Stjórnarfundur 23. apríl 2012
Mættar: María, Ingibjörg, Guðríður, Ingunn og Elísabet
1. Stjórn skiptir með sér verkum
Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund deildarinnar skal stjórn skipta með sér verkum.
María baðst undan því að gegna formannsembættinu fyrir næsta tímabil og tiltók ýmsar ástæður, skemmst er frá því að segja að það fékk engar undirtektir og enginn var tilbúin að taka það að sér. Verkaskipting stjórnar er því óbreytt frá fyrra ári.
2. Sýningarþjálfun
Ekki var talin ástæða til að hafa sýningarþjálfun fyrir júnísýninguna og ekki búist við mikilli skráningu frekar en undanfarið á sumarsýninguna.
3. Feldhirðunámskeið
Stefnt skal að því að hafa kvöldnámskeið í snyrtingu og umhirðu cavalierhunda í maí mánuði og helst sem næst sumarsýningunni sem er í byrjun júní . Guðríður tekur að sér að sjá um það og námskeiðið mun verða í Dýrabæ. Muna eftir að auglýsa það vel á cavaliersíðunni á facebook.
4. Næsta ganga
Næsta ganga hefur ekki verið auglýst en Elísabet sagði að eftir næstu göngu sem er fyrirhuguð um miðjan maí, verði gengið frá nýrri göngudagskrá.
5. Bikarar fyrir júnísýninguna.
Dýrabær mun gefa bikara á sumarsýninguna.
Næsti stjórnarfundur ákveðinn eftir næstu sýningu og augnskoðun.
Fleira ekki tekið fyrir og fundið slitið
f.h.stjórnar
María Tómasdóttir