1. Stjórnarfundur 2014

Mættar: María, Guðríður, Edda Hlín og Elísabet

1.  Sýningardómar á nóvembersýningu HRFÍ

35 cavalierar voru skráðir á nóvembersýninguna hjá dómaranum Tatjönu Urek  frá Slóveníu, sem virtist ágætlega  að sér um tegundina. Farið var yfir dómana og voru aðal aðfinnslur dómarans  „falling croup“ og lág skottstaða, hreyfingar ekki alveg nógu góðar og nokkuð margir of þröngir að aftan. Lág skottstaða getur reyndar líka stafað af því að hundarnir eru óvanir sýningum og óöryggir og sýna sig því ekki vel.  Áríðandi er að æfa hundana sem mest fyrir sýningar svo þeir geti sýnt sitt besta þegar þar að kemur.  BOB var Ljúflings Dýri og BOS Ljúflings Hetja. Bjargar Kaldi fékk rakkameistarastigið.  Ljúflings Dýri náði 4. sæti í tegundahópi 9. Hvolparnir komust ekki í úrslit.

2. Gotlisti fyrir árið 2013

Farið yfir gotlistann.Alls voru 23 got á árinu, samtals 84 lifandi fæddir hvolpar, meðaltal í goti 3.65.  16 ræktendur voru með got á árinu, þar af 3 nýir ræktendur. 12 rakkar voru notaðir til undaneldis. Þetta er mikill samdráttur frá fyrri árum enda miklu minni eftirspurn eftir hvolpum en verið hefur svo segja má að ræktendur hafi látið skynsemina ráða. Rakkarnir voru í meirihluta eða 48 en tíkurnar voru 36.  38 hvolpanna voru blenheim, 25 ruby, 17 black and tan og 4 þrílitir.

3. Augnskoðun

Farið yfir niðurstöður síðustu augnskoðunar. 25  cavalierar mættu í skoðunina, 16 tíkur og 9 rakkar. Athugasemdir voru gerðar við 13 hunda en engin alvarleg. 6 cavalierar greindust með Distichiasis eða aukaaugnhár og 4 með cornea dystrofi eða kolestrol kristalla. Ein tík hefur Keratonic Sicca (Drye Eye) og ein með PHTVL gráðu 1. Hunda sem fengu athugasemdir má samt para með fríum hundum.

Nokkrir rakkanna gætu bæst á rakkalistann, þegar þeir hafa framvísað hjartavottorðum  og/ eða þegar þeir hafa aldur til. Ekki er ólíklegt að fyrirhugað sé að para flestar tíkurnar sem mættu í skoðunina, þannig að líflegt ár gæti verið framundan J

4. Rakkalisti

Nýr rakkalisti lagður fram. Nokkrir rakkanna eru með útrunnin augnvottorð, sem eigendur bæta vonandi úr í næstu augnskoðun nú í febrúar.

5. Got og væntanleg got

Ekki er vitað um nein got ennþá á þessu ári en líklega eru tvö got væntanleg í janúar og sennilega tvö í febrúar en gætu að sjálfsögðu verið fleiri

6. Bikarar fyrir febrúarsýninguna.

Deildin mun gefa bikara á febrúarsýninguna.

7. Garðheimakynning

Deildin tekur að venju þátt í kynningu á tegundinni sem verður í Garðheimum 8. – 9.  febrúar.

8. Aðalfundur

Ákveðið að hafa aðalfundinn 26. mars ef sá dagur er laus á skrifstofu HRFÍ. Athuga með fræðsluefni sem gæti hentað að hafa á fundinum.

9. Önnur mál

Ýmsilegt rætt sem varðar tegundina og framtíð deildarinnar sem verður 20 ára árið 2015.

Fleira ekki tekið fyrir og fundið slitið

f.h.stjórnar María Tómasdóttir