Sumarsýning júní 2012

Útslit á sumarsýningu HRFÍ 2. – 3. júní 2012
Alls voru skráðir til þátttöku rúmlega 690 hundar af 75 hundategundum. 45 cavalierar voru skráðir, þar af 5 hvolpar í 6 – 9 mánaða hvolpaflokki en enginn í yngri hvolpaflokknum. Liliane De Ridder-Onghena frá Belgíu dæmi cavalierana og Kitty Sjong frá Danmörku tegundahóp 9.  
Hvolpar 6 til 9 mánaða (5 – 2 sem mættu ekki)
Rakkar
1.Ice Hilton Orlando, eig. Jóhanna Sigríður Hjartardóttir, rækt. Guðrún Helga Rúnarsdóttir
Tíkur
1 Koparlilja Zarina, eig. Þórunn Aldís Pétursdóttir, rækt. Ingibjörg Þorsteinsdóttir
2 Ice Hilton Coco Chanel, eig. og rækt. Guðrún Helga Rúnarsdóttir  
Enginn hvolpur hlaut heiðursverðlaun, því var enginn besti hvolpur tegundar að þessu sinni.

40 fullorðnir cavalierar voru skráðir og gaf dómarinn borða í öllum regnbogans litum, nema grænan, og var ennfremur mjög spar á meistarefnisborðana. Sennilega ein lakasta frammistaðan hjá deildinni í mjög langan tíma. Sumir hundanna sýndu sig afskaplega illa bæði á borði og í taumi og verða sýnendur að taka sig á og æfa hundana vel fyrir sýningar. Hundur sem sýnir sig mjög illa getur verið gráðaður niður svo það er mikilvægt að æfa hundinn þannig að hann sýni sitt besta.  
Rakkar (13) 13 rakkar voru skráðir í þremur flokkum en 1 mætti ekki til leiks. Aðeins 5 rakkar fengu excellent, þar af 2 meistarefni, 6 very good og 1 good.      
Ungliðaflokkur (2)
1. sæti ex. Kolbeinsstaðar Svanur Svali, eig. Hulda Björk Grímsdóttir, rækt. Harpa Barkar Barkardóttir 2. sæti vg. Eldlukku Ögri, eig.Örnólfur Guðmundsson, rækt. Svanborg S.Magnúsdóttir    
Unghundaflokkur (4)
1. sæti ex. Kvadriga´s Eyes To Iceland, eig. Þórunn A.Pétursdóttir, rækt. Torill Undheim   
2. sæti vg. Hlínar Erró, eig. Egill Hafsteinsson, rækt. Edda Hlín Hallsdóttir
3. sæti vg. Salsara Sovereign, eig. Þórunn A.Pétursdóttir/Guðrún Helga Theodórsdóttir, rækt. Miss M.Barrett 4. sæti vg. Eldlilju Skuggi, eig. Anna Sigríður Jónsdóttir, rækt. Þórunn A.Pétursdóttir
Opinn flokkur (7 – 1 mætti ekki)
1. sæti ex. meistaraefni Ljúflings Dýri, eig. og rækt. María Tómasdóttir
2. sæti ex. meistaraefni Sjarmakots Neptune Nemó, eig. Kristín Hlín Pétursdóttir, rækt. Ingunn Hallgrímsdóttir    
3. sæti ex. Bjargar Klaki, eig. Guðrún Birna Jörgensen, rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir
4. sæti vg. Bjargar Kaldi, eig. Guðrún Birna Jörgensen, rækt.Ásta Björg Guðjónsdóttir  
Úrslit – bestu rakkar tegundar –
báðir meistaraefni
Ljúflings Dýri – meistarastig
Sjarmakots Neptune Nemó
TÍKUR (27) 27 tíkur voru skráðar til leiks, sýndar í 3 flokkum og var útkoman öllu betri hjá þeim,  sérstaklega í opna flokknum, en 14 tíkur fengu excellent, 8 very good og 5 good. 7 tíkur fengu bleikan meistaraefnisborða.
Ungliðaflokkur (9)
1. sæti ex. meistaraefni Eldlukku Mandla eig. og rækt. Svanborg S.Magnúsdóttir   
2. sæti ex. meistaraefni Eldlilju Ugla, eig. og rækt. Þórunn A.Pétursdóttir     
3. sæti ex. Hrísnes Sara, eig. Þórunn Guðlaugsdóttir, rækt.Þuríður Hilmarsdóttir   
4. sæti vg. Hrísnes Sandra, eig. Linda Björk Bjarnar Guðmundsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir     Unghundaflokkur (6)
1. sæti ex. meistaraefni Bjargar Jara, eig. og rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir
2. sæti ex. Hlínar Sarah Jessica Parker, eig. og rækt. Edda Hlín Hallsdóttir    
3. sæti vg. Ískorku Aska Ísafold, eig.og rækt. Hildur Guðrún Gunnarsdóttir
4. sæti vg. Grettlu Tína Ronja, eig. og rækt. Elísabet Grettisdóttir
Opinn flokkur (12)
1. sæti ex. meistaraefni Mjallar Björt, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested   
2. sæti ex. meistaraefni Heiðardals Louisu Freyja, eig. Harpar Barkar Barkardóttir, rækt. Hrefna Hrólfsdóttir    
3. sæti ex. meistaraefni Grettlu Salka Valka, eig. og rækt. Elísabet Grettisdóttir
4. sæti ex. meistaraefni Hlínar Katla, eig. Gerður Steinarsdóttir, rækt. Edda Hlín Hallsdóttir    
Úrslit – bestu tíkur tegundar – allar með meistaraefni
Mjallar Björt – meistarastig
Heiðardals Louisu Freyja    
Bjargar Jara  
Grettlu Salka Valka    
Besti hundur tegundar var Mjallar Björt sem fékk sitt þriðja meistarastig og því titillinn íslenskur meistari í höfn. Bestur af gagnstæðu kyni var Ljúflings Dýri sem fékk sitt fyrsta meistarastig. Mjallar Björt lét ekki þar við sitja heldur rúllaði upp tegundahópi 9 og náði þar fyrsta sætinu enda hefur þessi tík einstaka útgeislun í sýningarhringnum og er frábærlega vel sýnd af eiganda sínum.   Deildin þakkar Dýrabæ sem gaf vinningshöfum bikara.  
Deildin óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn og vonast til að sjá sem flesta aftur á næstu sýningu í lok ágúst.  
(Birt með fyrirvara um mögulegar villur, vinsaml.tilkynnið ef einhverjar eru!)