Hvolpasýning 2014

Hvolpagleði HRFÍ – sýningarfréttir

Hvolpasýning Hundaræktarfélags Íslands var haldin að Korputorgi, 25. janúar 2014. 120 hvolpar af 31 tegund voru skráðir til leiks, þar af 10 cavalierhvolpar, fimm í hvorum flokki. Dómarar voru íslenskir dómaranemar sem dæmdu í 2 sýningarhringjum samtímis. Dómari cavalieranna var Þórdís Björg Björgvinsdóttir.

Hvolpar  4 – 6 mánaða (hv. = heiðursverðlaun)

Rakkar (3)

1. sæti Mjallar Æsir, eig.Laufey Guðjónsdóttir, rækt. Arna Sif Kærnested

2. sæti Mjallar Váli Vafri, eig. Björg Östrup Hauksdóttir, rækt. Arna Sif Kærnested

3. sæti Yndisauka Ísak-Gutti, eig. og rækt. Berglind Ásta Jónsdóttir

Tíkur (2)

1. sæti hv. Mjallar Æska, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested

2. sæti Mjallar Æsa, eig. Þórdís Gunnarsdóttir, rækt. Arna Sif Kærnested

Besti hvolpur tegundar 4-6 mán. með heiðursverðlaun var Mjallar Æska en enginn rakkanna fékk heiðursverðlaun. Í úrslitum í þessum flokki keppti 21 hvolpur af jafnmörgum tegundum hjá dómaranum Viktoríu Jensdóttur, en því miður fékk Mjallar Æska ekki eitt af 4 verðlaunasætunum.

Hvolpar 6 – 9 mánaða

Rakkar (4)

1. sæti hv. Skutuls Askur Ljúflingur, eig. Hrefna Guðmannsdóttir, rækt. Bjarney Sigurðardóttir

2. sæti hv. Litlu Giljár Vaskur Þokki, eig. Sverrir Geirdal, rækt. Gerður Steinarsdóttir

3. sæti hv. Sjávarlilju Emil, eig. Jónína Edda Skúladóttir, rækt. Sigurbjörg Guðmundsdóttir

4. sæti Hrísnes Gosi, eig. Ásta Leonards, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir

Tíkur (1)

1.sæti hv. Hrísnes Sonja, eig. og rækt. Þuríður Hilmarsdóttir   

Besti hvolpur tegundar 6 – 9 mán. með heiðursverðlaun var Hrísnes Sonja og bestur af gagnstæðu kyni Skutuls Askur Ljúflingur.

Sóley Halla Möller dæmdi eldri hvolpaflokkinn, þar mættu til leiks 15 hvolpar af öllum stærðum og Hrísnes Sonja, sem sýndi sig eins og meistari náði þar 4. sætinu. Deildin óskar vinningshöfum innilega til hamingju.