3. Stjórnarfundur 2014Mættar eru: Guðríður Vestars, Ingibjörg Halldórsdóttir, Elísabet Grettisdóttir, Edda Hallsdóttir og Guðrún Birna Jörgensen.Dagskrá:1. Skipun formanns, gjaldkera og ritara – Guðríður Vestars var skipaður formaður, Elísabet Grettisdóttir, gjaldkeri og Guðrún Birna Jörgensen ritari.  Hlutverk stjórnarmanna eru:

a. Formaður: Skiptir niður verkum og hefur yfirumsjón með öllum nefndum og ráðum. Formaður sækir fulltrúaráðsfundi, stjórnar og skipuleggur stjórnarfundi og sér um allt samband við HRFÍ.  Formaður sér einnig um að taka saman ársskýrslu og flytja hana á aðalfundi.  Formaður sér einnig um að svara öllum fyrirspurnum sem berast varðandi tegundina.  Formaður er í sýningarnefnd.

b. Gjaldkeri: Sér um að kaupa bikara og halda utan um greiðslur. Gjaldkeri skilar yfirliti í árslok og hefur umsjón með kynningarnefnd. Gjaldkeri er í sýningarnefnd.

c. Ritari: Er ritari á stjórnarfundum. Sér um að útbúa sýningarfréttir fyrir vefsíðuna og senda fréttir í Sám. Ritari er tengiliður við göngunefnd og skilar inn fréttum af göngum.  Ritari les yfir dóma frá sýningum á stjórnarfundum. Ritari er í kynningarnefnd og sýningarnefnd.

d. Stjórnarmaður Ingibjörg: Tekur saman heilbrigðisniðurstöður í lok hvers árs. Augn-, hjarta, og DNA próf. Stjórnarmaður er einnig í kynningarnefnd, sýningarnefnd og ræktunarráði.

e. Stjórnarmaður Edda: Er í ræktunarráði og sýningarnefnd.

2. Ræktunarráð – Ræktunarráð var skipað í fyrsta sinn, en heimild er fyrir því í lögum.  Hlutverk ræktunarráðs er að svara pörunarbeiðnum og halda utan um rakkalista. Rækturnarráð skipa: María Tómasdóttir, Ingibjörg Halldórsdóttir og Edda Hallsdóttir.

3. DNA próf – Öll DNA próf fyrir Cavalier hunda þarf að gera hjá dýralækni.

4. Kynningarbæklingur Cavalier deildarinnar – Skoða á þann möguleika á að endurprenta kynningarbæklinginn.

5. Sumarsýning HRFÍ – Dýrabær og Dýralíf munu gefa bikara á sumarsýningar HRFÍ sem verður í Víðidal 21. – 22. júní 2014.6. Sýningarþjálfun – Ákveðið að bjóða upp á 3 sýningarþjálfanir fyrir sumarsýningarnar. Þjálfunin færi fram hjá Gæludýr.is á Korputorgi.7. Efnahagsreikningur – Efnahagsreikningur lagður fram til skoðunar hjá nýrri stjórn.Fundi slitið kl. 21:20
GBJ