Fundargerð ársfundar 2012

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ var haldinn 28. mars 2012  kl. 20 á skrifstofu félagsins í Síðumúla 15. Ágæt þátttaka var á fundinum en 26 skráðu sig í gestabókina. Formaður, María Tómasdóttir setti fundinn og skipaði Önnu Björgu Jónsdóttur fundarstjóra og Guðríði Vestars fundarritara.

Skýrsla stjórnar
Formaður las skýrslu stjórnar og er hún birt hér hér að neðan. (á http://www.cavalier.is)

Kosning 2ja manna í stjórn:
María Tómasdóttir og Guðríður Vestars hafa lokið sínu 2ja ára kjörtímabili. Þær gáfu báðar kost á sér áfram. Þar sem ekki bárust fleiri framboð voru þær sjálfkjörnar. 
Stjórnin er því þannig skipuð næsta ár:
María Tómasdóttir, Guðríður Vestars, Ingibjörg Halldórsdóttir, Ingunn Hallgrímsdóttir og Elísabet Grettisdóttir 
Skipað í nefndir deildarinnar – kynningar-, bása- og göngunefnd.
Allir nefndarmenn gáfu kost á sér áfram og verða því nefndirnar skipaðar sama fólki fyrir komandi ár enda hefur það staðið sig með eindæmum vel. 
Önnur mál – Guðrún Lilja Rúnarsdóttir bað um orðið og sagði okkur frá göngum ársins. Sá sem mætir í flestar göngur síðasta tímabils fær útnefninguna göngugarpur ársins. Í ár voru tvær jafnar að stigum, þær Ásta Björg Guðjónsdóttir og Þórdís Gunnarsdóttir, en Ásta var einnig göngugarpur ársins í fyrra, sannkallaður göngugarpur þar á ferð. Þær fengu báðar blómvönd en munu varðveita farandbikarinn góða í sameiningu. Guðrún Lilja minnti okkur einnig á cavaliernælurnar, sem er hægt að kaupa til styrktar deildinni. 
Kaffihlé.  Göngunefndarkonur höfðu útbúið þvílíkar kræsingar að helst minnti á veglegt fermingarhlaðborð og gerðu fundargestir því góð skil. Stjórnin færir þeim bestu þakkir fyrir framtakið. 
Erindi Helgu Finnsdóttur, dýralæknisHelga sagði okkur frá Dalsmynnisorminum fræga og upplýsti okkur um ýmsa smitsjúkdóma og útvortis sníkjudýr sem herja á hunda erlendis en við viljum með engu móti fá í okkar hunda. Hún var alfarið á móti svoköllluðum gæludýrapassa og að leggja einangrun hunda niður.  Eftir erindi Helgu sköpuðust líflegar og skemmtilegar umræður, sem stóðu langt fram eftir kvöldi. 

Fundi slitið 22.30