gott að ekki var mikið framboð.  Mikið hefur hins vegar verið um óættbókarfærð cavaliergot af óræðum uppruna sem og cavaliergot frá stóra hvolpaframleiðslubúinu og hefur það örugglega áhrif á eftirspurnina, því sumir hvolpakaupendur spá meira í verðið en gæðin. Fólk athugar e.t.v. ekki heldur hversu miklu öruggara er að kaupa hvolpa undan foreldrum sem hafa undirgengist allar heilbrigðisskoðanir.  Vitað er einnig að rakkar með HRFÍ ættbók hafa verið notaðir á Íshundatíkur eða óættbókarfærðar  tíkur, sem er raunar eitt og hið sama, og einnig að tíkur með HRFÍ ættbækur hafa verið paraðar með óættbókarfærðum hundum. Þetta er brot á lögum HRFÍ og mikil ábyrgð á ræktendum að veita hvolpakaupendum sínum góðar upplýsingar. Einu cavalierarnir sem teljast hreinræktaðir eru þeir sem eru með ættbók frá HRFÍ.21 ræktandi var með got á árinu 2011, flestir með eitt, nokkrir með tvö og einn með þrjú. 5 nýir ræktendur bættust í hópinn og hafa þrír þeirra fengið ræktunarnafn. Meðaltal hvolpa í goti var 3.89 og var litaskipting hvolpanna þannig: blenheim 36 hvolpar, black and tan 31, ruby 25 og þrílitir 17 en sá litur er aðeins farinn að sækja í sig veðrið. Kynjaskiptin var jöfn eða 55 tíkur og 54 rakkar.16 rakkar voru notaðir til undaneldis, mest notaði hundurinn var Russmic Jack Junior sem feðraði 4 got og 20 hvolpa, næstur honum var Chadyline Red Shimmer sem einnig átti 4 got en 14 hvolpa. Þeir eru báðir ruby. DNA prófin fyrir EF og CCNú er búið að prófa 113 cavaliera – 35 rakka og 78 tíkur. Miklu fleiri berar fyrir EF hafa greinst en við áttum von á, svo það var mikið lán að þessi próf skuli vera komið í gagnið. Því miður kom í ljós að í a.m.k. 4 tilvikum hafa tveir berar fyrir EF parast saman s.l. 2 ár. Það hefur einnig gerst á undanförnum árum í nokkrum tilvikum, þó ekki sé vitað um marga sem hafa haft einkenni sjúkdómsins.  Á hinn bóginn hafa miklu færri CC berar greinst en við reiknuðum með eða aðeins þrír. Listi yfir undeldishundaÁ rakkalistanum eru nú 4 þrílitir rakkar, 12 blenheim,  6 ruby og 3 black and tan. Af þessum 25 hundum hafa 8 aldrei verið notaðir. Nokkrir hundar hafa fallið af listanum vegna þess að augnvottorð hafa ekki verið endurnýjuð og einnig af því að  niðurstaða DNA prófa liggur ekki fyrir. Af þeim sem eru á listanum í dag eru 3 berar fyrir EF, 2 þrílitir og 1 ruby, aðrir eru fríir.  Til þess að rakki komist á þennan lista, þarf hann að hafa gilt augnvottorð, vera hjarta- og hnéskeljaskoðaður, niðurstaða DNA prófs þarf að vera til staðar og auk þess þarf hundurinn að hafa verið sýndur og hafa fengið a.m.k. „very good“ á sýningu. SýningarþjálfunSýningarnefndin hefur ákveðið að engin sýningarþjálfun verði á vegum deildarinnar fyrir febrúarsýninguna. Ástæðan er fyrst og fremst léleg þátttaka sem stafar sennilega af því að svo margar deildir gefa kost á þjálfun fyrir allar tegundir auk sýningarþjálfunar á vegum Ungra sýnenda. Bikarar fyrir febrúarsýningunaDeildin mun sjá um kaup á bikurum fyrir næstu sýningu. Ingibjörg sér um að koma farandbikarnum í áletrun og síðan niður á skrifstofu HRFÍ.GotauglýsingarÁkveðið að framvegis verði öll got auglýst þar sem farið er eftir reglum deildarinnar og HRFÍ, en ekki haft sem skilyrði að tilmælin séu uppfyllt, svo sem hreint hjartavottorð við 4ra ára aldur foreldra og sýningar undaneldisdýra, því við vitum að vandaðir ræktendur setja sóma sinn í að fara einnig að tilmælunum.AðalfundurÁkveðið að stefna að aðalfundi í lok mars og næsta stjórnarfundi um miðjan mars. María og Guðríður hafa lokið sínu 2ja ára tímabili en ætla að öllu óbreyttu að gefa kost á sér áfram til næstu 2ja ára.   f.h. stjórnar og ritaraMaría Tómasdóttir