Fundargerð ársfundar 2014

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ var haldinn þann 26. mars 2014 á skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 15.Frá stjórn mættu: María Tómasdóttir, Guðríður Vestars, Ingibjörg E.Halldórsdóttir, Elísabet Grettisdóttir og Edda Hlín Hallsdóttir. Fundargestir voru 25, þar af 2 gestir. 
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2013
2. Kosning til stjórnar
3. Skráning í nefndir
4. Önnur mál. 
María Tómasdóttir setti fundinn og bað Önnu Björgu Jónsdóttur að sjá um fundarstjórn og Guðríði Vestars um fundarritun og var það samþykkt. 
1. Skýrsla stjórnar
Formaður las skýrslu stjórnar og fylgir hún hér á eftir.
2. Kosning 2ja manna í stjórn
María Tómasdóttir og Guðríður Vestars hafa lokið sínu 2ja ára kjörtímabili. Guðríður gaf kost á sér áfram en María ekki. Guðrún Birna Jörgensen bauð sig einnig fram  og þar sem  fleiri framboð bárust ekki  voru þær sjálfkjörnar. 
Stjórnin er því þannig skipuð næsta ár:  Guðríður Vestars, Guðrún Birna Jörgensen, Ingibjörg E.Halldórsdóttir, Elísabet Grettisdóttir og Edda Hlín Hallsdóttir.  Stjórn velur sér formann og skiptir með sér verkum  á sínum fyrsta stjórnarfundi sem verður fljótlega.
 3. Skipað í nefndir deildarinnar – kynningar -,  bása- og göngunefndFundarstjóri fór yfir nefndir og hverjir væru skráðir í þær. Allir nefndarmenn í kynningar- og básanefnd gáfu kost á sér áfram og verða þær nefndir skipaðar sama fólki fyrir komandi ár.Í kynningarnefnd eru:  Ingibjörg E.Halldórsdóttir, Elísabet Grettisdóttir, María Tómasdóttir, Hrefna Hrólfsdóttir og Bjarney Sigurðardóttir. Í básanefnd eru: Ásta Björg Guðjónsdóttir, Kolbrún Þórlindsdóttir, Gerður Steinarsdóttir og Guðrún Birna Jörgensen. 
Göngunefnd deildarinnar hefur staðið sig einstaklega vel,  en þær Elísabet, Anna Björg, Kolbrún, Guðrún Birna og Kristjana gáfu ekki kost á sér áfram. Í göngunefnd eru þá eftir Hildur Gunnarsdóttir, Ásta Björg Guðjónsdóttir og Gerður Steinarsdóttir. Óskað var eftir fleirum og eftirtaldar konur buðu sig fram:  Laufey Guðjónsdóttir,  Hrönn Thorarensen og Bryndís Óskarsdóttir. Ekki er að efa að þessi vaski hópur á eftir að standa sig vel. 
Önnur mál
a. Anna Björg Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs fyrir hönd göngunefndar og eins og fyrri ár var göngugarpur ársins heiðraður. Að þessu sinni var það Laufey Guðjónsdóttir sem var göngugarpurinn en hún hafði mætt í allar göngur ársins. Veitti hún viðtöku farandbikarnum góða. 
b. Fundargestir ræddu rakkatoll og hvolpaverð og  voru ýmsar skoðanir uppi. 
c. Anna Björg þakkaði  Maríu Tómasdóttur formanni fyrir vel unnin störf í þágu deildarinnar undanfarin 19 ár.  
Kaffihlé
Göngunefndarkonur höfðu útbúið glæsilegt hlaðborð með gómsætum hnallþórum og öðru góðgæti og gerðu fundargestir þeim góð skil. Þá var komið að Sóleyju Rögnu Ragnarsdóttir, nýkrýndum cavalierdómara  að fara yfir ræktunarmarkmiðið.  Hún byrjaði á að fara yfir uppruna og sögu tegundarinnar og var með skjávarpa og glærur og leysti þetta snilldarvel af hendi. Eftir það fór hún yfir nokkra sýningardóma með lifandi fyrirsætum og  útskýrði  fyrir fundargestum hvað dómarinn ætti við hverju sinni. Hún sýndi fundargestum einnig hvernig best er að meta byggingu  9 vikna hvolps og var ljómandi fallegur cavalierhvolpur fyrirsætan. Að lokum sýndi hún nokkrar glærur og benti okkur á hvað þyrfti að varast þegar teknar eru myndir af hundum og hvað þyrfti helst að hafa í huga, þegar ná á góðri mynd. 
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið 23.30 
Guðríður Vestars,fundarritari